54. fundur 03. apríl 2019 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Brimslóð 8 - Umsókn um byggingarleyfi

1902019

Niðurstaða grendarkynningar
Tvær athugasemdir bárust og snéru þær báðar að bílastæðinu.
1. Færa bílastæðið og aðkoma væri að suðvesturhlið hússins.
Nefndin getur ekki fallist á þá athugasemd þar sem það þarf að fara í gegnum aðra lóð til að komast að suðvesturhlið hússins.
2. Athugasemd kom fram um stærð og staðsetningu bílastæðisins. Nefndin fellst ekki á þessa athugasemd þar sem bílastæði þurfa að vera innan lóðar og er þetta eina aðkomuleiðin að húsinu. Nefndin telur að staðsetning þeirra hafi ekki áhrif á sjónlinu nálægra húsa. Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdunum.

2.Þverbraut 1 - Smíðastofa. Umsókn um byggingarleyfi

1902021

Niðurstöður grendarkynningar kynntar.
Engar athugasemdir bárust við grendarkynningunni.

3.Hnjúkabyggð 29. Umsókn um byggingarleyfi

1901017

Umsókn um byggingarleyfi frá Uppbygging ehf. kt. 471113-1230 fyrir fjölbýlishús að Hnjúkabyggð 29. Húsið er 5 hæðir auk kjallara. Heildarstæð þess er 1.829,7 m2 með 20 íbúðum. Húsið er á steyptum kjallara og forsteyptum útveggjum.
Óskað er eftir að víxla á staðsetningu byggingarreits og bílastæðis á lóðinni. Ástæðan fyrir því er ósk um að koma í veg fyrir að það bílastæðin myndi eitt stórt bílastæðisflæmi. Leiksvæði á lóð verður við það suðvestan megin hússins og fjær bílastæðum hússins. Óskað er eftir því að byggingarreitur verði færður samkvæmt teikningu í umsókn ASK. Byggingarmagn er einnig aukið miðað við deiliskipulagið en það er allt neðanjarðar. Meðfylgjandi eru umsókn og aðaluppdráttur gerður af ASK arkitektar dagsettur 08.03.2019
Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi skv. umsókn. Byggingarreitur verður færður og byggingarmagn aukið um 280 m2 og er það neðanjarðar. Grendarkynna þarf breytinguna eigendum Hnjúkabyggðar 27. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu.

4.Melabraut 5 - Umsókn um byggingarleyfi

1903026

Erindi frá Birni Svani Þórissyni og Hönnu Kristínu Jörgensen. Umsókn um byggingarleyfi. Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsinu að Melabraut 5, bæði innan dyra sem utan, skv. meðfylgjandi teikningu nr. 190302-BM 05001 gerðri hjá Ráðbarði sf. af Bjarna Þór Einarssyni byggingartæknifræðingi dagsett 27. mars 2019. Einnig er meðfylgjandi umsóknar- og skráningarblað.
Nefndin samþykkir byggingaráform.

5.Stekkjavík-aukin urðun - Tillaga að matsáætlun

1904001

Erindi frá Skipulagsstofnun sem óskar eftir umsögn um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun vegna Urðunarstaðsins í Stekkjavík - Aukin urðun.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna eins og hún er lögð fram.

6.Aðalskipulagsbreyting vegna íbúðabyggðar

1903009

Lagt er fyrir svar Skipulagsstofnunar um óverulega aðalskipulagsbreytingu vegna íbúðabyggðar á svæðum A, B og C.
Skipulagsstofnun fellst ekki að þetta sé óveruleg breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030.
Lögð eru fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 gerð af Landmótun.
Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagslýsinguna skv. 30-32 gr. skipulagslaga nr. 122/2010.

7.Umsókn um byggingarleyfi

1904002

Erindi frá Blönduósbæ um viðbyggingu við Blönduskóla. Um er að ræða viðbyggingu sem leggst upp að núverandi skólabyggingu á tvo vegu. Núverandi sundlaugarhús og hluti búningsklefa er rifinn til að rúma viðbygginguna. Í viðbyggingunni eru rými fyrir heimilisfræði, listgreinar- og smíðakennslu. Auk þess er geymsla og tæknirými í kjallara undir hluta viðbyggingarinnar. Húsið er uppsteypt með Lett-Taks þakeiningum á þaki. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður af Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf. dags. 20. mars 2019.
Nefndin samþykkir byggingaráformin, viðbyggingin er ekki talin hafa áhrif á aðra en sveitarfélagið sjálft og því fallið frá grendarkynningu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?