73. fundur 05. maí 2021 kl. 16:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Fagranes - Umsókn um stofnun lóðar

2105001

Erindi frá Jóni Inga Guðmundssyni og Jakobínu Björgu Halldórsdóttur, umsókn um stofnun á nýrri lóð út úr jörðinni Fagranes nr. 145419. Ný lóð verður 7.280m2 að stærð. Hnitsettur afstöðuuppdráttur fylgir umsókninni gerður af Önnu Margréti Jónsdóttur dags 03. maí 2021. Á nýrri lóð stendur einbýlishús sem byggt var árið 1936 merking 03-0101. Hlunnindi munu tilheyra jörðinni sem og lögbýlisréttur eins og verið hefur.
Nefndin samþykkir stofnun lóðarinnar

2.Beiðni um umsögn vegna aðalskipulagsbreytingar

2105002

Beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2024. Um er að ræða nýtt svæði á Grímstungu og Haukagilsheiði fyrir gangnamannaskála. Meðfylgjandi er greinargerð og skipulagskort unnið af Landmótun. Dags. 12.03.2021 með breytingu dags. 16.04.2021.
Nefndin gerir ekki athugasemd við breytinguna.

3.Gönguleiðir

2004017

Umræður um skipulag á göngu-, hjóla- og reiðstígum í þéttbýlinu og í næsta nágrenni.
Nefndin leggur til að tekið verði upp samtal við hagsmunaaðila um reiðleiðir og göngu- og hjólreiðastíga í og við þéttbýlið á Blönduósi. Skipulagsfulltrúi vinnur áfram að verkefninu ásamt nefndinni.

4.Aðalgata 21 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

2105007

Erindi frá Eyþór Franzsona Wechner, umsókn um að stækka þakkant á húsinu að Aðalgötu 21. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu gerðum af Stefáni Árnasyni dags. 21.03.2021.
Nefndin samþykkir byggingaráformin

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?