29. fundur 05. apríl 2017 kl. 17:00 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Bjarni Þór Einarsson skipulagsfulltrúi
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Blöndubyggð 9 - Umsókn um byggingarleyfi - Uppsetning á skiltum

1703019

Erindi frá RETRO ehf. Blöndubyggð 9. Umsókn um byggingarleyfi til að setja upp skilti við Norðurlandsveg. Umsókninni fylgir loftmynd þar sem merktar eru æskilegar staðsetningar.
Nefndin bendir á að á Blönduósi eru aðeins leyfð skilti innan viðkomandi lóðar og þá í samræmi við 2.5.1 gr. byggingarreglugerða nr 112/2012. Hægt er að sækja um stöðluð skilti hjá Vegagerðinni sem sett eru upp í samráði við Vegagerðina og Blönduósbæ við þjóðveg 1. Erindinu er því hafnað.

2.Norðurlandsvegur 3-Umsókn um byggingarleyfi-hlaða fyrir rafbíla

1703018

Erindi frá N1 og Orku náttúrunnar. Umsókn um byggingarleyfi til að setja upp hlöðu fyrir rafbíla og sérmerkt græn bílastæði á lóðinni að Norðurlandsvegi 3. Umsókninni fylgir loftmynd sem sýnir staðsetningu stæðanna og myndir af búnaði.
Nefndin samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti.

3.Fyrirspurn-Nýtt iðnaðarhús við Húnabæ

1703022

Erindi frá Stefáni G. Pálssyni. Fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að byggja nýtt iðnaðarhús í nágrenni við Húnabæ. Erindinu fylgir bréf með nánari lýsingu og loftmynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu.
Hugmyndin fellur ekki að núverandi aðalskipulagi. Nefndin telur rétt að kynna fyrirspyrjanda athafnalóðir sem nú eru í deiliskipulagsauglýsingu eða aðra staðsetningu sem er í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar.

4.Efstabraut 1 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

1703023

Erindi frá Áfangafelli ehf. Umsókn um tilkynnta framkvæmd, undanþegna byggingarleyfi til að breyta iðnaðarhúsinu að Efstubraut 1, matshluta 03 0101 í fiskbúð og fiskvinnslu fyrir búðina. Erindinu fylgir aðaluppdráttur sem gerð hjá Ráðbarði sf. af Þórey Eddu Elísdóttur verkfræðingi á ábyrgð Bjarna Þórs Einarssonar byggingartæknifræðings, teikning nr. EB101 í verki nr. 170207, dagsett 21. mars 2017.
Nefndin samþykkir útlitsbreytingu hússins fyrir sitt leyti.

5.Ámundakinn ehf. - Umsókn um lóð

1611001

Erindi frá Ámundakinn ehf. Umsókn um lóð ofan Hnjúkabyggðar 32 skv. deiliskipulagstillögu sem nú er í auglýsingu og umsagnarferli.
Valgarður Hilmarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Nýtt deiliskipulag við Hnjúkabyggð hefur verið auglýst og er umsagnarfrestur 4. maí nk. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Ámundakinn ehf. lóðinni með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B- deild Stjórnartíðinda.

6.Stekkjarvík - Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi.

1703021

Erindi frá Norðurá bs. Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir "Sölvabakki - Urðun og efnistaka". Breytingin er tilkomin vegna stækkunar á urðunarhólfi í landi Sölvabakka, landnúmer. 219375. Umsókninni fylgir deiliskipulagsuppdráttur gerður hjá Landmótun, teikning nr. D-01 í verki nr. 5604-DA13, dags. 7.12.2016. Breytingin er gerð í samráði við landeigendur Sölvabakka sem hafa fengið uppdráttinn til skoðunar og umsagnar og gera ekki athugasemdir við breytinguna.
Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu og málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.

1603014

Á 25. fundi skipulags- umhverfis- umferðarnefndar var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Brautarhvamm og gönguleið í Hrútey skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar. Jafnframt var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 26. janúar með umsagnarfresti til 9. mars 2017.

Umsögn hefur borist frá Lárusi B. Jónssyni.

Á 28. fundi frestaði skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar til næsta fundar nefndarinnar.
Nefndin samþykkir deiliskipulagið með eftirfarandi breytingum sem gerðar eru til samræmis við umsögn Lárusar B. Jónssonar:

- Á uppdrætti var svæði fyrir 1. áfanga stækkað og bætt við tveimur byggingarreitum og að ný hús geta verið á bilinu 20-56 m2.

- Í greinargerð var gerð breyting á kafla 4. Breytingar frá eldra skipulagi, þar sem lóðin var stækkuð úr 5108 m2 í 6274 m2 og fjöldi húsa fjölgað úr 9 í 11.

- Í inngang var bætt við upplýsingum um stærð deiliskipulagssvæðis.

Nefndin samþykkir jafnframt að senda deiliskipulagið til yfirferðar til Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar.

8.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.

1510002

Á 25. fundi skipulags- umhverfis- umferðarnefndar var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar og að fenginni jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan var auglýst frá 26. janúar með umsagnarfresti til 9. mars 2017.

Umsagnir hefa borist frá eftirtöldum aðilum:

Skipulagsstofnun

Veiðifélagi Laxár á Ásum

Óttari Yngvarssyni

Herði Ríkharðssyni

11 eigendum og umráðamönnum hesthúsa við Arnargerði

Sigurði Erni Ágústssyni

Aðalfundi Hestamannafélagsins Neista.

Á 28. fundi frestaði skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd afgreiðslu aðalskipulagstillögunnar til næsta fundar nefndarinnar.
Athugasemdir lúta að þrennu, hljóðvist, nálægð við reiðleiðir og eignarhald og skipulagsvald á landi.

Varðandi hljóðvist vísast til greinargerðar skipulagsfulltrúa um hljóðvistarkröfur og niðurstöður mælinga.

Varðandi nálægð við reiðleiðir þá verður ekki hjá því komist að högghljóð verði allt að 120 dB við skotvellina, en til að koma í veg fyrir fyrirvaralausa skothríð í námunda við reiðleiðir eru sett skilyrði um flöggun þegar skotæfingar standa yfir og einnig er opnunartími skotæfingasvæðisins takmarkaður allt árið og fyrirfram skilgreindur. Það er mat nefndarinnar að hljóðvist við aðstöðu hestamanna og öryggi á reiðleiðum verði viðunandi þegar fyrirhugaðar hljóðmanir hafa verið settar upp.

Varðandi eignarhald og skipulagsvald á landi er vísað tíl gildandi aðalskipulags Blönduósbæjar 2010-2030 sem afgreitt var athugasemdalaust að þessu leyti.

Í greinagerð og matslýsingu sem dagsett er 4.4.2017 hefur verið brugðist við ábendingu Skipulagsstofnunar frá 28. febrúar 2017. Nefndin samþykkir aðalskipulagstilöguna með áorðnum breytingum og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða.

9.Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskipulag

1609001

25. fundi skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skotæfingarsvæði á Blönduósi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar. Jafnframt var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 26. janúar með umsagnarfresti til 9. mars 2017.

Umsögn frá Óttari Yngvarssyni um breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 tekur til deiliskipulagstillögunnar.

Á 28. fundi frestaði Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar til næsta fundar nefndarinnar.
Varðandi umsögn Óttars Yngvarssonar er vísað til bókunar nefndarinnar við afgreiðslu um breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar hér að framan í 8. lið fundargerðarinnar. Nefndin samþykkir deiliskipulagstillöguna og málsmeðferð skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

10.RARIK - FELLSLÍNA - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1703027

Erindi frá RARIK. Umsókn um leyfi til að leggja jarðstreng frá aðveitustöð Laxárvatni að Laxá í Refasveit, samtals um 15 km. þar af 13 km. innan sveitarfélagsins Blönduós og um 4 km í landi í eigu sveitarfélagsins. Strenglögnin fylgir að mestu núverandi 11 kV loftlínu og verður línan rifin veturinn 2017-18.
Nefndin telur mikilvægt að umrædd háspennulína verði lögð í jörð. Samkvæmt gr. 10.21 í lögum um mat á umhverfisáhrifum fellur framkvæmdin í flokk B svo leita þarf umsagnar Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmdin falli undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skv. 12. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum skal framkvæmdaaðili senda Skipulagsstofnun gögn um framkvæmdina og skal stofnunin þá taka ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum innan fjögurra vikna. Nefndin samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að afgreiða framkvæmdaleyfi vegna strenglagnarinnar ef ákvörðun Skipulagsstofnunar verður sú að framkvæmdin þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Var efnið á síðunni hjálplegt?