38. fundur 13. júní 2017 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Valgarður Hilmarsson forseti
 • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
 • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
 • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
 • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
 • Valdimar Guðmannsson varamaður
 • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
 • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
 • Þórður Pálsson ritari
 • Sigrún Hauksdóttir
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Ársreikningur 2016 - síðari umræða

1706008

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun:
“Rekstrartekjur Blönduósbæjar árið 2016 námu 982,7 millj. kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta sem er 86 millj. kr. hærri tekjur en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Tekjur samstæðunnar hækka um 141,7 millj. á milli ára sem gerir um 17% hækkun tekna. Rekstrargjöld hækka um 57 millj. kr. milli ára eða um 7,3 %. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 90,4 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta er jákvæð um 54 millj.kr. Skuldir og skuldbindingar samtals eru 1.237.194 þús.kr. í árslok 2016 en voru 1.204.728 þús.kr. árið á undan. Tekin voru ný langtímalán að upphæð 70,0 millj.kr. Afborganir langtímalána ársins 2016 voru 79,7 millj.kr. Eigið fé samstæðunnar um síðustu áramót var 658.896 þús.kr. Skuldahlutfall Blönduósbæjar fer lækkandi úr 143,2% í 125,9% í árslok 2016 en skuldaviðmið samkvæmt reikningsskilareglum er 112,1% miðað við 128,3% árið á undan. Skuldaviðmið A-hluta Blönduósbæjar er 89,2% í árslok 2016.

Sveitarstjórn vill þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góð störf á liðnu ári.
Reikningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.
Þorsteinn Þorsteinsson fór yfir ársreikning bæjarins og skýrði hann.
Þorsteinn Þorsteinsson og Sigrún Hauksdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 88

1705010F

Fundargerð 88. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 38. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 2.5 og 2.6 þarfnast sérstakar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 88 Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 88 Fundargerð Farskólans lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 88
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 88 Byggðaráð telur að tjónið megi rekja til rangra tenginga fyrrum lóðarhafa og felur sveitarstjóra og Tæknideild að svara bréfritara. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar byggðaráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 5 atkvæðum,OMG er á móti og VG situr hjá.
 • 2.5 1610001 Framkvæmdir 2017
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 88 Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar og Katrín Sif Rúnarsdóttir mættu á fundinn og fóru yfir stöðu framkvæmda og vinnu við nýja heimasíðu hjá sveitarfélaginu. Í framhaldi af umræðu á fundinum samþykkir byggðaráð að kaupa ærslabelg á skólalóð og felur tæknideild frekari útfærslu á hugmyndum um leiktæki á skólalóð í samráði við skólastjórnendur. Framkvæmdir eru hafnar við Hnjúkabyggð 27 þar sem haldið verður áfram með gluggaskipti og málningu á húsinu. Þá er stefnt að því að Blönduskóli verði málaður og að sett verði klæðning á Brekkuna í Aðalgötunni. Katrín Sif sýndi byggðaráði nýja heimasíðu Blönduósbæjar og er vinna við hana langt komin.

  Gert var fundarhlé frá 17:00-18:30
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 88 Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar 31. maí 2017 var tekið fyrir erindi frá Ámundakinn ehf. þar sem sótt var um lóð að Hnjúkabyggð 34 skv. deiliskipulagstillögu í stað Hnjúkabyggðar 38. Í bókun Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar var tekið jákvætt í erindið og mælt með að byggðaráð úthluti eftirfarandi lóð með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B - deild Stjórnartíðinda.

  Byggðaráð samþykkir að úthluta Ámundakinn ehf. lóðinni að Hnjúkabyggð 34 í stað Hnjúkabyggðar 38 með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B-deild Stjórnartíðinda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar byggðaráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 6 atkvæðum.Valgarður Hilmarsson vék af fundi meðan á umræðum og afgreiðsla fór fram.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 31

1705009F

Fundargerð 31. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 38. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.1, 3.2, 3.3 og 3.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 31 Nefndin samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarmálum milli Hlíðarbrautar 19 og 21. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 31 Valgarður Hilmarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Nýtt deiliskipulag við Hnjúkabyggð hefur verið auglýst og er umsagnarfrestur liðinn. Unnið er að lagfæringum á deiliskipulagstillögunni til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar og stækkun á byggingrreit á lóðinni Hnjúkabyggð 34. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Ámundakinn ehf. lóðinni með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B- deild Stjórnartíðinda. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 6 atkvæðum, VH vék af fundi við afgreiðslu.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 31 Sveitarstjórn tók athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu á 37. fundi sveitarstjórnar, þriðjudaginn 30. maí sl. og fól skipulagsfulltrúa að gera úrbætur á greinargerð og uppdrætti í samráði við ráðgjafa og Skipulagsstofnun. Fyrir fundinum liggur lagfærður deiliskipulagsuppdráttur þar sem byggingarreitur á lóðinni Hnjúkabyggð 34 er stækkaður. Nefndin samþykkir að óska umsagnar lóðarhafa að Hnjúkabyggð 32 vegna breytinga á byggingarreit Hnjúkabyggðar 34. Nefndin samþykkir skipulagsuppdráttinn að öðru leiti með framkomnum breytingum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 31 Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála og umræður urðu um verkefnið í kjölfarið en verkefnisstjórn fundaði á dögunum og ræddi framgang verksins. Nefndin samþykkti að kynna verkefnið fyrir bæjarbúum og stefnt er að íbúafundum í september þar sem leitað verður upplýsinga og stjónarmiða þeirra til svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 31 Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina en afgreiðslunni er frestað þar til frekari gögn um útfærslu og staðsetningu minnisvarðans er skilað inn.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 31 Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 7 atkvæðum.

4.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 20

1705006F

Fundargerð 20. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 38. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 4.1 og 4.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 20 Jóhanna G. Jónasdóttir kynnti skóladagatal leikskólans Barnabæjar fyrir skólaárið 2017 - 2018.
  Fræðslunefnd samþykkti skóladagatalið fyrir sitt leiti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 7 atkvæðum.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 20 Auglýst var eftir sérkennslustjóra í leikskólann Barnabæ sem er 50% staða. Einn umsækjandi var um stöðuna, Ágústa Hrönn Óskarsdóttir.
  Fræðslunefnd samþykkir ráðninguna fyrir sitt leiti.

  Tvær umsóknir bárust um aðstoðarleikskólastjórastöðuna. Staðan er laus frá og með 1. september 2017. Sigríður Helga Sigurðardóttir og Jenný Lind Gunnarsdóttir, báðar starfandi á leikskólanum, sækja um stöðuna. Nefndin fjallaði um umsóknirnar og samþykkti að ráða Sigríði Helgu í starfið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 7 atkvæðum.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 20 Jóhanna kynnti niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir foreldra og starfsfólk í mars 2017. Kom þar fram að allir eru ánægðir og sáttir við starfið.

5.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 14

1706001F

Fundargerð 14. fundar Landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 38. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
 • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 14 Ákveðið var að fara yfir fyrirkomulag refa og minnkaveiða eftir veiðitímabilið 2017. Stefnt er að því að útbúa samning við grenjaskyttu, á svipuðum nótum og Skagabyggð gerði við sínar skyttur. Stefnt er á að þessari vinnu verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2018.
 • 5.2 1706001 Upprekstur hrossa
  Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 14 Ákveðið hefur verið að leyfa upprekstur hrossa úr sveitarfélaginu á afrétt Blönduósbæjar frá og með mánudeginum 12. júní nk. Bókun fundar Afgreiðsla Landbúnaðarnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 13. júní 2017 með 7 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 14 Fyrri réttir í Skrapatungurétt verða 10. September samkvæmt fjallskilareglugerð. Stóðsmölun á Laxárdal verður 16. september og stóðréttir 17. september.
  Stefnt er að því að seinni fjárleitir á Laxárdal verði fimmtudaginn 14. september og er það breyting á fyrra fyrirkomulagi. Með þessari breytingu verður eingöngu smalað hrossum 16. september. Landbúnaðarnefnd skorar á sveitarstjórn að ráða viðburðarstjóra sem vinnur að markaðssetiningu og auglýsingu á stóðréttinni. Ekki er einhugur í nefndinni um þessa breytingu. Áréttað er að þetta fyrirkomulag er til reynslu.

6.Bókun 1 - umbótaáætlun fyrir Blönduskóla

1706007

Í nýjasta kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara er Bókun 1.Fyrir fundinum lá skýrsla með aðgerðaráætlun fyrir Blönduskóla sem unnin var skv. bókun 1 í
kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Anna Margrét Jónsdóttir kynnti skýrsluna og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem lögð hefur verið í verkefnið.
Lagt fram til kynningar.Sveitarstjórn þakkar þeim sem verkið unnu fyrir vel unnið starf.

7.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum.

8.Kosningar samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar

1506010

a) Kjör forseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Valgarð Hilmarsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 6 atkvæðum OMG situr hjá.

b) Kjör 1. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Önnu Margréti Jónsdóttir. Tillagan borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

c) Kjör 2. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Oddnýju Maríu Gunnarsdóttur. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

d) Kjör 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa í byggðaráð Blönduósbæjar.

Aðalmenn:
Zophonías Ari Lárusson af L-lista
Guðmundur Haukur Jakobsson af L-lista
Hörður Ríkarðsson af J-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.


Varamenn:
Anna Margrét Jónsdóttir af L-lista,
Anna Margret Sigurðardóttir af L-lista,
Oddný María Gunnarsdóttir af J-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.


Tillaga kom fram um Guðmund Hauk Jakobsson af L-lista sem formann
Var það samþykkt með 6 atkvæðum OMG situr hjá.
Tillaga kom fram um Zopanías Ara Lárusson af L-lista sem varaformann
Var það samþykkt með 6 atkvæðum OMG situr hjá.

9.Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar Blönduósbæjar

1506011

Forseti bar upp tillögu um að sveitarstjórn taki sumarfrí frá 15. júní til 15. ágúst 2017 og felur byggðaráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan. Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?