24. fundur 05. september 2016 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.

1510002

Erindi frá Blönduósbæ, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010 til 2030. Breytingin felst í að skilgreina skotæfingasvæði á núverandi stað. Tillagan er gerð hjá Landmótun ehf. af Yngva Þór Loftssyni og samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð dags. 1. sept. 2016.
Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd samþykkir að kynna skipulagsbreytinguna með leiðréttingum sem fram komu á fundinum á almennum fundi í samræmi við 2. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Tillagan var borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum. Jakob Jónssson situr hjá.

2.Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskipulag

1609001

Erindi frá Blönduósbæ, tillaga að deiliskipulagi fyrir skotæfingasvæði á núverandi stað. Tillagan er gerð hjá Landmótun ehf. af Yngva Þór Loftssyni og samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð dags. 5. september 2016
Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd samþykkir að kynna deiliskipulagið á almennum fundi í samræmi við 4. mg. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin á aðalskipulagi og deiliskipulagið verði kynnt á sama fundi. Tillagan borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum. Jakob Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

3.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.

1603014

Brautarhvammur, deiliskipulag. Ný tillaga sem samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð sem gerð er hjá Landmótun af Yngva Þór Loftssyni dags. 17. ágúst 2016 lögð fram til umsagnar.
Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd samþykkir með framkomnum leiðréttingum á fundinum að kynna deiliskipulagið á almennum fundi í samræmi við 4. mg. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

4.Húnabraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

1603015

Erindi frá Ámundakinn, umsókn um byggingarleyfi til breytinga og breyttrar notkunar á húsnæði félagsins að Húnabraut 33. Um er að ræða breytingar á nýtingu hússins, sem áður hýsti mjólkurstöð, en nú er fyrirhugað að flytja þangað starfsemi fyrirtækjanna Vilkó og Prima. Núverandi vinnslusalur á 1. hæð hússins verður endurinnréttaður og settir upp nýjir milliveggir og brunaskil lagfærð. Núverandi ketilhúsi verður einnig breytt, bætt við aksturdyrum og gönguhurð á gafl, ketill fjarlægður og byggingin nýtt sem aðstaða fyrir Mjólkursamsöluna vegna smásöludreifingar á mjölkurvörum. Aðrir húshlutar, svo sem núverandi starfsmannaaðstaða, verða að mestu leyti óbreyttir.

Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 til A-105 í verki nr. 775504, dags. 2. sept. 2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin. Valgarður Hilmarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?