50. fundur 16. janúar 2019 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

1812018

Erindi frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Meðfylgjandi er greinargerð og uppdrættir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 4. febrúar 2019.
Blönduósbær gerir ekki athugasemdir við breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

2.Deiliskipulag á nýjum íbúðarlóðum

1810031

Fyrir fundinum ligguja drög að deiliskipulagstillögum á svæðum A-B og C. Tillögurnar eru gerðar af Landmótun sf. Dagsettar 14.01.2019.
Farið yfir tillögur og skipulagsfulltrúa falið að láta uppfæra deiliskipulagsgögn.

3.Gamli bærinn deiliskipulag.

1810030

Fyrir fundinum liggja fyrstu drög að deiliskipulagstillögu af gamla bænum á Blönduósi. Tillögurnar eru gerðar af Landmótun sf. dagsettar 14.01.2018.
Farið yfir fyrstu drög af deiliskipulagi. Umræður urðu um skipulagið og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu með skipulagsráðgjafa. Nefndin telur að réttast sé að kalla til íbúafundar um skipulagið og í framhaldi af því mun skipulagsfulltrúi funda með fasteignaeigendum.

4.Brautarhvammur gisti- og þjónustuhús - Umsókn um byggingarleyfi

1901011

Eridni frá Blöndu ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir gisti- og þjónustuhúsnæði í Brautarhvammi. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Riss verkfræðistofu. Nr. uppdrátta er A101 dags. 08.01.2019.
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika. Nefndin samþykkir byggingaráformin.

5.Könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla.

1812011

Erindi frá Stofnun Árna Magnússonar. Könnun á nafngiftum býla frá 15. mars 2015.
Farið yfir málið og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

6.Fálkagerði 1- Umsókn um byggingarleyfi

1810023

Erindi frá BDC North ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsi við gagnaverið að Fálkagerði 1. Húsið er úr krosslímdu límtré klætt með áli. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem eru lagðir fram af Lotu ehf. unnir af Maríu Guðmundsdóttur. Áður hafa verið samþykkt byggingaráform af 6 húsum fyrir tölvur, tengigangi og þjónstuhúsi sem nú tekur breytingum.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?