55. fundur 02. maí 2019 kl. 17:00 - 17:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Vegagerðin - Framkvæmdir við brú yfir Blöndu

1904019

Lagt fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni vegna umsagnar um framkvæmdir við Blöndubrú. Áætlaður verktími er frá byrjun júlí til 15. október og verður umferð ljósastýrð, umferð gangandi vegfarenda verður tryggð.
Nefndin telur framkvæmdirnar mikilvægar til styrkingar á brúnni og til aukins öryggis fyrir umferð og gangandi fólk. Nefndin telur brýnt er að tryggja öryggi og umferð gangandi vegfarenda á framkvæmdatímanum.

2.Brautarhvammur - Umsókn um byggingarleyfi - hús nr. 42 og 43

1904023

Umsókn frá Blöndu ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir tvö 16 m2 frístundarhús úr bjálkum húsin verða nr. 42 og 43 á lóð í Brautarhvammi 4. Meðfylgjandi er umsókn og aðaluppdráttur gerður af RISS verkfræðistofu dags. 16.04.2019
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika.

Nefndin getur ekki fallist á að hvert hús verði 16 m2 á byggingarreit í stað 56 m2 sem er uppgefið lágmarksbyggingarmagn í deiliskipulagi og hafnar því erindinu samhljóða.

3.Aðalskipulagsbreyting vegna íbúðabyggðar

1903009

Tekin er fyrir aðalskipulagsbreyting vegna íbúðabyggðar, fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar ásamt greinargerð unnin af Landmótun.
Skipulagslýsing liggur fyrir og hefur verið auglýst. Engar athugasemdir né umsagnir bárust ef frá er talin jákvæð umsögn frá Skipulagsstofnunar. Greinargerðin hefur verið uppfærð í samræmi við óskir Skipulagsstofnunar og er hún lögð fram. Nefndin samþykkir tillöguna að aðalskipulagsbreytingunni og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu skv. skipulagslögum. Aðalskipulagsbreytingin verður því næst auglýst samhliða auglýsingu á deiliskipulagi af svæðinu.

4.Deiliskipulag á nýjum íbúðarlóðum

1810031

Lögð er fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi á íbúðarsvæði norðan leikskóla og sunnan Ennisbrautar á Blönduósi. Meðfylgjandi er tillagan sem samanstendur að greinargerð og skipulagsuppdrætti unnin af Landmótun dags. 12. febrúar 2019. Við gerð á deiliskipulagi þessu verður samhliða gerð breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030.
Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Blönduóss 2010 - 2030 þá samþykkir nefndin að falla frá gerð skipulagslýsingar. Kynning á tillögunni fór fram 20. febrúar síðastliðinn. sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða deiliskipulagstillögunnu er gerð breyting á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030.
Nefndin hafði áður samþykkt að gata norðan leikskóla heiti Fjallabraut og ný gata á túnum þar fyrir norðan heiti Lækjarbraut.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Var efnið á síðunni hjálplegt?