24. fundur 10. maí 2016 kl. 17:00 - 19:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir varamaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Valdimar Guðmannsson varamaður
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 57

1604006F

Fundargerð 57. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1.1, 1.6, 1.7,1.8, 1.9 og 1.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 1.1 1604009 Samband Íslenskra sveitarfélaga - erindi til umræðu í sveitarstjórnum, heilbrigðisnefndum og stjórnum landshlutasamtaka
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Byggðaráð er jákvætt fyrir því að verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga verði aukin en vill að farið sé varlega í að stækka heilbrigðissvæðin vegna mikilla fjarlægða. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar byggðaráðs staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • 1.2 1604007 Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dags. 1. apríl 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
  • 1.3 1604001 Heilbrigðsinefnd Norðurlands vestra - fundargerð 17.03.16
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Fundargerðin lögð fram til kynningar
  • 1.4 1604002 Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 18.mars 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Fundargerðin lögð fram til kynningar
  • 1.5 1603013 Umsókn um breytingu á auglýsingaskilti við Húnabraut
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Byggðaráð samþykkir að óska eftir því að byggingarfulltrúi leggi fram rökstuðning á næsta fundi. Jafnframt er samþykkir byggðaráð að fela skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd að vinna samþykkt um skilti á Blönduósi og hafa til hliðsjónar eldri reglur sem samþykktar voru af byggingarnefnd 7. desember 2000.
  • 1.6 1604013 Reglur um heimsendingu matar
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Byggðaráð samþykkir að Blönduósbær veiti þjónustu við heimkeyrslu á mat alla daga ársins eins og verið hefur. Samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru til þess að taka þjónustuna að sér. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar byggðaráðs staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • 1.7 1604014 Samningur um akstur skólabarna við Blönduskóla
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Byggðaráð samþykkir að ræða við Heiðar Kr. ehf um framlengingu á samningi um skólaakstur í samráði við skólastjórnendur í samræmi við ákvæði í samningum. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar byggðaráðs staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
    Sveitarstjórn samþykkir í ljósi umferðaröryggis að meðal annars verði krafa að skólabílar verði fjórhjóladrifnir.
    Samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 1.8 1604015 Auglýsinga og birtingasamningur við Icelandair ehf.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Byggðaráð samþykkir samningin. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar byggðaráðs staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • 1.9 1604016 Kaup á hlutabréfum í Ámundakinn ehf.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Byggðaráð samþykkir kaup á hlutabréfunum en andvirði af sölu hlutabréfa í Tækifæri hf. er notað til kaupa á bréfunum. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar byggðaráðs staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum. VH tekur ekki þátt í afgreiðslu.
  • 1.10 1604017 Opnunartími sundlaugar Blönduósbæjar vor og sumar 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Byggðaráð samþykkir framlagðar tillögur um aukna opnun sundlaugar. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar byggðaráðs staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • 1.11 1604018 Almennur félagsfundur í Veiðifélagi Blöndu og Svartár verður haldin 29. apríl 2016 kl. 20.00.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 57 Byggðaráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson, kt. 040375-5389 fari með umboð Blönduósbæjar, kt. 470169-1769 fyrir jörðunum Kleifum og Hnjúkum í Blönduóslandi á félagsfundi þann 29. apríl 2016.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 58

1605001F

Fundargerð 58. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 2.10 og 2.13 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 2.1 1508019 Rekstraryfirlit Blönduósbæjar
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Umfjöllun um rekstraráætlunar frestað til næsta fundar.
  • 2.2 1604033 SSNV - fundargerð stjórnar SSNV 12. janúar 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
  • 2.3 1604034 SSNV - fundargerð stjórnar SSNV 2. febrúar 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
  • 2.4 1604035 SSNV - fundargerð stjórnar 8. febrúar 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
  • 2.5 1604036 SSNV - fundargerð stjórnar 2. mars 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
  • 2.6 1604037 Norðurá bs. - Fundargerð stjórnar 7. mars 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Fundargerð Norðurá bs. lögð fram til kynningar.
  • 2.7 1605002 Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 5. apríl 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  • 2.8 1605001 Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra - fundargerð 28.04.16
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Fundargerð Heilbrigðisnefndasr Norðurlands vestra lögð fram til kynningar.
  • 2.9 1604031 Hafnarsamband Íslands - ársreikningur 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Lagt fram til kynningar
  • 2.10 1604030 Sýslumaðurinn á Blönduósi - umsögn vegna leyfis
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Ingu Elsu Bergþórsdóttir, kt. 250868-6189, Hjallavegi 19 104 Reykjavík f.h. Brimslóðar ehf, kt. 451101-3740, um leyfi til að reka gististað í flokki V að Brimslóð 10A, 540 Blönduósi.

    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar byggðaráðs staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • 2.11 1604024 Lánasjóður sveitarfélaga ohf - arðgreiðsla vegna ársins 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Á aðalfundi Lánasjóðsins þann 8. apríl síðastliðinn var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu ársins 2015. Hlutur Blönduósbæjar er 1,466% og arðgreiðsla nemur því 7.667.180 kr. Í samræmi við lög nr. 94/1996 skal halda eftir 20% fjármagnstekjuskatti og því koma 6.133.744 kr. til útborgunar sem arður frá Lánasjóðnum.

    Lagt fram til kynningar
  • 2.12 1604022 Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps - styrkbeiðni
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps óskar eftir styrk til starfsins frá sveitarfélaginu, líkt og hefur verið á liðnum árum, en kórinn hefur unnið öflugt starf ásamt því að hafa farið af stað með nýtt verkefni, söngperlur Ellýar og Vilhjálms sem heppnaðist vel.

    Byggðaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2017.
  • 2.13 1604023 Dreifnám A- Hún - styrkumsókn
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Nemendasjóður Deifnáms í A - hún óskar eftir styrk þar sem fyrirhuguð er vorferð í Bakkaflöt ásamt nemendum Dreifnáms á Hvammstanga. Markmiðið er að allir nemendur geti tekið þátt í félagslífinu áháð fjárhag.


    Byggðaráð samþykkir kr. 30.000. Fært af lið 0589-9991.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar byggðaráðs staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • 2.14 1604038 Ámundakinn ehf - aðalfundarboð 12. maí 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Boðað er til aðalfundar Ámundakinnar í Eyvindastofu, Norðurlandsvegi 4, fimmtudaginn 12. maí kl. 15:00.


    Byggðaráð samþykkir að Zophonías Ari Lárusson fari með atkvæði Blönduósbæjar á fundinum.
  • 2.15 1604021 Vilko - aðalfundarboð 3. maí 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Boðað er til aðalfundar Vilko ehf í Eyvindastofu, B&S Restaurant, fimmtudaginn 12. maí kl. 13:00.


    Lagt fram til kynningar
  • 2.16 1604028 Landskerfi bókasafna hf - Aðalfundarboð
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 10. maí kl. 15:00.


    Lagt fram til kynningar
  • 2.17 1604032 Veiðifélagið Hængur - fundarboð
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Boðað er til aðalfundar veiðifélagsins Hængs í veiðihúsinu Torfalundi, laugardaginn 7. maí kl. 13:00.


    Lagt fram til kynningar
  • 2.18 1605004 Farskólinn - Aðalfundur og vorfundur 11. maí 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Boðað er til aðalfundar og vorfundar Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra í Farskólanum við Faxatorg, miðvikudaginn 11. maí kl. 13:30.


    Lagt fram til kynningar
  • 2.19 1605006 Atvinnumál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 58 Miklar umræður urðu um atvinnumál og voru rædd verkefni sem eru á forræði Bs. um menningu og atvinnumál, SSNV auk byggðaráðs. Til að mynda voru umræður um upplýsingamiðstöð, álver, biodísel ofl.

3.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 14

1604007F

Fundargerð 14. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 14 Jóhanna leikskólastjóri kynnti niðurstöður starfsmannakönnunnar sem gerð var í mars 2016.
    Starfsmannakönnun: Könnun á vegum skólapúlsins.is. 85% starfsmanna svarar könnuninni. Könnunin er stöðluð og fram kemur landsmeðaltal í niðurstöðum hennar.
    Helstu niðurstöður voru að bæta þarf símenntun, undirbúningstíma starfsfólks og auka samstarf við foreldra. Leikskólastjóri hefur haldið einn starfsmannafund til að vinna að úrbótum og mun sú vinna halda áfram.

    Foreldrakönnun: 96% þátttaka var í foreldrakönnuninni. Niðurstaða könnunarinnar verður svo send foreldrum. Könnunin kom mjög vel út og foreldrar almennt mjög ánægðir með leikskólann sinn.
    Bókun fundar Bókun: Sveitarstjórn fagnar almennt jákvæðum niðurstöðum úr könnunum jafnt hjá starfsmönnum og foreldrum.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 14 Jóhanna leikskólastjóri sagði frá yfirvofandi fækkun nemenda í skólanum næsta skólaár vegna þess að stór árgangur fer út og mjög lítill árgangur kemur inn. Nemendur gætu farið út 64 niður í 54.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 19

1604010F

Fundargerð 19. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 24. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 4.1, 4.2, 4.3, 4.4, 4.5 og 4.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda uppfylli húseignin öll skilyrði viðkomandi laga og reglugerða varðandi fyrirhugaða starfsemi. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Nefndin samþykkir að gefa út lóðarsamning til SAH afurða ehf vegna lóða að Hafnarbraut 2-4 og Húnabraut 37-39 í samræmi við bókun nefndarinnar frá 3. apríl 2013. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að ljúka lóðarsamningi vegna Ennisbrautar 1 í samræmi við fyrri bókun. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Nefndin samþykkir eftirfarandi málsmeðferð við stækkun lóðarinnar:
    1. Lóðin verði skilgreind og stækkuð allt að næstu lóð.
    2. Skilgreindir verði byggingarreitir innan lóðarinnar og þeir ásamt tillögu að stækkun lóðarinnar verði grendarkynnt fyrir næstu nágrönnum á lóðum Blöndubyggðar 14 og 16.
    3. Allur kostnaður við gerð gagna og kynningar verði greidd af lóðarhafa.
    4. Ekki verði hafnar framkvæmdir á lóðinni fyrr en byggingarleyfi hefur verið gefið út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Nefndin heimlar að skorsteinn sé fjarlægður en óskar eftir að lögð verði fram gögn vegna framkvæmda við húsið og tekur jákvætt í málið. Varðandi umsókn um að fella öll tré hvetur nefndin lóðarhafa til að fá ráðgjöf um hvort ekki megi skilja einhver tré eftir þar sem gildi þeirra og hlutverk við myndun skjóls í hverfinu er mikið. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Umræður urðu um reglurnar og var samþykkt að uppfæra gögnin og taka til afgreiðslu á næsta fundi. Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu á umsóknum um skilti á meðan. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Nefndin samþykkir stöðuleyfi til eins árs frá 15. maí 2016 fyrir 4 staðsetningarmöstrum. Nánari staðsetning skal ákveðin í samráði við byggingarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2016 með 7. atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Byggingarfulltrúi kynnti afgreiðslur fundarins.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 19 Byggingarfulltrúi kynnti afgreiðslurnar.

5.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Var efnið á síðunni hjálplegt?