38. fundur 07. febrúar 2018 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Tillaga um verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi innan Blöndu.

1511029

Greinargerð um verndarsvæði í byggð Gamli bærinn á Blönduósi innan Blöndu er nú í lokafrágangi og orðin mikil að vöxtum, samtals 237 blaðsíður. Greinargerðin er unnin hjá Teiknistofu TGJ í náinni samvinnu við heimamenn. Til fundarins eru mættir þeir Páll Líndal, Gunnlaugur Haraldsson og Bjarni Þór Einarsson. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, fór yfir forsendur tillögunnar, varðveislumat og skilmála um verndun og uppbyggingu.
Nefndin lýsir ánægju sinni með vel unnið verk og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016.

Gestir fundarins viku af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.

2.Brimslóð 10c

1710013

Umsókn frá Brimslóð ehf. vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Umsóknin er í 3 liðum.
A. Umsókn um niðurrif geymslu að Brimslóð 10C, fastanúmer 213-7305.
B. Umsókn um stækkun lóðar að Brimslóð 10a og 10c skv. meðfylgjandi teikningu.
C. Umsókn um byggingarleyfi fyrir hús á lóð Brimslóðar 10c. Um er að ræða byggingu sem mun hýsa 5 herbergja gistihús. Flatamál 146,4 fm.
Með umsókninni fylgja teikningar unnar hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, af Atla G. Arnórssyni. Nr uppdrátta eru T-100, T-101, T-102 og T-103, dagsett 30.01.2018.
Nefndin leggst ekki gegn því að undirbúningi verði haldið áfram með þeim fyrirvara um að endanleg afgreiðsla frestað þar til afgreiðslu tillögu um verndarsvæði í byggð er lokið. Einnig er vísað til fyrri bókunnar nefndarinnar.

Nefndin er jákvæð fyrir því að taka til skoðunar byggingarhugmyndir og stækkun á lóð Brimslóðar 10A og 10C. Inní þá umræðu þarf að taka niðurstöðu úr þeirri vinnu sem verndarsvæði í byggð leiðir af sér auk þess sem uppfylla þarf skipulagslög og fylgja þeim við úrlausn erindisins. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða nánar við bréfritara og að erindið verði skoðað í vinnunni um verndarsvæðið.

3.Deiliskipulag við Svínvetningabraut

1711002

Deiliskipulag vegna gagnavera við Svínvetningabraut. Farið yfir athugasemdir og umsagnir sem borist hafa.
Deiliskipulag fyrir gagnaver á Blönduósi var auglýst frá 21. desember 2017 til 1. febrúar 2018. Engar athugasemdir bárust við tillöguna en umsagnir frá Vegagerðinni, Minjastofnun, Skipulagsstofnun, Landsneti, Ferðamálastofu, RARIK og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Skipulagsfulltrúi fór yfir umsagnirnar og það með hvaða hætti verði brugðist við þeim.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar í samræmi við umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Umsókn um lóð - Arnargerði 14

1801001

Erindi frá Páli Marteinssyni, umsókn um lóð fyrir hesthús að Arnargerði 14, hesthúsið mun rúma 10 hesta og stærð þess verður um 8x14 metrar, vegghæð um 2,7 metrar og þakhalli 20°. Áætlað er að hefja framkvæmdir í vor og ljúka framkvæmdum á 2 árum.
Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Páli Marteinssyni lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan tólf mánaða frá lóðarúthlutun.

5.Húnabær - Nýtt iðnaðarhús

1703022

Aðalskipulagsbreyting. Lýsing fyrir breytingu á þéttbýli Blönduósbæjar, Iðnaðarsvæði við Húnabæ.
Nefndin samþykkir að lýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar verði send Skiplagsstofnun og umsagnaraðilum til umsagnar og á sama tíma verði hún auglýst til að gefa almenningi tækifæri á að gera athugasemdir við lýsinguna skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

6.Brautarhvammur breyting á deiliskipulagi

1802001

Blanda ehf. óskar eftir stækkun á byggingarreit nr. 45 í 4 áfanga í Brautarhvammi. Reiturinn verði 9x13 metrar í stað 7x8 metrar. Byggingarreiturinn er of lítill fyrir þau byggingaráform sem áætluð eru á reitnum.
Zophanías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda fellur nefndin frá því að breytingin sé grendarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjandi greiðir er allan kostnað við gerð á deiliskipulagsbreytingunni.
Samþykkt með 4 atkvæðum

7.Umsókn um lóð vegna gagnavera

1802007

Erindi frá Borealis Data Center ehf., umsókn um lóðir fyrir gagnaver á svæði sem er í skipulagsferli við Svínvetningabraut, fyrsta húsið verður stálgrindarhús á steyptum sökkli klætt með samlokueiningum. Húsinu verður um 16x40 m og 640 fermetrar að stærð. Næsta hús verður um 12x48m að stærð eða um 580m2. Þessi hús verða byggð á þessu ári. Áætlað er að byggja fleiri hús á lóðunum á næstu árum.
Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið auglýst og er umsagnarfrestur liðinn. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Borealis Data Center ehf. lóðinni með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B- deild Stjórnartíðinda. Ef framkvæmdir verða ekki hafnar innan 12 mánaða frá lóðarúthlutun fellur hún aftur til sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?