35. fundur 11. apríl 2017 kl. 17:00 - 19:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir varamaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
  • Valdimar Guðmannsson varamaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 83

1703001F

Fundargerð 83. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 1.6.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 83 Fundargerð Veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 83 Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 83 Fundargerð fjölbrautarskóla NV lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 83 Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 83 Fundargerð Húsfélagsins, Hnjúkabyggð 27 lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 83 Lagður fram samningur milli Míla ehf; kt. 460207 - 1690 og BLönduósbæjar; kt. 470169 - 1769 vegna innheimtu á heimtaugagjöldum.

    Byggðaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar byggðaráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 6 atkvæðum OMG situr hjá.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 83 Ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra verður haldið 7. apríl nk.
    Samkvæmt 3.1. gr. samþykkta SSNV eiga fulltrúar sveitarfélaganna sæti á ársþingi, sem hér segir:
    Einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu. Miða skal við íbúafjölda sveitarfélags þann 1. janúar á því ári sem þingið er haldið. Samkvæmt því á Blönduós 4 fulltrúa.

    Fulltrúar Blönduósbæjar eru:
    Valgarður Hilmarsson

    Af L-lista
    Anna Margrét Sigurðardóttir
    Af L-lista
    Hörður Ríkharðsson

    Af J-lista
    Oddný María Gunnarsdóttir
    Af J-lista
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 83 Sveitarstjóri lagði fram og kynnti samninga sem renna út á þessu ári.

    Samningarnir lagðir fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 83 Ágúst Þór Bragason mætti á fundinn og kynnti rekstur húsfélaga í fjöleignarhúsum sem eru í eigu Blönduósbæjar.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 84

1703005F

Fundargerð 84. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 2.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 84 Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 84 Lagt fram ódagsett bréf frá Ísorku þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu að tengja rafhleðslustöð, sem sveitarfélagið fékk að gjöf frá Orksölunni, við rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.

    Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Málið er í vinnslu hjá sveitarfélaginu og ekki hægt að taka afstöðu að svo komnu máli.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 84 Undanfarin ár hefur Rarik unnið markvisst að endurnýjun raforkukerfisins þar sem eldri loftlínur víkja fyrir jarðstrengjum.
    Í sumar fyrirhugar Rarik meðal annars að leggja niður svokallaða Fellslínu með því að leggja jarðstreng í jörðu á milli Laxárvatns og Laxár í Refasveit. Með því er lokið strenglagningu á 11kV dreifikerfinu milli Blönduós og Skagastrandar, en 33kV flutningslínan verður þó áfram eitthvað um sinn.

    Fyrir fundinn liggja samkomulag um lagningu jarðstrengja í landi Hnjúka og Vatnahverfis.

    Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og tæknideild að vinna frekar að málinu og ljúka því.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 84 Sveitarstjóra falið að skrifa umsögn um þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða í samræmi við umræður á fundinum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 84 Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi samninga:

    1. Blönduósbær við Ungmennafélagið Hvöt um æskulýðs- og
    íþróttastarf.

    2. Blönduósbær við Golfklúbbinn Ós um rekstur og viðhald
    golfvallarins í Vatnahverfi

    3. Blönduósbær við Ungmennafélag Austur - Húnvetninga til eflingar
    á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Austur - Húnavatnssýslu.

    4. Blönduósbær við Knattspyrnudeild ungmennafélagsins Hvatar um
    rekstur Blönduósvallar

    5. Blönduósbær við Hestamannafélagið Neista til að efla og styrkja
    hestaíþróttir á Blönduósi

    6. Blönduósbær við Björgunarfélagið Blöndu til að halda úti
    björgunarstarfsemi í Austur - Húnavatnssýslu

    7. Blönduósbær við Júdófélagið Pardus til eflingar á júdóíþróttinni
    innan sveitafélagsins.

    8. Blönduósbær við Reiðhöllina Arnargerði ehf. um rekstur og afnot
    af reiðhöll.


    Sveitarstjóra falið að gera umræddar breytingar og ganga frá samningum.
    Bókun fundar Forseti kom fram með þá tillögu að afgreiðslu á þessum lið væri frestað til næsta fundar og var það samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 84 Aðalfundur veiðifélagsins Laxá á Ásum verður haldinn 1. apríl nk. á Eyvindastofu.

    Byggðaráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 85

1703008F

Fundargerð 85. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.2 og 3.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 85 Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 85 Byggðaráð Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirliggjandi frumvarpi sem felur í sér grundvallarbreytingu á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Boðuð breyting felur ekki í sér jöfnun á tekjum sveitarfélaga og með engu móti er tekið tillit til þess hvort sveitarfélög þurfi að fullnýta tekjustofna. Þá felur frumvarpið í sér fordæmalausa skerðingu á tekjustofnum sveitarfélaga með afturvirkjum hætti. Slíkt orkar tvímælis í ljósi 78. gr. stjórnarskrár þar sem kveðið er á um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum, en brýtur einnig blað varðandi samskipti ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélög geta þá ekki byggt á gildandi lögum varðandi áætlanir um tekjur þeirra.

    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar byggðaráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 7 atkvæðum
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 85 Guðmundur Haukur Jakobsson og Zophonías Ari Lárusson fyrir L-lista samþykkja eftirfarandi bókun:
    Þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða er nú lögð fram að nýju af umhverfisráðherra en tillagan var áður lögð fram sem 853. mál á 145. þingi. Var sú þingsályktunartillaga samhljóða lokatillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar.
    Byggðaráð Blönduósbæjar vill með umsögn sinni nú benda á að í þeirri þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram fyrir Alþingi er aðeins lagt til að 1 virkjunarkostur á vatnasviði á Norðurlandi vestra verði í orkunýtingarflokki og 1 virkjunarkostur vindorku. Er þar um að ræða annars vegar veituleið Blönduvirkjunar og hins vegar Blöndulund, þar af aðeins um 30 MW í tiltölulega hagkvæmu vatnsafli. Í verndarflokk fara hins vegar 4 virkjunarkostir á vatnasviði á Norðurlandi vestra.
    Þingsályktunartillagan horfir með öllu fram hjá þeirri staðreynd að orkuskortur er yfirvofandi víða um land og að virkjanir og dreifikerfi raforku anna ekki eftirspurn víða á landsbyggðinni. Að óbreyttu mun orkuskortur hamla bæði atvinnuuppbyggingu og orkuskiptum, s.s rafbílavæðingu. Þetta hefur raunar þegar átt sér stað á Norðurlandi vestra en áform um iðnaðaruppbyggingu á Hafursstöðum við Húnaflóa strandar á orkuöflun. Umræddur iðnaður myndi skapa á þriðja hundrað beinna starfa og svipaðan fjölda afleiddra starfa og skipta gríðarlegu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu öllu enda Hafursstaðir af mörgum orsökum einkar heppilegur staðar, m.a. hvað varðar atvinnusókn og samgöngur af öllu Norðurlandi vestra.
    Um langt skeið hefur jafnframt verið unnið að annarri atvinnuuppbyggingu í bæði Skagafirði og Húnavatnssýslum og má þar t.d. nefna gagnaversiðnað. Öll eiga þessi verkefni það sammerkt að krefjast tryggrar raforkuframleiðslu og orkuafhendingar.
    Áréttað skal hér að Alþingi hefur áður samþykkt þingsályktun um átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun, til að spyrna gegn byggðaröskun og fólksfækkun sem vart á sér hliðastæður hér á landi hin síðari ár.
    Byggðaráð Blönduósbæjar fer því fram á að Alþingi breyti framkominni þingsályktunartillögu á þann veg að Skagafjarðarvirkjanir fari í biðflokk rammaáætlunar og verði þar með rannsakaðar til fulls, sem aftur verði grundvöllur ákvarðanatöku síðar meir um hvort þessi kostir verði hagnýttir til orkuöflunar eða þeir látnir njóta verndar.


    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar byggðaráðs staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 4 atkvæðum, SB, OMG VG sitja hjá.
  • 3.4 1605006 Atvinnumál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 85 Um nokkurt skeið hefur staðið athugun á möguleikum þess að byggja hótel við Félagsheimilið á Blönduósi samkvæmt samningi sem gerður var við aðila þann 25. nóvember sl. og höfðu þeir frumkvæði að því. Staða málsins er með þeim hætti að enn hefur ekki tekist að ljúka fjármögnun endanlega en áfram er unnið að verkefninu.

    Varðandi Arctic Coast Way verkefnið er Blönduósbær nú þátttakandi í gegnum Bs. um menningu og atvinnumál.

    Rætt var um áður framkomnar hugmyndir um byggingu fjölbýlishúss á Blönduósi. Sveitarstjóra falið að kanna hvernig þau áform standa.

    Rætt var um fyrirtækjaheimsóknir byggðaráðs Blönduósbæjar. Byggðaráð stefnir á að heimsækja fyrirtæki á Blönduósi þar sem m.a. nokkrir nýir rekstraraðilar hafa hafið rekstur á Blönduósi á umliðnum misserum.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29

1703006F

Fundargerð 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 4.1, 4.2, 4.4, 4.5, 4.6, 4.7, 4.8, 4.9 og 4.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Nefndin bendir á að á Blönduósi eru aðeins leyfð skilti innan viðkomandi lóðar og þá í samræmi við 2.5.1 gr. byggingarreglugerða nr 112/2012. Hægt er að sækja um stöðluð skilti hjá Vegagerðinni sem sett eru upp í samráði við Vegagerðina og Blönduósbæ við þjóðveg 1. Erindinu er því hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 2 (VH,VG)atkvæðum, OMG var á móti ZAL, GHJ, AMS og SB sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Nefndin samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Hugmyndin fellur ekki að núverandi aðalskipulagi. Nefndin telur rétt að kynna fyrirspyrjanda athafnalóðir sem nú eru í deiliskipulagsauglýsingu eða aðra staðsetningu sem er í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Nefndin samþykkir útlitsbreytingu hússins fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Valgarður Hilmarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Nýtt deiliskipulag við Hnjúkabyggð hefur verið auglýst og er umsagnarfrestur 4. maí nk. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Ámundakinn ehf. lóðinni með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B- deild Stjórnartíðinda. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 6 atkvæðum, VH vék af fundi undir þessum lið.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu og málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Nefndin samþykkir deiliskipulagið með eftirfarandi breytingum sem gerðar eru til samræmis við umsögn Lárusar B. Jónssonar:
    - Á uppdrætti var svæði fyrir 1. áfanga stækkað og bætt við tveimur byggingarreitum og að ný hús geta verið á bilinu 20-56 m2.
    - Í greinargerð var gerð breyting á kafla 4. Breytingar frá eldra skipulagi, þar sem lóðin var stækkuð úr 5108 m2 í 6274 m2 og fjöldi húsa fjölgað úr 9 í 11.
    - Í inngang var bætt við upplýsingum um stærð deiliskipulagssvæðis.
    Nefndin samþykkir jafnframt að senda deiliskipulagið til yfirferðar til Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 6 atkvæðum, ZAL vék af fundi undir þessum lið.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Athugasemdir lúta að þrennu, hljóðvist, nálægð við reiðleiðir og eignarhald og skipulagsvald á landi.
    Varðandi hljóðvist vísast til greinargerðar skipulagsfulltrúa um hljóðvistarkröfur og niðurstöður mælinga.
    Varðandi nálægð við reiðleiðir þá verður ekki hjá því komist að högghljóð verði allt að 120 dB við skotvellina, en til að koma í veg fyrir fyrirvaralausa skothríð í námunda við reiðleiðir eru sett skilyrði um flöggun þegar skotæfingar standa yfir og einnig er opnunartími skotæfingasvæðisins takmarkaður allt árið og fyrirfram skilgreindur. Það er mat nefndarinnar að hljóðvist við aðstöðu hestamanna og öryggi á reiðleiðum verði viðunandi þegar fyrirhugaðar hljóðmanir hafa verið settar upp.
    Varðandi eignarhald og skipulagsvald á landi er vísað tíl gildandi aðalskipulags Blönduósbæjar 2010-2030 sem afgreitt var athugasemdalaust að þessu leyti.
    Í greinagerð og matslýsingu sem dagsett er 4.4.2017 hefur verið brugðist við ábendingu Skipulagsstofnunar frá 28. febrúar 2017. Nefndin samþykkir aðalskipulagstilöguna með áorðnum breytingum og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni samþykkt sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 6 atkvæðum SB situr hjá.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Varðandi umsögn Óttars Yngvarssonar er vísað til bókunar nefndarinnar við afgreiðslu um breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar hér að framan í 8. lið fundargerðarinnar. Nefndin samþykkir deiliskipulagstillöguna og málsmeðferð skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 6 atkvæðum, SB situr hjá.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 29 Nefndin telur mikilvægt að umrædd háspennulína verði lögð í jörð. Samkvæmt gr. 10.21 í lögum um mat á umhverfisáhrifum fellur framkvæmdin í flokk B svo leita þarf umsagnar Skipulagsstofnunar um hvort framkvæmdin falli undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skv. 12. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum skal framkvæmdaaðili senda Skipulagsstofnun gögn um framkvæmdina og skal stofnunin þá taka ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum innan fjögurra vikna. Nefndin samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að afgreiða framkvæmdaleyfi vegna strenglagnarinnar ef ákvörðun Skipulagsstofnunar verður sú að framkvæmdin þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 11. apríl 2017 með 7 atkvæðum.

5.Breyting á nefndarskipan

1508006

Bergþór Pálsson, fulltrúi J - listans í Fræðslunefnd Blönduósbæjar og varafulltrúi J - listans í Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd Blönduósbæjar hefur óskað eftir að vera leystur frá störfum.

Tillaga kom um að Erla Ísafold Sigurðardóttir taki við sem fulltrúi J - listans í Fræðslunefnd Blönduósbæjar og að Sindri Bjarnason verði varafulltrúi J - listans Fræðslunefnd. Valdimar Guðmannsson Verði varamaður í Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd Blönduósbæjar.



Sveitarstjórn Blönduósbæjar þakkar Bergþóri Pálssyni kærlega fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins.

6.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?