36. fundur 09. maí 2017 kl. 17:00 - 17:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Anna Margrét Sigurðardóttir varamaður
  • Valdimar Guðmannsson varamaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 86

1704002F

Fundargerð 86. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 36. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 1.4 þarfnast sérstakar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 1.1 1702007 Samningar við félagasamtök árið 2017
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 86 Byggðaráð samþykkir eftirfarandi samninga:

    a) Samningur við Júdófélagið Pardus samþykktur
    b) Samningur við Björgunarfélagið Blöndu samþykktur
    c) Samningur við Hestamannafélagið Neista samþykktur
    d) Samningur við Golfklúbbinn Ós samþykktur
    e) Samningur við Ungmennasambandið A-Hún. samþykktur
    f) Samningur við Reiðhöllina Arnargerði ehf. og Hestamannafélagið Neista samþykktur
    g) Samningur um rekstur Blönduósvallar við Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Hvatar samþykktur
    h) Samningur við Ungmennafélagið Hvatar um æskulýðs- og íþróttastarf samþykktur



  • 1.2 1704007 Íþróttamiðstöð - skilti
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 86 Fyrir fundinn liggur erindi frá Róberti D. Jónssyni forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.
    Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 fyrir Íþróttamiðstöðina var samþykkt að setja upp skilti við þjóðveg 1 sem að auglýsti sundlaugina á Blönduósi.
    Hins vegar kann það að vera erfiðleikum bundið vegna laga og reglna þar um.

    Byggðaráð leggur til að kynningar-og auglýsingamál verði kannaðar á víðum grundvelli í samræmi við hugmyndir forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar.
  • 1.3 1704006 Ámundakinn - fundarboð
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 86 Aðalfundur Ámundakinnar ehf. verður haldinn í Eyvindarstofu mánudaginn 24. apríl n.k.

    Byggðaráð samþykkir að Zophonías Ari Lárusson fari með atkvæði Blönduósbæjar á aðalfundinum.
  • 1.4 1704002 Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air 66N
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 86 Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna starf verkefnisstjóra með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 2 ár.

    Byggðaráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar byggðaráðs staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • 1.5 1603021 Upplýsingamiðstöð
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 86 Sveitarstjóri kynnti vinnu sem að stýrihópur um upplýsingamiðstöð á Blönduósi hefur verið að vinna að undanförnu sem og áform um að auglýst verði eftir starfsmanni í upplýsingamiðstöð.

  • 1.6 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 86 Engin önnur mál

2.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 19

1705001F

Fundargerð 19. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 36. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina, liðir 2.3, 2.4 og 2.5 þarfnast sérstkarar afgreiðslu. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 2.1 1705001 Skóladagatal Blönduskóla 2017 - 2018
    Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 19 Þórhalla Guðbjartsdóttir kynnti drög að skóladagatali næsta skólaárs, 2017 - 2018. Kristín bar skóladagatalið upp til atkvæðagreiðslu og samþykkti fræðslunefnd það fyrir sitt leyti.
  • 2.2 1705002 Starfsmannamál Blönduskóla
    Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 19 Þórhalla sagði frá því að tveir kennarar við Blönduskóla hafi óskað eftir árs leyfi frá kennslu. Það eru þær Anna Margrét Valgeirsdóttir og Lilja Jóhanna Árnadóttir. Eins þarf að auglýsa þrjár stöður kennara. Í þeim eru starfandi leiðbeinendur. Verða því fimm stöður auglýstar á næstu dögum.
  • 2.3 1705003 Mötuneyti Blönduskóla skólaárið 2017 - 2018
    Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 19 Samningi við rekstraraðila Mötuneytisins rennur út nú á vordögum, en í útboðinu er möguleiki til að framlengja samninginn um eitt ár og leggur Þórhalla til að svo verði gert. Fræðslunefnd samþykkir þetta fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar Fræðuslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • 2.4 1705004 Skólaakstur Blönduskóla skólaárið 2017 - 2018
    Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 19 Samningur við skólabílstjóra rennur út nú í vor en í samningi við þá er ákvæði um að framlengja samninginn um eitt ár. Þórhalla mælist til að svo verði gert. Fræðslunefnd stiður framlenginguna.

    Þórhalla sagði frá því að sín upplifun af vinnu við Bókun 1 væri góð og finnst henni allir hafi unnið af heilum hug.

    Þórhalla og Gunnhildur víkja af fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar Fræðuslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.
  • 2.5 1705005 Greiðsla til kennara vegna vinnu við Bókun 1
    Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 19 Þrír kennarar starfa við Bókun 1. Þeir hafa setið sjö fundi og unnið undirbúningsvinnu utan vinnutíma, alls átta stundir.
    Fræðslunefnd leggur til að kennararnir fái greidda yfirvinnu fyrir undirbúningsvinnuna og fundarlaun fyrir fundarsetu.

    Fulltrúar fræðslunefndar vilja benda á að þessi vinna er unnin að frumkvæði Sambands Íslenskra sveitarfélaga, sem kalla eftir þessari vinnu. Vinna þessara kennara er því alveg utan við önnur störf þeirra í skólanum og telja fulltrúar fræðslunefndar því nauðsynlegt að greiða sérstaklega fyrir hana.
    Bókun fundar Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá greiðslu við kennaravið bókun1. Staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 5 atkvæðum. Anna Margrét Sigurðardóttir og Hörður Ríkarðsson viku af fundi í umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

3.Samningar við félagasamtök árið 2017

1702007

Samningar við félagasamtök árið 2017 lagðir fram til samþykktar.



Samningur við Júdófélagið Pardus samþykktur á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.



Samningur við Björgunarfélagið Blöndu samþykktur á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.



Samningur við Hestamannafélagið Neista samþykktur á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.



Samningur við Golfklúbbinn Ós samþykktur á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.



Samningur við Ungmennasambandið A-Hún. samþykktur á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.



Samningur við Reiðhöllina Arnargerði ehf. og Hestamannafélagið

Neista samþykktur á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.

Samningur um rekstur Blönduósvallar við Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Hvatar samþykktur á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.



Samningur við Ungmennafélagið Hvöt um æskulýðs- og íþróttastarf samþykktur á 36. fundi sveitarstjórnar 9. maí 2017 með 7 atkvæðum.

4.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Var efnið á síðunni hjálplegt?