23. fundur 10. ágúst 2016 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson F.h. formanns
Dagskrá

1.Veiðifélag Laxár á Ásum - Umsókn um byggingarleyfi

1607017

Erindi frá Veiðifélagi Laxár á Ásum, umsókn um byggingarleyfi til að stækka veiðihúsið og byggja nýtt starfsmannahús á lóð félagsins, landnr. 220579.

Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Markstofunni ehf. af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt, teikningar nr. 1.01 til 1.06 í verki nr. VE-16-11 dags. 1. júlí 2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

2.Hnjúkabyggð 27 - Umsókn um byggingarleyfi

1608003

Erindi frá Hnjúkabyggð 27, húsfélagi, umsókn um byggingarleyfi til að breyta útliti fjölbýlishússins að Hnjúkabyggð 27, landnr. 144845.

Breytingin er aðallega nýjir ál- trégluggum og að skipta úr timbri yfir í álklæðningar á milli glugga. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 til A-104 í verki nr. 484503, dags. 20. júlí 2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin

3.Stekkjarvík, stækkun á urðunarhólfi - Umsókn um stöðuleyfi.

1607002

Erindi frá Stekkjarvík bs. umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir verktaka við stækkun urðunarsvæðisins á lóð félagsins í landi Sölvabakka, landnr. 219375. Vinnubúðirnar eru sex gámaeiningar sem standa við skemmu Norðurár. Verktaki fær leyfi til að tengja sig við veitukerfin á svæðinu (Fráveitu, vatn og rafmagn.)
Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir þeim gámum sem verktakinn hefur á staðnum til verkloka, að hámarki til 31. janúar 2017.

4.Brimslóð 8 - Lóðablað og nýr lóðaleigusamningur

1608004

Sótt er um breytingu á lóðarstærð úr 2230 m2 í 1080 m2 lóð samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði dags 5. ágúst 2016, unnið af Stoð ehf.
Nefndin samþykkir erindið með 4 atkvæðum. Oddný María Gunnarsdóttir situr hjá.

5.Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi.

1511029

Endurnýjuð umsókn um styrk til Húsfriðunarsjóðs fyrir gamla bæinn á Blönduósi innan Blöndu sem Verndarsvæði í byggð.
Sveitarstjórn ákvað síðastliðið haust að sækja um styrk úr Húsafriðunarsjóði til að undirbúa umsókn um að "Gamli bærinn á Blönduósi" verði verndarsvæði í byggð. Sú umsókn var ekki afgreidd. Nú er auglýst eftir umsóknum að nýju til áætlanagerðar og undirbúnings vegna verndarsvæða í byggð og er umsóknafrestur til 17. ágúst nk. Skipulagsfulltrúi kynnti drög að umsókn Blönduósbæjar sem hann hefur unnið að í samstarfi við ráðgjafa.

Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá henni.

6.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.

1603014

Á 17. fundi nefndarinnar þann 16. mars sl. var samþykkt að taka til endurskoðunar deiliskipulagið í Brautarhvammi vegna staðsetningar á brú út í Hrútey og skoða hvort þörf sé á öðrum breytingum á skipulagssvæðinu. Drög að greinargerð dags. 23 júlí 2016 fylgja fundarboði til yfirferðar og umsagnar.
Skipulagsfulltrúi kynnti greinargerðina sem hann hefur unnið í samvinnu við ráðgjafa.

Nefndin samþykkir að áfram verði unnið að verkefninu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

7.Umhverfisviðurkenning 2016

1607004

Nefndin samþykkti í lok síðasta fundar að veita Skarphéðni Ragnarssyni, Húnabraut 23 viðurkenningu fyrir fallegasta garðinn og Ömmukaffi, Húnabraut 2 viðurkenningu til fyrirtækis fyrir endurbætur og snyrtimennsku. Viðurkenningarnar voru veittar við setningu Húnavöku þann 15. júlí sl.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?