17. fundur 16. mars 2016 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Norðurlandsvegur 4, endurbætur og viðbygging - Breytt útlit.

1510001

Erindi frá Ámundakinn ehf. Umsókn um breytingu á útliti á húseigninni Norðurlandsvegi 4. Umsókninni fylgir uppfærður aðaluppdráttur, gerður hjá Stoð ehf. af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100, A-101, A-102 og A-103 í verki nr.724040, breyting dagsett 3. mars 2016. Breytt er flóttaleið af efri hæð veitingasalar og bætt við akstursdyrum á norðurhlið.
Valgarður Hilmarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla við Ámundakinn ehf. Nefndin staðfestir áður samþykkt byggingaráform.

2.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.

1510002

Umsókn Skotfélagsins Markviss um framtíðar staðsetningu æfinga- og keppnissvæðis félagsins og breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar. Afgreiðslu hefur verið frestað á fyrri fundum nefndarinnar. Fram kemur á meðfylgjandi uppdráttunum að öryggissvæði fyrir trap- og skeet velli nær inn fyrir legu á Svínvetningabraut skv. færslu hans í gildandi aðalskipulagi en riffilbraut er hins vegar utan við. Núverandi aðkoma skotsvæðisins er reiðleið samkvæmt aðalskipulaginu. Aðliggjandi landnotkun á sveitarfélagsuppdrætti er landbúnaðarsvæði og iðnaðar/athafnasvæði.

Nefndin samþykkir að tekin verði saman skipulagslýsing fyrir verkefnið þar sem teknir verða saman upplýsingar ásamt þarfagreiningu með tilliti til staðhátta og landslags samanber 30. grein í lögum nr. 123/2010. Í framhaldi af því verði leitað umsagna hjá umsagnaraðilum.

3.Umf. Hvöt. - Umsókn um breytingu á auglýsingaskilti við Húnabraut

1603013

Umf. Hvöt sækir um leyfi til að breyta á núverandi skilti sem stendur við Húnabraut gegnt Arion banka. Í dag er þar auglýsing frá TM á spjaldi annars vegar og hins vegar hafa verið auglýstir leikir meistaraflokks í knattspyrnu á neðra spjaldinu. Sótt erum að taka neðra spjaldið og setja þar auglýsingu frá Vínbúðinni eins og meðfylgjandi mynd sýnir.Umf. Hvöt óskar eftir því að veitt verði leyfi fyrir þessari breyttu notkun á skiltinu.

Umsókninni um breytta notkun er hafnað.

4.Húnabraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

1603015

Erindi frá Ámundakinn ehf. - Umsókn um byggingarleyfi til fyrsta áfanga breytinga og endurbóta á húsnæðinu að Húnabraut 33 sem verður framtíðarheimili Vilkó ehf. Útlitsbreytingin er að loftræstiinntak kemur á vestanverðan suðurvegg hússins. Aðrar breytingar eru á innveggum sem ekki eru burðarveggir.
Valgarður Hilmarsson vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla við Ámundakinn ehf. Nefndi samþykkir framlögð byggingaráform og breytta notkun varðandi fyrsta áfanga.

5.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.

1603014

Tillaga frá Landmótun að aðkomu og staðsetningu á brú út í Hrútey. Ákveða þarf hvort stækka skuli deiliskipulagssvæðið fyrir Brautarhvamm, sem þarf að endurskoða, þannig að það nái yfir brúarstæðið eða gera sérstakt deiliskipulag fyrir brúna og nánasta umhverfi.
Nefndin samþykkir að taka til endurskoðunar deiliskipulagið í Brautarhvammi vegna staðsetningar á brú út í Hrútey og skoða hvort þörf sé á öðrum breytingum á skipulagssvæðinu.

6.Húsakönnun á Blönduósi

1504007

Fyrsta útgáfa af húsakönnun fyrir afmörkuð svæði í þéttbýlinu á Blönduósi er komin út og er að finna á heimasíða Blönduósbæjar undir Stjótnsýsla/Skýrslur.

Húsakönnunin er unnin af Guðrúnu Jónsdóttur Arkitekt.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með húsakönnunina og þá vinnu sem liggur að baki henni.

7.Norðurlandsvegur 3, endurbætur - Umsókn um byggingarleyfi

1603022

Erindi frá N1 hf, umsókn um byggingarleyfi til breytinga á Söluskála að Norðurlandsvegi 3 á Blönduósi. Un er að ræða breytingu á móttöku og lager, ný móttökuhurð á austur hlið og breyting á fyrirkomuklagi í veitingasal. Umsókninni fylgj aðaluppdréttur gerður hjá Nýju Teiknistofunni ehf. af Sigurði Einarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. 2, 3 og 4 dagsettar 22.01.2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 8

1603005F

Fundargerð 8. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?