11. fundur 26. ágúst 2015 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Hafnarbraut 6 - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun

1508015

Sölufélag A- Húnvetninga svf. sækir um byggingarleyfi og breytta notkun fyrir gistiaðstöðu í flokki 2, tegund gistinga c. gistiskáli, í vesturenda iðnaðarhússins að Hafnarbraut 6 á Blönduósi. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi.
Þar sem byggingin er á iðnaðarsvæði þá samþykkir nefndin byggingaráformin og skilyrta breytta notkun við tímabundna notkun sem verbúð fyrir starfsmenn fyrirtækisins.

2.Geitaskarð land - Umsókn um nafnbreytingu

1508016

Jóhannes E. Levy, fyrir hönd Góðu barnanna ehf. sækir um nafnabreytingu á frístundahúsinu Geitaskarð lóð landnúmer 145422. Sótt er um að nafninu verði breytt í Skarð. Einnig er sótt um byggingarleyfi til að rífa 4,7 m2 skúr sem skráður er sem matshluti 01, en hann mun hafa fokið.
Nefndin samþykkir nafnbreytinguna sem sótt er um og byggingarleyfi til niðurrifs á matshluta 01.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?