76. fundur 03. nóvember 2021 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Zophonías Ari Lárusson formaður
 • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
 • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
 • Lee Ann Maginnis varamaður
 • Atli Einarsson varamaður
Starfsmenn
 • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
 • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Efstabraut 3, nýtt lóðarblað

2111002

Skipulagsfulltrúi leggur fram nýtt lóðarblað fyrir Efstubraut 3. Milli Melabrautar 25 og Efstubrautar 3 kemur 4 metra breið gönguleið. Einnig verður hægt að koma fyrir gönguleið milli Efstubrautar 3 og Efstubrautar 5. Lóðinn heldur sömu stærð.
Nefndin samþykkir lóðarblaðið.

2.Umsókn á tæknisviði

2111003

Erindi frá Tækjaþjónustinni Drætti ehf. Umsókn um að setja skjólvegg allt að 2m háan á lóðarmörk samkvæmt nýju lóðarblaði og uppdrætti. Veggurinn verður úr timbri 15x150mm og borið á það, til styrkingar á veggnum verður tekið V í hann á hverjum 4m og hægt verður að gróðursetja plöntur að utanverðu.
Nefndin samþykkir umsóknina.

3.Smárabraut 18-20 - Umsókn um lóð

2111004

Lóðarumsókn frá Blöndu efh. sem sækir um lóðirnar Smárabraut 18 og 20 til að byggja parhús eins og það sem er verið að byggja á Smárabraut 14-16. Hvor íbúð fyrir sig er 150 m2, húsið er timburhús byggt á steyptum sökkli.
Húsið verður byggt á þeim hraða að það verði innan þeirra marka sem fjallað er um í auglýsingu um niðurfellingu á gatnagerðargjaldi fyrir viðkomandi svæði.
Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar. Lóðirnar eru skipulagðar sem einbýlishúsalóðir en hægt er að gera óverulega breytingu á skipulagi lóðanna þar sem byggingarmagn fer ekki upp fyrir það sem kemur fram í skipulagi. Grenndarkynna þarf breytinguna fyrir eftirfarandi húsum Smárabraut 19-27 og Sunnubraut 21-25. Umsækjandi er eigandi samliggjandi lóðar við Smárabraut 16. Erindinu er vísað til afgreiðslu byggðaráðs.

4.Þverárfjallsvegur - vinnubúðir, umsókn um stöðuleyfi

2111001

Erindi frá Skagfirskum verktökum. Umsókn um byggingarreit og stöðuleyfi fyrir vinnubúið vegan vinnu við Þverárfjallsveg og Skagastrandarveg. Um er að ræða byggingarreit sem er 36x80m fyrir vinnubúðir frá hausti 2021 til vors árið 2024. Meðfylgjandi er afstöðumynd gerð af Braga Þór hjá Stoð verkfræðistofu dag. 1. nóv 2021. sem sýnir vinnubúðalengju 7,6x60m sem verður svefnálma og norðan við hana verður mötuneyti og matsalur sem ekki er enn fullmótað. Einnig verður forstofa, skrifstofu- og fundaraðstaða og áhaldageymslur á svæðinu. Athafnasvæðið í heild sinni er 9.719 m2. Fyrir liggur samþykki landeiganda.
Nefndin samþykkir staðsetningu og stöðuleyfi á vinnubúðunum fyrir sitt leyti.

5.Húnabraut 6 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

2111005

Erindi frá Félagsheimilinu á Blönduósi ehf. Sótt er um leyfi til að endurnýja fjórtán glugga og loka átta þeirra á norðurhlið hússins. Jafnframt er aðliggjandi útveggir klæddir með Virox plötum. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt dags. 27.10.2021.
Nefndin samþykkir erindið.

6.Aðalskipulagsbreyting vegna íbúðabyggðar

1903009

Tekið er fyrir breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Um er að ræða breytingar vegan íbúðarbyggðar á reit A, B og C í skipulaginu. Skipulagsstofnun hefur heimilað að auglýsa skipulagsbreytinguna.
Nefndin hefur áður samþykkt breytingartillöguna og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu skv. skipulagslögum. Deiliskipulag af svæðinu verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

7.Deiliskipulag á nýjum íbúðarlóðum

1810031

Lögð er fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi á íbúðarsvæði norðan leikskóla og sunnan Ennisbrautar á Blönduósi. Meðfylgjandi er tillagan sem samanstendur að greinargerð og skipulagsuppdrætti unnin af Landmótun dags. 12. febrúar 2019. Við gerð á deiliskipulagi þessu verður samhliða gerð breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030.
Nefndin hefur áður samþykkt deiliskipulagið eins og það liggur fyrir og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa það skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu á deiliskipulagstillögunni er auglýst breyting á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030.

8.Blönduósbær - Skógrækt

2011023

Umræður um skógrækt í landi Ennis
Nefndin leggur til að skipulegga allt að 100 ha. af landi Ennis undir skógrækt.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26

2110007F

Afgreiðslufundur lagður fram til kynningar.
 • 9.1 2011014 Efstabraut 2 - Slökkvistöð - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26 Ingvar Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Erindið er samþykkt og byggingarleyfi hefur verið gefið út.
 • 9.2 2104009 Miðholt 1 - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26 Erindið samþykkt og byggingarleyfi hefur verið gefið út.
 • 9.3 2104003 Ægisbraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26 Skýrslu um brunahönnun hefur verið skilað inn. Byggingarleyfi er gefið út.
 • 9.4 2108006 Fálkagerði 1 - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26 Byggingin fellur að deiliskipulagi á lóðinni og er innan byggingarreits. Byggingarleyfi er útgefið með skilyrðum.
 • 9.5 1904023 Brautarhvammur - Umsókn um byggingarleyfi - hús nr. 42 og 43
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26 Byggingarleyfi er gefið út.
 • 9.6 2109012 Garðabyggð 6 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26 Erindið er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?