60. fundur 11. nóvember 2019 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Vegagerðin - Ósk um að námur verði settar inn á aðalskipulag

1909004

Erindi frá Vegagerðinni. Umsókn um að setja 3 námur inn á aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030. Námurnar eru vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Þverárfjallsveg. Unnið er að mati á umhverfisáhrifum vegarins og eru námurnar hluti af þeirri vinnu. Meðfylgjandi er umsókn sem og námukort.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki landeigenda. Umsóknaraðili ber kostnað af skipulagsbreytingunni.

2.Sölvabakki - náma á aðalskipulag

1910016

Erindi frá Önnu Margréti Jónsdóttir eigandi jarðarinar Sölvabakka óskar eftir því að malarnáma í landi Sölvabakka verði sett inn á aðalskipulag Blönduósbæjar. Meðfylgjandi er umsókn og uppdráttur af svæðinu.
Nefndin samþykkir erindið. Umsóknaraðili ber kostnað af skipulagsbreytingunni.

3.Sunnubraut 6 - Umsókn um byggingarleyfi til byggingar á bílskúr

1910015

Erindi frá Grími Rúnari Lárussyni. Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr. Meðfylgjandi er umsókn og teikningar gerðar af Guðbjarti A. Ólafssyni byggingatæknifræði, dags. 15.10.2019.
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Húsbyggingin fellur að skipulagi svæðisins og nefndin samþykkir byggingaráformin.

4.Brekkubyggð 15 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

1911001

Erindi frá Ágústi Þór Bragasyni. Umsókn um tilkynnta framkvæmd að Brekkubyggð 15. Um er að ræða stækkun á gluggagati og rennihurð sett í staðin. Færa á núverandi eldhús til innan hússins skv. meðfylgjandi teikningum, gerðum að Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá from ráðgjöf ehf. nr 101 og 102 dags 10.10.2019.
Ágúst Þór Bragason vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Nefndin samþykkir erindið

5.Bréf frá Samgöngustofu - umferðarhraði

1911013

Erindi frá Samgöngustofu um umferðarmál. Samkvæmt 37. grein nýrra umferðarlaga sem taka gildi 1. janúar 2020 skal hámarksökuhraði tilgreindur í heilum tugum, að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst.
Nefndin samþykkir að breyta umferðarhraða á götum sem hafa 35 km hraða í 30 km hraða.

6.Umræður um störf byggingaryfirvalda

1906022

Rafrænt byggingarleyfi, byggingarfulltrúi fór yfir hvernig hægt verður að sækja um rafrænt byggingarleyfi frá næstu áramótum.
Byggingarfulltrúi kynnti og fór yfir hvernig sótt er um rafrænt byggingarleyfi vegna framkvæmda á heimasíðu Mannvirkjastofnunar. Almennar umræður urðu um störf byggingarfulltrúa og málsmeðferð byggingarleyfa.

7.Gamli bærinn deiliskipulag.

1810030

Lögð eru fram vinnugögn vegna vinnu við deiliskipulag í gamla bænum.
Umræður urðu um vinnu við deiliskipulagið og nýtingu svæðisins.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?