34. fundur 14. mars 2017 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Valgarður Hilmarsson forseti
 • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
 • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
 • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
 • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
 • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
 • Valdimar Guðmannsson varamaður
 • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
 • Þórður Pálsson ritari
 • Sigrún Hauksdóttir
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson ritari.
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 82

1702007F

Fundargerð 82. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 1.4, 1.5, 1.7 og 1.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 82 Fundargerð Róta bs. lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 82 Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 82 Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur skipað kjörnefnd til undirbúnings kjörs stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins. Kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

  Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 82 Fyrir fundinum liggja drög að samningi milli Fjölís og Blönduósbæjar um ljósritun og afnot af höfundavernduðu efni í stjórnsýslu.

  Byggðaráð samþykkti samninginn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar byggðaráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2017 með 7 atkvæðum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 82 Tilboð hefur borist frá Stefnu ehf. í hönnun, vefumsjón, forritun og uppsetningu á nýjum vef Blönduósbæjar.

  Upphæð tilboðs er trúnaðamál.

  Byggðaráð samþykkir tilboðið. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 var samþykkt ákveðiðin upphæð vegna vefsíðugerðar sem er lægri en tilboðið hljóðar upp á. Byggðaráð samþykkir því viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 1.300.000 og verður því mætt með lækkun á eigin fé.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar byggðaráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2017 með 7 atkvæðum og sveitarstjórnin tók tilboði Stefnu uppá 2.300.000.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 82 Lagðir fram samningar sem gerðir hafa verið í sambandi við fjárhagsáætlun 2017.

  Sveitarstjóra falið að gera breytingar á samningunum í samræmi við umræður á fundinum.
  Bókun fundar Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi samninga:

  1. Blönduósbær við Ungmennafélagið Hvöt um æskulýðs- og íþróttastarf.

  2. Blönduósbær við Golfklúbbinn Ós um rekstur og viðhald
  golfvallarins í Vatnahverfi

  3. Blönduósbær við Ungmennafélag Austur - Húnvetninga til eflingar á
  íþrótta- og æskulýðsstarfi í Austur - Húnavatnssýslu.

  4. Blönduósbær við Knattspyrnudeild ungmennafélagsins Hvatar um
  rekstur Blönduósvallar

  5. Blönduósbær við Hestamannafélagið Neista til að efla og styrkja
  hestaíþróttir á Blönduósi

  6. Blönduósbær við Björgunarfélagið Blöndu til að halda úti
  björgunarstarfsemi í Austur - Húnavatnssýslu

  7. Blönduósbær við Júdófélagið Pardus til eflingar á júdóíþróttinni
  innan sveitafélagsins.
  8.Blönduósbær við Reiðhöllina Arnargerði ehf.um eign og rekstur á reiðhöll.

  Ofangreindir samningar staðfestir með 7 samhljóða atkvæðum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 82 Óskað er eftir að Blönduósbær komi til móts við aðstandendur gömlu kirkjunnar, sem lagt hafa mikið af mörkum undanfarin ár við endurnýjun og viðhald gömlu kirkjunnar, með því að fella niður fasteignagjöldin næstu fimm árin.

  Byggðaráð hafnar erindinu þar sem umsækjandi ætlar að hefja atvinnurekstur í viðkomandi fasteign.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar byggðaráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2017 með 6 atkvæðum.omg situr hjá.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 82 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn, Auðar E. Guðmundsdóttur kt. 250158 - 7699, Snekkjuvogi 11 104 Reykjavík f.h. Gömlu kirkjunnar ehf, kt. 691294 - 4049, um leyfi til að reka gististað í flokki I í Gömlu kirkjunni á Blönduósi.

  Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar byggðaráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2017 með 7 atkvæðum.
 • 1.9 1506021 Önnur mál
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 82 Engin önnur mál

2.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 18

1702006F

Fundargerð 18. fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 18 Kristín Ingibjörg setti fundinn og bauð Þórdísi HAuksdóttir, fræðslustjóra velkomna.
  Þórdís fór yfir vegvísi Samstarfsnefndar sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskóla. Samkvæmt nýjum kjarasamningi Sambandsins og Kennarasambandsins vegna Félags grunnskólakennara sem var samþykktur 29. nóvember 2016 á að skipa fulltrúa sveitarfélagsins til að stýra nefnd við gerð úrbótaáætlunar sem vinna á í samstarfi við skólastjóra og kennara sveitarfélagsins.
  Fræðuslunefnd gerir það að tillögu sinni að Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, Anna Margrét Jónsdóttir og Bergþór Pálsson verði fulltrúar sveitarfélagsins í þessari vinnu og auk þeirra mun Þórdís Hauksdóttir starfa með hópnum.
  Fyrirhugað er að hefja vinnuna hið fyrsta og mun Kristín Ingibjörg boða til fyrsta fundar.
 • 2.2 1506021 Önnur mál
  Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 18 Engin önnur mál tekin fyrir.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 28

1703002F

Fundargerð 28. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.1 og 3.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar. • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 28 Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir byggingaráform þau sem sótt er um á 1. hæð með fyrirvara um gerð glugga og hurða í húsinu. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduóabæjar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2017 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 28 Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagstillögunnar liggja fyrir í Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 er fallið frá málsmeðferð skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduóabæjar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 14. mars 2017 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 28 Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar til næsta fundar nefndarinnar. Bókun fundar ZAL vék af fundi undir þessum lið.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 28 Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu aðalskipulagstillögunnar til næsta fundar nefndarinnar. Bókun fundar Hörður Ríkarðsson vék af fundi undir þessum lið.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 28 Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar til næsta fundar nefndarinnar. Bókun fundar Hörður Ríkarðsson vék af fundi undir þessum lið.

4.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum og þau verkefni sem eru í vinnslu á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?