42. fundur 30. maí 2018 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Umsókn um lóð - Smárabraut 14-16

1805024

Erindi frá Blöndu ehf, umsókn um lóð fyrir parhús að Smárabraut 14-16, parhúsið mun verða um 300 fm að stærð og skiptist í tvær íbúðir með innbyggðum bílskúr. Framkvæmdarhraði er innan skilmála í reglum um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum.
Jakob Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Blöndu ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðarumsækjandi óskar eftir að lóðin falli innan auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

2.Umsókn um lóð - Sunnubraut 5

1805025

Erindi frá Mýrarbraut 23 ehf., umsókn um lóð fyrir einbýlsihús að Sunnubraut 5, íbúðarhúsið mun verða um 150 fm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Framkvæmdarhraði er innan skilmála í reglum um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum.
Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Mýrarbraut 23 ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðarumsækjandi óskar eftir að lóðin falli innan auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018. Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um tilkynnta framkvæmd - Rif á eldri sundlaug og sundlaugarbyggingu

1805023

Erindi frá Blönduósbæ þar sem óskað er eftir að rífa gömlu sundlaugina og húsið sem byggt var yfir hana að Húnabraut 2A.
Nefndin samþykkir að leyfa niðurrif byggingarinnar og að förgun verði í samræmi við lög og reglur.

4.Umsókn um stöðuleyfi - Á gámi og brennsluturni til brennslu á hauggasi

1805022

Erindi frá Norðurá bs. um stöðuleyfi fyrir gám og brennsluturni til brennslu á hauggasi á urðunarsvæðinu í Stekkjarvík.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leiti. Þar sem ekki hefur borist umsögn frá heilbrigðiseftirliti mun stöðuleyfi verða veitt við jákvæða umsögn frá þeim.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Hlíðarbraut 20

1805021

Erindi frá Sveinbirni R. Einarssyni um byggingarleyfi til að breyta þaki bílskúrs að Hlíðarbraut 20 úr flötu þaki í risþak. Meðfylgjandi eru teikningar gerðar af Guðbjarti Ólafssyni, byggingartæknifræðingi, teikningar nr. 001,002,og 003.
Nefndin samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að ganga frá breytingu á lóðarleigusamningi milli Hlíðarbrautar 20 og 22.

6.Umsókn um byggingarleyfi - Húnabær

1805020

Erindi frá Stebba Páls ehf. sem óskar eftir byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsi við Húnabæ. Meðfylgjandi teikningar unnar af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðings, teikningar nr.A-100 og A-101.
Verið er að breyta aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 á þessu svæði og mun svæðið verða athafnarsvæði. Grendarkynna þarf byggingaráformin þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu. Grendarkynningin skal taka til nærliggjandi húss sem stendur á ræktuðu landi nr. 74 landnúmer L145230 og til ræktaðs landi nr. 74 landnúmer L145229 sem lóðin verður stofnuð útúr. Fyrirvari er gerður á að breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 sem nú er í auglýsingarferli verði samþykkt af Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða.

7.Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi.

1511029

Farið yfir stöðu verkefnisins.
Nefndin samþykkir tillögu að Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn og Klifamýri á Blönduósi og mælir með því við sveitarstjórn að afgreiða tillöguna til staðfestingar ráðherra. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?