30. fundur 17. maí 2017 kl. 17:00 - 19:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir varamaður
  • Bjarni Þór Einarsson skipulagsfulltrúi
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Starfsmenn
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Umbótaverkefni - Sjóvarnarskýrsla

1705020

Unnið er að nýrri langtímaáætlun í sjóvörnum og er óskað eftir ábendingum Blönduósbæjar vegna sjóvarna.
Yfirmaður tæknideildar fór yfir sjóvarnir í sveitarfélaginu. Umræður um sjóvarnir og fram koma að á síðasta framkvæmdatímabili var ráðist í úrbætur neðan Húnabrautar 37-39 og neðan við gamlabæinn á Blönduósi. Halda þarf áfram styrkingum á sjóvörnum við Ægisbraut. Tæknideild falið að koma ábendingum nefndarinnar á framfæri.

2.Neðri-Mýrar. Umsókn um byggingarleyfi til breytinga á fjósi og byggingar á mjólkurhúsi.

1705019

Breyta á fjósi og hlöðu að Neðri-Mýrum. Hlöðu verður breytt í fjós með legubásum og núverandi fjós verður fóðursvæði, mjaltaaðstaða, burðar- og sjúkrastíur. Byggt verður nýtt mjólkurhús í krika á milli fjós og hlöðu norðan við fjósið. Þak á hlöðu verður endurnýjað og loftræsimænir settur í þakið. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður af Magnúsi Sigsteinssyni, búfræðikandidat.
Nefndin samþykkir byggingaráformin

3.Hlíðarbraut 19. Umsókn um byggingarleyfi til breytinga á bílskúr o.fl.

1704014

Sótt er um leyfi fyrir eftirfarandi breytingum:
a) Leyfi til að breyta framhlið og þaki bílskúrs með því að taka tvær bílskúrshurðir í burtu og setja eina í stað þeirra. Breyta þaki úr portþaki í risþak. Undirrituð teikning af breytingum fylgir gerð af Guðbjarti Á. Ólafssyni, tæknifræðingi dags: 11.04.2017.
b) Leyfi til að setja hurð úr stofu íbúðarhúss út á verönd framan við það. Undirrituð teikning af breyttu útliti fylgir gerð af Guðbjarti Á. Ólafssyni, tæknifræðingi dags: 11.04.2017.
c) Leyfi fyrir 14,4m2 geymsluskúr aftan við bílskúr samkvæmt skýringarmynd.
Nefndin tekur jákvætt í breytingarnar en óskar eftir leiðréttum gögnum og afstöðumynd af lóð þar sem öll mannvirki verða að standa innan viðkomandi lóðar.

4.Brautarhvammur. Umsókn um stöðuleyfi

1704017

Blanda ehf. kt. 520308-0400 sækir um stöðuleyfi fyrir mínibragga ca. 10-12 m2 í Brautarhvammi skv. meðfylgjandi loftmynd.
Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs fyrir geymslu. Staðsetning geymslunnar verði í samráði við byggingarfulltrúa og lóðarhafa. Samþykkt með 3 atkvæðum. Jakob Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

5.Brautarhvammur 3 áfangi. Umsókn um lóð

1704016

Umsókn um lóð í "3 áfanga" í Brautarhvammi frá Blöndu ehf. kt: 520308-0400. Á lóðinni eru byggingarreitir fyrir 6 hús. Umsóknaraðli ætlar að byggja lóðina upp á næstu 10 árum.
Afgreiðslunni er frestað. Jakob Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

6.Brautarhvammur 4 áfangi. Umsókn um lóð.

1704015

Umsókn um lóð "4 áfanga" í Brautarhvammi frá Blöndu ehf. kt: 520308-0400. Á lóðinni eru byggingarreitir fyrir 5 hús. Umsóknaraðli ætlar sér að byggja lóðina upp á næstu 5 árum tvö hús verða sett niður sumarið 2017 á reiti 44 og 45.
Afgreiðslu frestað. Jakob Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

7.Deiliskipulag á Hnjúkabyggðarreit

1702005

Deiliskipulag á Hnjúkabyggðarreit hefur verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar, engar athugasemdir komu fram í auglýsingaferli á skipulaginu. Ákveða þarf götuheiti og númeraröð húsa.
Umræður um nöfn á götum. Gatan sem liggur frá Norðurlandsvegi að Þingbraut fær nafnið Túnbraut. Götur sem liggja upp frá Hnjúkabyggð tilheyra Hnjúkabyggð.

8.Húnabraut 7. Umsókn um tilkynnta framkvæmd.

1705026

Sótt er um leyfi til að setja hurð út á baklóð á hússins skv. meðfylgjandi aðaluppdætti gerðum af Helgu Guðrúnu Vilmundardóttir, arkitekt dagsett 12. apríl 2017.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

9.Brennsluofn við Húnabraut 37-39. Umsókn um breytta staðsetningu

1605027

Ósk um að færa búnað til brennslu á áhættuvefjum sem falla til við slátrun hjá fyrirtækinu. Óskað er eftir því að búnaðurinn verði færður yfir akstursleiðina sem hann stendur við núna. Meðfylgjandi er loftmynd sem sýnir núverandi staðsetningu og önnur sem sýnir nýja staðsetningu.
Nefndin samþykkir færsluna enda sé búnaðurinn staðsettur innan lóðar.

10.Fyrirspurn um nýtt iðnaðarhús við Húnabæ.

1703022

Erindi frá Stefáni G. Pálssyni. Fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að breyta aðalskipulagi og gera deiliskipulag svo hægt sé að byggja iðnaðarhús í nágrenni við Húnabæ. Erindinu fylgir bréf með nánari lýsingu og loftmynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu dagsett 14. maí 2017.
Nefndin samþykkir að taka til skoðunar að breyta aðalskipulagi vegna byggingar á iðnaðarhúsi enda beri umsækjandi kostnað af því samkvæmt gjaldskrá fyrir skipulags og byggingarmál.

11.Umræða um lausar lóðir í sveitarfélaginu

1705029

Umræða um lausar lóðir í sveitarfélaginu.
Nefndin samþykkir að auglýsa lausar lóðir í sveitarfélaginu á skipulögum svæðum bæði fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Fram komi í auglýsingunni hvaða skilmálar gilda um viðkomandi lóðir.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 17

1705004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar

13.RARIK FELLSLÍNA. Umsókn um framkvæmdaleyfi

1703027

Kynning á stöðu mála vegna langningar háspennustrengs í jörðu frá Laxárvatn að Laxá í Refasveit.
Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu málsins.

14.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.

1603014

Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 10. maí 2017
Í bréfi dagsettu 10. maí sl. gerir Skipulagsstofnun eftirfarandi athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B- deild Stjórnartíðinda:
1. Á uppdrætti er sýnt tjaldstæði við Stekkjarhvamm á svæði sem á aðalskipulagi er skilgreint sem óbyggt svæði. Deiliskipulagsbreytingin er því ekki í samræmi við aðalskipulag.
2. Athugasemd var ekki svarað á fullnægjandi hátt. Fjalla þarf um öll efnisatriði sem fram koma í athugasemdinni og veita rökstudd svör við öllum atriðum athugasemdarinnar.
3. Skilmálar eru ófullnægjandi. Ósamræmi er á milli upplýsinga sem koma fram í 4. kafla og 7. kafla hvað varðar atriði eins og hámarksflatarmál bygginga og mestu hæð veggja og mænis. Þá vantar upplýsingar um mestu mænishæð þjónustubyggingar.
Aðrar athugasemdir:
1. Leita þarf umsagna Vegagerðar vegna færslu á aðkomuvegi og Minjastofnunar Íslands vegna fornminja innan skipulagssvæðisins.
2. Fjalla þarf um líkleg umhverfisáhrif í tengslum við færslu brúar yfir í Hrútey.
3. Skilmála vantar fyrir fyrirhugaða salernisaðstöðu við Stekkjarhvamm.
4. Í greinargerð segir að á uppdrætti sé afmarkaður 360 m2
byggingarreitur fyrir grillskýli. Hann er ekki að finna á uppdætti.
5. Í greinargerð kemur fram að á lóðinni áfangi 2 séu samtals 11 hús. Miðað við afmörkun lóðar á uppdrætti eru húsin 9.
Skipulagsstofun minnir á að sveitarstjórn skal taka athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd tók bréf Skipulagsstofnunar til umræðu og felur skipulagsfulltrúa að gera úrbætur á greinargerð og uppdrætti í samráði við ráðgjafa og Skipulagsstofnun. Nefndin samþykkir að fjarlægja tjaldstæði við Stekkjarhvamm af uppdrætti.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?