27. fundur 08. febrúar 2017 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Bjarni Þór Einarsson embættismaður
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Uppbygging ehf - fyrirspurn um lóð

1612010

Fyrirspurn um lóð fyrir 20 íbúða fjölbýlishús sem væri 5 hæðir. Skoðaðir hafa verið nokkrir kostir sem eru til kynningar.
Nefndin fór yfir stöðuna og felur Tæknideild að vinna áfram að málinu.

2.Deiliskipulag við Norðurlandsveg

1411003

Samþykkja þarf nafn á götu inn í deiliskiplagt hverfi til að hægt sé að stofna lóðir.
Nefndin leggur til að gatna í hverfinu heiti Miðholt en nýr vegur frá Norðurlandsvegi heiti Þverholt.

3.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.

1510002

Kynnt auglýsing um breytingu á aðalskipulagi en það var auglýst á dögunum og er athugasemdafrestur til 9. mars 2017. Jafnfram voru auglýst deiliskipulag af skotfélagssvæði og breyting á deiliskipulagi í Brautarhvammi.
Lagt fram til kynningar.

4.Deiliskipulag á Hnjúkabyggðarreit

1702005

Kynnt tillaga að skipulagi á efri hluta Hnjúkabyggðar þar sem gert er ráð fyrir verslunar- þjónustu og iðnaðarhúsnæði ásamt íbúðarhúsnæði.
Lögð voru fram drög að skipulagi reitsins ásamt greinagerð sem unnin var af Yngva Þór Loftssyni hjá Landmótun. Að afloknum umræðum og framkomnum ábendingum var Tæknideild falið að kynna hugmyndirnar fyrir hagsmunaaðilum og kalla eftir ábendingum þeirra.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 14

1612003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15

1701002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 16

1702002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?