36. fundur 18. desember 2017 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Deiliskipulag við Svínvetningabraut

1711002

Tillaga að deiliskipulagi fyrir gagnaver við Svínvetningabraut á Blönduósi sem samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð liggur fyrir til afgreiðslu. Tillagan er gerð hjá Landmótun ehf. dagsett 14. 12. 2017.
Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í Aðalskipulagi Blönduóss 2010 - 2030 þá samþykkir nefndin að falla frá gerð skipulagslýsingar og sérstakri kynningu á tillögunni fyrir auglýsingu sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?