22. fundur 29. júní 2021 kl. 15:30 - 16:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Atli Einarsson varamaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Auðunn Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson varamaður
Dagskrá

1.Menningar,- tómstundar, og íþróttanefnd - Almenn nefndarstörf

2008012

Almenn mál
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir fór yfir þau mál sem hún hefur unnið í að undanförnu:

- Nýútkominn frístundabæklingur Blönduósbæjar hefur hlotið góðan hljómgrunn í samfélaginu. Þar er að finna yfirlit yfir fjölbreytt frístundastarf á svæðinu.

- Metþáttaka er í Sumarfjöri, en þar sækja u.þ.b. 40 börn fjölbreytta dagskrá í hverri viku.

- Unnið er að skipulagningu heilsudaga á haustdögum.

- Framundan eru viðgerðir á aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Skjólsis, þar sem skipta á um glugga og annað smálegt til að bæta aðstöðuna.


2.Húnavaka

1901018

Húnavaka 2021
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir dagskrá og fleiri atriði tengd Húnavöku sem haldin verður daganna 15. til 18.júlí. Nefndin hvetur íbúa Blönduósbæjar og nærsveitunga til þess að nýta sér flotta og skemmtilega dagskrá Húnavöku í júlí nk.

3.Bætt aðstaða til íþróttaiðkunar barna á landsbyggðinni

2106023

Bætt aðstaða til íþróttaiðkunar barna á landsbyggðinni
Menningar- tómstunda- og íþróttanefnd Blönduósbæjar vill taka undir eftirfarandi bókun Sveitarstjórnar Húnaþings vestra frá því 12.maí 2021.

„Öll börn á Íslandi eiga rétt á að stunda íþróttir við hæfi og uppbygging á viðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar eykur til muna lífsgæði þeirra og styrkir búsetu á landsbyggðinni. Það er ljóst að bilið á milli stærri þéttbýliskjarna og landsbyggðarinnar hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og minni sveitarfélög hafa hreinlega setið eftir þegar kemur að uppbyggingu á íþróttaaðstöðu. Því miður hefur það sýnt sig að minni sveitarfélög hafa ekki burði til að ráðast ein og sér í stórar framkvæmdir við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Sveitarstjórn Húnaþings vestra telur mikilvægt að ríkið komi til móts við minni sveitarfélög þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja á landsbyggðinni. Með því væri verið að jafna búsetuskilyrði á landinu og styrkja byggðir sem margar hverjar eiga undir högg að sækja. Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem styrkir minni sveitarfélög á landsbyggðinni til uppbyggingar íþróttamannvirkja.“

Nefndin telur þau atriði er nefnd eru í bókuninni afar mikilvæg og brýnt er að sveitarfélög standi vel að íþróttaiðkun og heilbrigðum lífstíl íbúa þeirra. Hlutverk stjórnvalda er veigamikið í þessum málum og vill nefndin hvetja ríkið til þess að leggja frekari áherslu á aðstöðu íþróttaiðkunnar á landsbyggðinni og þá sér í lagi á Norðurlandi vestra.

Fundi slitið - kl. 16:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?