43. fundur 11. júlí 2018 kl. 16:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson varamaður
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Kosningar

1807023

Kjósa þarf formann og varaformann nefndarinnar.
Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri bauð fundarmenn velkomna og lagði fram tillögu um að formaður væri Zohonías Ari Lárusson. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.
Fram kom tillaga um Arnrúnu Báru Finnsdóttur sem varaformann. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.
Valgarður Hilmarson vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.

2.Sunnubraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi

1807013

Erindi frá Mýrarbraut 23 ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi og bílskúr úr timbri á steyptum sökkli. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi. Teikningar nr. 100 og 101 dags. 4. júli 2018.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

3.Sunnubraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi

1807012

Erindi frá Ingólfi Daníel Sigurðssyni. Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi og bílskúr úr timbri á steyptum sökkli. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðssyni. Teikningar nr. A-101- A-105. dags. 26. júní 2018.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

4.Húnabraut 2a Grunnskóli - Umsókn um byggingarleyfi

1807018

Erindi frá Blönduósbæ. Umsókn um byggingarleyfi fyrir að breyta hluta af eldri búningsklefum í smíðastofu auk stækkunar. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Form ráðgjöf ehf. unnið af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt. Teikningar nr. 200 og 203 dags. 14. júní 2018.
Nefndin samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti.

5.Hnjúkabyggð 42 Umsókn um rif.

1807019

Erindi frá Blönduósbæ. Umsókn um leyfi til niðurrifs á þvottaplani við ÓB sem víkur fyrir nýrri götu.
Nefndin samþykkir niðurrifið.

6.Sunnubraut 19 og 21 - Umsókn um lóð

1807020

Erindi frá Stíganda ehf., umsókn um lóð fyrir parhús á Sunnubraut 19 og 21, parhúsið verður í svipuðum stíl og húsið sem Stígandi byggði að Smárabraut 6 og 8 árið 2007. Húsið verður um 240 m2 byggt úr timbri á steyptum sökkli.
Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Stíganda ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.

7.Smárabraut 18 og 20 - Umsókn um lóð

1807021

Erindi frá Stíganda ehf., umsókn um lóð fyrir parhús eða raðhús á Smárabraut 18 og 20, parhúsið/raðhúsið verður í svipuðum stíl og húsið sem Stígandi byggði að Smárabraut 6 og 8 árið 2007. Húsið verður byggt úr timbri á steyptum sökkli. Um er að ræða tvær einbýlishúsalóðir sem umsækjandi vill sameina í eina par- eða raðhúsarlóð.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælir með óverulegi breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðunum verði breytt úr 2 einbýlishúsalóðum í eina raðhúsalóð. Skipulagsbreytingin verði með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin þarf að ná til eiganda húsa við Smárabraut. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Stíganda ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
Nefndin vekur athygli á að breyting á skipulagi er á kostnað umsækjanda.

8.Smárabraut 19-25 umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

1807017

Erindi frá Húnaborg ehf., umsókn um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Smárabraut 19-25 þar sem gert er ráð fyrir 4 íbúðum skv. núgildandi skipulagi en verður gert ráð fyrir 8 íbúðum eftir breytingu og hver íbúð verði tveggja herbergja og innan við 60 fermetrar. Meðfylgjandi er uppdráttur unnin af K.J. hönnun ehf. af Kjartani Rafnssyni dags 9. júlí 2018.
Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í 6-8 íbúða raðhús sem verði með tvö bílastæði við hverja íbúð. Skipulagsbreytingin verði með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin þarf að ná til eiganda húsa við Smárabraut sem og húseiganda við Skúlabraut 22. Nefndin vekur athygli á að breyting á skipulagi er á kostnað umsækjanda.

9.Húnabær - Nýtt iðnaðarhús

1703022

Aðalskipulagsbreyting. Samþykkt var á fundi nefndarinnar 4. apríl síðasliðinn að gera breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 í þéttbýlinu á Blönduósi við Húnabæ sem stendur efst við Þingbraut. Auglýsingartími er liðinn og engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu og senda það til Skipulagsstofnunar til samþykktar.

10.Gangstétt um Sunnubraut og Holtabraut að leikskóla

1807022

Erindi frá Steinunni Huldu Magnúsdóttir. Foreldrar í svokallaðri neðri byggð (Mýrarbraut, Sunnubraut, Skúlabraut og fl.) hafa enga gagnstétt til að ganga eftir með börn sín á leið upp í efri byggð (leikskóla). Við leggjum hart við börnin okkar að ganga/hjóla á gangstéttinni en þau hafa ekkert val á þessarri leið auk þess sem leiðinlegt blindhorn er á þessum umræddu götum.
Nefndin þakkar Steinunni fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að gera úrbætur fyrir gangandi vegfarendur á milli hverfanna og að gerðar verði lagfæringar á blindhorni á gatnamótum Holtabrautar og Sunnubrautar. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs.

11.Umhverfisviðurkenning 2018

1807014

Nefndin þarf að gera tillögu um umhverfisviðurkenningar Blönduósbæjar 2018.
Nefndin fór í vettvangsferð til að skoða garða og verða tillögur nefndarinnar bókaðar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?