23. fundur 22. september 2021 kl. 15:30 - 17:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Auðunn Sigurðsson aðalmaður
  • Atli Einarsson varamaður
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir
Fundargerð ritaði: Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
Dagskrá

1.Menningar,- tómstundar, og íþróttanefnd - Almenn nefndarstörf

2008012

Miklar umræður sköpuðust varðandi Skjólið. Nefndin vill leggja mikla áherslu á að húsnæði Skjólsins og umbætur á því verði ofarlega á lista í fjárhagsáætlunargerð Blönduósbæjar 2022. Mikilvægt er að vinnan í sambandi við Skjólið verði unnin með framtíðarsýn félagsmiðstöðvarinnar í huga.

2.Áherslur menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd fyrir fjárhagsáætlunargerð 2022

2110019

Skjólið - Leggja þarf ríka áherslu á endurbætur á húsnæði Skjólsins.
Sparkvöllur - Kurlið á sparkvellinum er til mikils ama og er því kominn tími til að
skipta um kurlið til að bæta aðstæður vallarins.
Göngustígar - Mikilvægt er að lagfæra göngustíga og gangstéttar og gangstéttarkanta
í sveitarfélaginu. Auk þess að kortleggja og gera þau kort aðgengileg fyrir íbúa
sveitarfélagsins og ferðalanga
Leikjanámskeið - Þörf er á að setja meira fjármagn í leikjanámskeið sem að stendur
yfir sumartímann til þess að hægt sé að gera starfið enn betra.
Íþróttasvæði/fótboltavöllur - Nefndin telur það vera til betrumbóta ef að
Blönduósbær myndi setja niður gróðurbelti meðfram Holtabraut til að mynda skjól
fyrir íþróttasvæðið. Svæðið er opið og vindasamt og myndi gott skjólbelti með
hávöxnum trjám bæta svæðiði til muna.
Heilsuvöllur/ útitæki - Heilsuvöllur innan sveitarfélagsins væri skemmtileg og góð
viðbót fyrir sveitarfélagið. Þessir vellir myndu nýtast fjölmörgum aldurshópum og
væri áhugavert að skoða hvort og hvar væri hægt að koma slíkum velli fyrir innan
Blönduósbæjar.
Ungbarnaleikvöllur - Þörf er á að setja niður ungbarnaleikvöll innan
sveitarfélagsins til að koma til móts við foreldra í fæðingarorlofi sem aðra sem að
vilja nýta sér slíkann leikvöll.
Fjallahjólastígar - Fjallahjólreiðar eru sífellt að vaxa í vinsældum hér á landi og
telur nefndin að slík braut væri góð viðbót við íþrótta- og tómstundalíf
sveitarfélagsins auk þess að vera aðdráttarafl fyrir ferðalanga.
Stígur í kringum vötnin í vatnahverfi - Vatnahverfi er frábær útivistarparadís sem
væri hægt að nýta miklu betur. Nefndin telur að það væri góð byrjun að gera stíginn
í kringum vatnið aðgengilegri og betri.
Danskennsla - Eitt af því sem að vantar í íþróttalíf Blönduósbæjar, sem er samt gott
og fjölbreytt, er danskennsla. Það væri frábært skref hjá sveitarfélaginu að reyna
að búa til tækifæri fyrir fólk að stunda dans aþó svo að það væri ekki nema 2 - 3
vikur á ári.
Fræðslur og fyrirlestrar - Seinustu 2 ár hefur ekki verið hægt að vera með fræðslur
eða halda fyrirlestra vegna Covid19. Það er því uppsöfnuð þörf í samfélaginu öllu
fyrir alls konar skemmtilegar fræðslur og fyrirlestra.

3.Erindi frá Leikfélagi Blönduóss

2110021

Stjórn leikfélags Blönduóss lýsir yfir áhyggjum sínum vegna ótryggðrar aðstöðu leikfélagsins í félagsheimilinu Blönduósi til sýningarhalds þar sem ekki hefur verið lokið við endurnýjun á bíósal.
Leikfélagið skorar á Blönduósbæ að gera ráð fyri rendurnýjun á bíóstólum og lagfæringu á gólfi í bíósal í félagsheimilinu í næstu fjárhagsáætlun 2022.
Nefndin þakkar fyrir erindið og vill taka undir áherslur þess. Nefndin leggur til að farið verði í kostnaðarmat á því að skipta út stólum í bíósal, sem eru nú þegar til og laga gólf hans sem fyrsta áfanga í endurbótum á bíósal. Erindi er vísað til framkvæmdasviðs til frekari meðferðar.

4.Menningar-,íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar

2008010

Kristín Ingibjörg, menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu og verkefni líðandi stundar. Þá ber helst að nefna innleiðingarferli Heilsueflandi samfélags, nýja stundatöflu fyrir frístundastarf eldri borgara og Heilsudaga sem verða á dagskrá í febrúar.

5.FOLF völlurinn

2110020

Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd fagnar því góða skrefi fyrir Blönduósbæ að Frisbígolfvöllurinn er kominn upp og er tilbúinn til notkunnar. Nefndin vill hvetja alla bæjarbúa, nærsveitunga og ferðalanga til að nýta sér þennan flotta völl sem að eykur fjölbreytni tómstundalífs okkar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?