40. fundur 10. október 2017 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Valgarður Hilmarsson forseti
 • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
 • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
 • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
 • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
 • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
 • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
 • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
 • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 96

1709006F

Fundargerð 96. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir, 1.3, og 1.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leiti lögð fram til kynningar.
 • 1.1 1610001 Framkvæmdir 2017
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 96 Farið var yfir stöðu framkvæma ársins 2017. Helstu framkvæmdir sem verið er að ljúka við eru m.a. gerð leiksvæðis og máling Blönduskóla, gluggaskipti í Hnjúkabyggð 27, endurnýjun gangstétta og standsetning á einni íbúð í Hnjúkabyggð 27. Auk þessa er verið að vinna í endurnýjun heimtauga hjá vatnsveitu, endurbótum á húsnæði Þjónstumiðstöðvar og fyrirhugað er að fara í uppsetningu rotþróar í dreifbýli og yfirlögn með klæðningu á hluta af Aðalgötu. Verið er að skoða undirbúnining framkvæmda við eldhúsálmu og í bíósal Félagsheimilisins. Hætt var við framkvæmdir við Hrútey í ár þar sem ekki kom styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í verkið.
 • 1.2 1709018 Framkvæmdir 2018
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 96 Byggðaráð ræddi áherslur og undirbúning framkvæmda næsta árs og samþykkti að fela Tæknideild að kostnaðarmeta einstaka framkvæmdir.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 96 Byggðaráð samþykkir að setja Skúlabraut 31 í sölu. Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar byggðaráðs staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 10. október 2017 með 7 atkvæðum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 96 Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar byggðaráðs staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 10. október 2017 með 7 atkvæðum.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 97

1709007F

Fundargerð 97. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 40. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir, 2.1, 2.2, 2.3, og 2.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leiti lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 97 Þorgils Magnússon, byggingafulltrúi, mætti undir þessum lið.

  Þorgils kynnti tillögu að auglýsingu á lausum lóðum í sveitarfélaginu. Jafnframt voru kynntar tillögur að tímabundinni niðurfellingu gatnagerðargjalda til loka árs 2018. Um er að ræða byggingu á einbýlis-, par- eða ráðhús af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sunnubraut, Smárabraut, Brekkubyggð og Garðabyggð.
  Lóðirnar verða birtar á vef sveitarfélagsins.

  Umræður urðu um tillögurnar. Byggingafulltrúa falið að gera smávægilegar breytingar á tillögunum.

  Byggðaráð samþykkir tillögurnar með áorðnum breytingum.
  Bókun fundar .Afgreiðsla 96. fundar byggðaráðs staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 97 Zophonías Ari vék af fundi undir þessum lið.

  Fyrir fundinn liggur afgreiðsla skipulags-, umhverfis- og umferðanefndar þann 6. september sl., vegna erindis Blöndu ehf. kt. 520308-0400, þar sem sótt er um lóð í "3 áfanga" í Brautarhvammi. Bókunin er svohljóðandi: "Nefndin leggur til við byggðaráð að ekki verði úthlutað lóðum í 3 áfanga þar sem byggingaráformin taka lengri tíma en 2 ár samanber afgreiðslu um úthlutun lóða í 4 áfanga Brautarhvamms. Samþykkt samhljóða."

  Byggðaráð tekur undir afgreiðslu skipulags-, umhverfis og umferðarnefndar og hafnar lóðarúthlutun á lóð í "3 áfanga" í Brautarhvammni.
  Bókun fundar ZAL vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.Afgreiðsla 96. fundar byggðaráðs staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 10. október 2017 með 6 atkvæðum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 97 Zophonías Ari vék af fundi undir þessum lið.

  Fyrir fundinn liggur afgreiðsla skipulags-, umhverfis- og umferðanefndar þann 6. september sl., vegna erindis Blöndu ehf. kt. 520308-0400, þar sem sótt er um lóð í "4 áfanga" í Brautarhvammi. Bókunin er svohljóðandi: "Nefndin samþykkir að leggja til við byggðaráð að úthluta lóð í 4 áfanga Brautarhvamms enda verði hafist handa við framkvæmdir innan 2 ára. Samþykkt samhljóða."

  Byggðaráð tekur undir afgreiðslu skipulags-, umhverfis og umferðarnefndar og samþykkir lóðarúthlutun á lóð í "4 áfanga" í Brautarhvammni.
  Bókun fundar ZAL vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.Afgreiðsla 96. fundar byggðaráðs staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 10. október 2017 með 6 atkvæðum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 97 Fundargerðin lög fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 97 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 97 Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

  Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn f.h. Blönduósbæjar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 97 Fyrir liggur beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í kennslukostnaði við grunnnám í Tónlistarskóla Sigursveins.

  Byggðaráð samþykkir ofangreinda umsókn og mun sækja um endurgreiðslu frá Jöfnunarsjóði á móti þeim greiðslum eins og reglur kveða á um.

  Sveitarstjóra falið að útbúa viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn þegar endanlegur kostnaður liggur fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 96. fundar byggðaráðs staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 10. október 2017 með 7 atkvæðum.
 • 2.8 1510017 Önnur mál
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 97 Engin önnur mál.

3.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 25

1709003F

Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3a þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 25 Fyrir fundinum lá að kjósa nýjan formann og varaformann. Sveitastjórn hafði áður kosið nýjan aðalmann og varamann.
  Anna Margrét Jónsdóttir bauð sig fram til starfs formanns nefndarinnar og var það samþykkt samhljóða. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir mun láta af störfum fyrir nenfdina og hefur sveitastjórn kosið Eddu Brynleifsdóttur til að taka við starfi hennar. Nefndin kaus einnig varaformann og hlaut Erla Ísafold Sigurðardóttir kosningu í það embætti.
  Nýr varamaður fræðslunenfdar er Kristín Ósk Bjarnadóttir.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 25 Ágústa Hrönn yfirgefur fundinn undir þessum lið.

  Ragna Fanney sagði frá því að Ágústa Hrönn Óskarsdóttir hefi verið eini umsækjandinn um stöðu aðstoðarleikskólastjóra í 87,5 % starfshutfalli og mun sinna sérkennslu áfram á leikskólanum.
  Nefndin samþykktir ráðninguna fyrir sitt leiti.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 25 A)Þórdís Hauksdóttir sagði frá vinnu sem er farin í gang í leikskólanum, þar sem unnið er með starfsólki að bættu starfsumhverfi og líðan í starfi. Hún ásamt Steinunni Stefánsdóttir frá Starfsleikni ehf munu halda utanum þessa vinnu. Markmið með þessari vinnu era ð bæta samskipti, efla vellíðan og liðsheild.
  Vinnan mun vera í formi hópfræðslu, einstaklingsfræðslu/samtölum og stjórnendastuðningi.

  Fræðslunefnd styður þessa vinnu og óskar eftir að sveitastjórn leggi til fjármagn svo að þessi vinna geti haldið áfram.
  Áætlaður kostnaður árið 2017 er 555.000 og sama fyrir árið 2018.


  B)
  Þórdís sagði nefndinni frá þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í leikskólum við Húnaflóa, sem verið er að leggja lokahönd á. Verkefnið nefnist Málþroski og læsi, færni til framtiðar.


  Bókun fundar Liður 3 a samþykktur og jafnframt er samþykktur viðauki við fjárhagsáætlnun 2017 að upphæð 555.000 kr og er færður á rekstur leikskóla og tekið af eigið fé. Staðfestur á 40. fundi sveitarstjórnar 10. október 2017 með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlanir

1407022

Sveitarstjórn staðfestir framlagt yfirlit áður samþykkta viðauka við fjárhagsáætlun og áhrif þeirra á rekstur sveitarfélagsins. Samþykkt á 40. fundi sveitarstjórnar 10. Október 2017 með 7 atkvæðum.

5.Kjörskrá vegna alþingiskosninga 28. október 2017

1710011

Fyrir fundinum liggur fyrir kjörskrárstofn í Blönduósbæ vegna alþingiskosninga þann 28. Október 2017. Kjörskrárstofn byggir á íbúaskrá þjóðskrár þ.e. eru skráðir með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Sveitarstjórn yfirfór kjörskrárstofninn. Á kjörskrá eru alls 628 einstaklingar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá og leggja hana fram á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og útskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram á kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október nk. í samræmi við 27.grein laga um kosningar til Alþingis.
Afgreiðsla: Staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar 12. september 2017 með 7 atkvæðum.

Fundi slitið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?