39. fundur 07. mars 2018 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Deiliskipulag við Svínvetningabraut

1711002

Farið yfir stöðu mála. Ákveða þarf götuheiti og húsnúmer á svæðinu.
Deiliskipulagið er til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og verður auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þegar það liggur fyrir.
Nefndin leggur til að gatan heiti Gagnagerði.

2.Brautarhvammur breyting á skipulagi

1802001

Í síðasta fundi nefndarinnar óskaði Blanda ehf. eftir stækkun á byggingarreit nr. 45 í 4 áfanga í Brautarhvammi. Reiturinn verði 9x13 metrar í stað 7x8 metrar. Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögur að stækkun á reitum á svæðinu.
Nefndin telur að æskilegt sé að reitir nr. 43 og nr. 44 verða einnig lengdir á sama tíma til suðurs og að reit nr. 41 verði hliðrað til suð-austurs svo að reitur nr. 43 rúmist betur. Reitur nr. 45 er stækkaður úr 56m2 í 117m2 skv. umsókn. Þessi breyting er gerð skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að ekki þurfi að grendakynna breytinguna í samræmi við 3. málsgrein í grein nr. 44. í skipulagslögum þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

3.Skipulagsmál

1803001

Umræður um skipulagsmál sveitarfélagsins
Nefndin telur brýnt að unnið verði deiliskipulag af gamla bænum og að hafist verði handa við undirbúning þess. Það er mikilvægt að hraða þeirri vinnu þannig að hægt sé að vinna að framkvæmdum á svæðinu og skoða mögulega aðkomu sveitarfélagsins að þeirri vinnu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samið verði við ráðgjafa um þá vinnu.

4.Skagafjörður - Aðalskipulagsbreyting

1803006

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 23. janúar 2018 að kynna vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Hægt er að nálgast uppdrætti og greinargerð á heimasíðu Skagafjarðar.
Tillagan var lögð fram og gerir nefndin ekki athugasemdir við hana.

5.Urðarbraut 16 - Umsókn um stöðuleyfi

1803002

Ingunn Lilja Hjaltadóttir óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám í innkeyrslu að Urðarbraut 16, fyrir framan bílskúrinn á meðan endurbætur á bílskúrnum að innan standa yfir.
Nefndin samþykkir stöðuleyfi til 8. mánaða.

6.Umsókn um lóð - Hnjúkabyggð 29

1803003

Erindi frá Uppbygging ehf, umsókn um lóð fyrir fjölbýlsihús að Hnjúkabyggð 29, í húsinu verða 20 íbúðir af misjöfnum stærðum. Áætlað er að hefja framkvæmdir með vorið 2018 og ljúka framkvæmdum á 12 mánuðum.
Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Uppbygginu ehf. lóðinni samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir verða ekki hafnar innan 6 mánaða frá lóðarúthlutun og þeim lokið 12 mánuðum síðar.

7.Ennisbraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi

1803005

Húnaborg ehf, sækir um byggingarleyfi til byggingar á 360 m2 iðnaðarhúsnæði að Ennisbraut 5, Blönduósi. Um er að ræða nýtt iðnaðarhúsnæði sem skiptist upp í 5 bil. Húsið er límtréshús á staðsteyptum sökkli og klætt með steinullareiningum. Byggingin er sýnd á meðfylgjandi aðaluppdrætti.
Húsið er sýnt innan byggingarreits og nær ekki hámarksnýtingarhlutfalli lóðar. Nefndin samþykkir bygginaráformin.

8.Samþykkt um umferðarskilti

1502012

Tillaga að samþykktum um umferðarmerki á Blönduósi.
Farið yfir tillögu að reglum um umferð á Blönduósi. Fram kom tillaga um að setja biðskyldumerki á götur sem liggja að Mýrarbraut. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, einn greiddi atkvæði gegn breytingunni og einn var fjarverandi við afgreiðsluna. Samþykkt að fela byggingarfulltrúa að uppfæra skjalið og senda tillöguna til staðfestingar í sveitarstjórn og í framhaldi af því mun lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra auglýsa tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda. Afgreiðslan var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Einn var fjarverandi.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?