46. fundur 13. febrúar 2018 kl. 17:00 - 19:35 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Valgarður Hilmarsson forseti
 • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
 • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
 • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
 • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
 • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
 • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
 • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
 • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 107

1801003F

Fundargerð 107. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 107 Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Í fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustunnar kemur fram að áætlaður hlutur Blönduósbæjar er 41.252.662 krónur sem er 46,75% af útgjöldum byggðasamlagsins. Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 107 Fundargerð og fjárhagsáætlun ársins 2018 lagðar fram. Áætlaður hlutur Blönduósbæjar í rekstri Tónlistarskólans árið 2018 er 15.807.953 krónur sem er 42,66% af útgjöldum byggðasamlagsins. Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 107 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Í fundargerðinni er samþykkt fjárhagsáætlun ársins 2018 og er áætluð hlutdeild Blönduósbæjar í rekstri byggðasamlagsins 11.506.343 krónur sem er 46,03% af útgjöldum byggðasamlagsins. Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • 1.4 1801004 Úthlutun lóða
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 107 Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar (SUU)þann 8. janúar 2018 voru teknar fyrir umsóknir um eftirtaldar lóðir og afgreiðslum þeirra vísað til byggðaráðs.

  a)1712023. Umsókn um lóð að Ennisbraut 5 frá Húnaborg ehf. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar.

  b)1712025. Umsókn um lóð að Ennisbraut 7 frá Húnaborg ehf. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan tólf mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar.

  c)1712024. Umsókn um lóð að Sunnubraut 13-17 frá Húnaborg ehf. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.

  d)1712026. Umsókn um lóð að Smárabraut 19-25 frá Húnaborg ehf. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
  Bókun fundar Lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 108

1801004F

Fundargerð 108. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 108 Fundargerð Sameiningarnefndar A-Hún. lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 108 Þann 19. september 2016 gerðu Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands, annars vegar, og fjármála-og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga, hins vegar með sér samkomulag um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Samhliða þessu samkomulagi gerðu fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19. september 2016. Skv. 8. gr. samningsins var samningurinn gerður með fyrirvara um að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum við samþykkt viðkomandi sveitarstjórna á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar. Lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins byggðu að meginstefnu til á fyrrgreindu samkomulagi aðila.
  Framlagt samkomulag felur í sér að Blönduósbær, skuldbindur sig að greiða 9.459.282 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar, 12.907.966 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 1.388.678 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar. Samtals eru þetta framlög að upphæð kr. 23.755.926.

  Byggðarráð frestar erindinu til næsta fundar byggðaráðs.
  Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • 2.3 1510017 Önnur mál
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 108 Hörður óskaði eftir að taka upp liðinn önnur mál.

  Samþykkt samhljóða.

  Hörður leggur fram eftirfarandi bókun:

  "Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf."
  Bókun fundar Lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 109

1802002F

Fundargerð 109. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 109 Með vísan til eftirlitshlutsverks samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins með stjórnsýslu sveitarfélaga hefur ráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar þá samninga um samstarf sveitarfélaga sem í gildi eru hér á landi. Er þá átt við samninga um byggðasamlög, samninga um starfrækslu verkefna sem styðjast við nýtt ákvæði 96. gr. sveitarstjórnarlaga og aðra samstarfssamninga.
  Markmið verkefnisins er að afla heildstæðra upplýsinga um þá samstarfssamninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga um land allt og jafnframt leggja mat á hverslu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga.
  Með vísan til þess að framan er rakið og 1. mgr. 113. gr. sveitarstjórnarlaga óskar ráðuneytið því eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samninga. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti.

  Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
  Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 109 Stjórn Ferðamálafélags A-Hún. leggur til breytingar hvað varðar staðsetningu og rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Austur-Húnavatnssýslu. Í dag er upplýsingamiðstöðin staðsett í húsnæði Héraðsbókasafnsins. Lagðir voru til á stjórnarfundi Ferðamálafélags A-Hún. nokkrir staðir hvað varðar ákjósanlega staðsetningu fyrir upplýsingamiðstöð svæðisins og uppi stóð, eftir umræður, sú niðurstaða að hún skyldi vera staðsett að Aðalgötu 8 í húsnæði Hitt og þetta handverks og Vötning Angling Service.

  Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við framangreinda staðsetningu.

  Bókun fundar Afgreiðsla:Staðfest á 46 fundi sveitarstjórnar 13. febrúar 2018 með 7 atkvæðum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 109 Fundurgerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 109 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 109 Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 109 Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar þann 24. janúar sl., frestaði byggðaráð afgreiðslu sinni á lið 2. Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og Blönduósbær - Samkomulag um uppgjör.

  Sveitarstjóri lagði fram samkomulag um uppgjör gagnavart Blönduósbæ. Framlagt samkomulag felur í sér að Blönduósbær, skuldbindur sig að greiða 8.254.534 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar, 12.907.966 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 1.388.678 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar. Samtals eru þetta framlög að upphæð kr. 22.551.178.

  Á fundi Byggðasamlags Tónlistarskóla A-Hún. sem haldinn var 23. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
  "a) Stjórn Tónlistarskóla A-Hún. samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga og að kröfur sjóðsins verði greiddar á eindaga.
  b) Jafnframt samþykkir stjórnin að skuld Tónlistarskólans við A-deild Brúar, verði dreift á aðildarsveitarfélög skólans skv. kostnaðarskiptingu fyrir árið 2018."
  Hlutur Blönduósbæjar er samtals kr. 7.863.233,- og er mánaðarleg innheimta kr. 655.269,-

  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs. Samtals er hlutur Blönduósbæjar kr. 30.414.411

  Byggðarráð samþykkir einnig að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 25. m.kr. til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum.

  Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 samtals kr. 30.414.411 sem verður fjármagnað með 25. m.kr. lántöku við Lánasjóð sveitarfélaga og 5.414.411 verði fjármagnað með eigið fé.  Bókun fundar samþykkt á 46 fundi sveitarstjórnar á 46. fundi sveitarstjórnar 13. febrúar 2018 með 7 atkvæðum
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 109 Á fundi skipulags-, umhverfis-og umferðarnefndar þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókun samþykkt vegna umsóknar Borealis Data Center ehf. um lóðir fyrir gagnaver við Svínvetningabraut:
  "Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið auglýst og er umsagnarfrestur liðinn. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Borealis Data Center ehf. lóðinni með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B-deild Stjórnartíðinda. Ef framkvæmdir verða ekki hafnar innan 12 mánaða frá lóðarúthlutun fellur hún aftur til sveitarfélagsins."

  Byggðaráð samþykkir að úthluta Borealis Data Center ehf. umræddum lóðum samkvæmt nánari útfærslu í samráði við umsækjanda.
  Bókun fundar Lögð var fram eftirfarandi bókun:
  Undirrituð hvetja meirihluta Sveitarstjórnar Blönduóss til að gæta vel að hagsmunum Blönduósbæjar í því mikilvæga verkefni sem gagnaversverkefnið er. Í því sambandi viljum við árétta að gagnaver er hagsmunamál þjóðfélagsins í heild og því ættu aðrar stofnanir og fyrirtæki samfélagsins að koma frekar að þessu máli.
  Undir þessa bókun skrifa Hörður Ríkarðsson, Oddný María Gunnarsdóttir og Sindri Bjarnason.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 109 Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 7. febrúar 2018 var tekin fyrir umsókn frá Páli Marteinssyni um lóð - Arnargerði 14 og eftirfarandi bókað:
  Tekið jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Páli Marteinssyni lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan tólf mánaða frá lóðarúthlutun."

  Byggðaráð samþykkir úthlutun á lóðinni Arnargerði 14.
  Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • 3.9 1709018 Framkvæmdir 2018
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 109 Ágúst Þór, yfirmaður tæknideildar, mætti á fundinn undir þessum lið.

  Ágúst Þór kynnti tillögur að malbikunarframkvæmdum við götur og plön í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður er 76,6 m.kr. Viðbótarfjárþörf miðað fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2018 er 24 m.kr.

  Byggðaráð samþykkir að fara í framkvæmdirnar samkvæmt framlagðri áætlun og leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 samtals kr. 24. m. kr. sem verður fjármagnað af eigin fé.
  Bókun fundar Afgreiðsla:Samþykkt á 46. fundi sveitarstjórnar 13. febrúar 2018 með 5 atkvæðum 1 á móti(HR) og 1 situr hjá(OMG).

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 38

1802001F

Fundargerð 38. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 38 Nefndin lýsir ánægju sinni með vel unnið verk og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016.

  Gestir fundarins viku af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar er samþykkt á 46. fundi sveitarstjórnar 13. febrúar 2018 með 7 atkvæðum. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillögu um verndarsvæði í byggð í samræmi við 2. grein reglugerðar um vendarsvæði í byggð nr. 575/2016.
 • 4.2 1710013 Brimslóð 10c
  Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 38 Nefndin leggst ekki gegn því að undirbúningi verði haldið áfram með þeim fyrirvara um að endanleg afgreiðsla frestað þar til afgreiðslu tillögu um verndarsvæði í byggð er lokið. Einnig er vísað til fyrri bókunnar nefndarinnar.

  Nefndin er jákvæð fyrir því að taka til skoðunar byggingarhugmyndir og stækkun á lóð Brimslóðar 10A og 10C. Inní þá umræðu þarf að taka niðurstöðu úr þeirri vinnu sem verndarsvæði í byggð leiðir af sér auk þess sem uppfylla þarf skipulagslög og fylgja þeim við úrlausn erindisins. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða nánar við bréfritara og að erindið verði skoðað í vinnunni um verndarsvæðið.
  Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 38 Deiliskipulag fyrir gagnaver á Blönduósi var auglýst frá 21. desember 2017 til 1. febrúar 2018. Engar athugasemdir bárust við tillöguna en umsagnir frá Vegagerðinni, Minjastofnun, Skipulagsstofnun, Landsneti, Ferðamálastofu, RARIK og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Skipulagsfulltrúi fór yfir umsagnirnar og það með hvaða hætti verði brugðist við þeim.
  Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar í samræmi við umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar er samþykkt á 46. fundi sveitarstjórnar 13. febrúar 2018 með 7 atkvæðum. Skipulagsfulltrúa falið að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 38 Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Páli Marteinssyni lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan tólf mánaða frá lóðarúthlutun. Bókun fundar Lögð fram til kynningar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 38 Nefndin samþykkir að lýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar verði send Skiplagsstofnun og umsagnaraðilum til umsagnar og á sama tíma verði hún auglýst til að gefa almenningi tækifæri á að gera athugasemdir við lýsinguna skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar er staðfest á 46. fundi sveitarstjórnar 13. febrúar 2018 með 7 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 38 Zophanías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
  Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda fellur nefndin frá því að breytingin sé grendarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjandi greiðir er allan kostnað við gerð á deiliskipulagsbreytingunni.
  Samþykkt með 4 atkvæðum
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar er staðfest á 46. fundi sveitarstjórnar 13. febrúar 2018 með 6 atkvæðum. (ZAL vék af fundi í umræðum og afgreiðslu þessa liðar).
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 38 Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið auglýst og er umsagnarfrestur liðinn. Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Borealis Data Center ehf. lóðinni með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu og auglýsingu þess í B- deild Stjórnartíðinda. Ef framkvæmdir verða ekki hafnar innan 12 mánaða frá lóðarúthlutun fellur hún aftur til sveitarfélagsins. Bókun fundar Lögð fram til kynningar.

5.Starfslok sveitarstjóra

1802008

Lagður fram starfslokasamningur við sveitarstjóra þar sem kemur fram að starfslok hans eru frá og með 1.apríl. Starfslokasamningurinn samþykktur með 4 atkvæðum en 3 sitja hjá (HR,OMG,SB).
Tillaga var lögð fram af L-lista:
Sveitarstjórnarfulltrúar L-Listans gera að tillögu sinni að Valgarður Hilmarsson verði ráðinn sveitarstjóri frá 1.apríl 2018 til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs er falið að gera ráðningarsamning við Valgarð og leggja hann fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.

Samþykkt á 46 fundi sveitarstjórnar 13 febrúar 2018 með 4 atkvæðum en 3 sitja hjá (HR,OMG,SB).

6.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:35.

Var efnið á síðunni hjálplegt?