70. fundur 03. febrúar 2021 kl. 16:00 - 17:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason, fundarritari
Dagskrá

1.Lóðarblað fyrir kirkjugarðinn

2102006

Skipulagsfulltrúi leggur fyrir lóðarblað vegna kirkjugarðsins á Blönduósi. Meðfylgjandi eru drög af lóðarblaði.
Nefndin samþykkir lóðarblaðið.

2.Umsókn um tilkynnta framkvæmd

2102005

Erindi frá Sonju Suska, umsókn um tilkynnta framkvæmd þar sem breyta á bílskúr í íbúð. Meðfylgjandi er teikning gerð af Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 25. janúar 2021.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi húsum sem eru Mýrarbraut 1,2,4,5,og 6 ásamt húsum við Húnabraut 10 og 12.

3.Miðholt - Umsókn um lóð

2102004

Erindi frá Jóni Árnasyni f.h. óstofnaðs hlutafélags, umsókn um lóð á deiliskipulögðu svæði á Miðholti fyrir atvinnuhúsnæði sem rúma á ýmsa starfsemi. Hefjast á handa í vor og ljúka framkvæmdum næsta sumar. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir byggingaráform, afstöðumynd, þríviddarmyndir unnið af S.S.Á. Teiknistofu.
Umrædd lóð er á deiliskipulögðu svæði við Norðurlandsveg sem er skv. skipulagi ætluð fyrir verslun og -þjónustu. Samráð þarf að hafa um bráðabirgðavegtengingu inná lóðina meðan ekki er gengið frá endanlegri vegtengingu. Lóðarúthlutuninni er vísað til afgreiðslu byggðaráðs.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?