47. fundur 20. mars 2018 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Valgarður Hilmarsson forseti
 • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
 • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
 • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
 • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
 • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
 • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
 • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 110

1802004F

Fundargerð 110. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 47. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 110 Uppbygging ehf. óskar eftir viðræðum við sveitarstjórn Blönduósbæjar um sameiginlega uppbyggingu á fjölbýlishúsi að Hnjúkabyggð 29.-Óskað er eftir eftirfarandi:
  - Samkomulag verði gert við Uppbyggingu ehf. um langtímaleigu eða kaup sveitarfélagsins á allt að 8-10 íbúðum í hinu nýja fjölbýlishúsi.
  - Þegar samkomulag liggur fyrir verði lóðinni Hnjúkabyggð 29, formlega úthlutað til Uppbyggingar ehf.

  Byggðaráð hafnar erindinu en hafi forsvarmenn Uppbyggingar ehf. áhuga á lóðinni í sveitarfélaginu er þeim bent á að sækja um hana með hefðbundnum hætti.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 110 Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. janúar 2018 var eftirfarandi bókað og samþykkt:
  "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félaga sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að félög sýni fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu. Séu slíkar reglur nú þegar til staðar hvetur stjórn sambandsins sveitarfélög til að yfirfara sínar stefnur með þetta í huga."

  Sveitarstjóra falið að senda íþróttafélögum bréf þar sem ofangreint er áréttað.

 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 110 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 110 Á haustþingi SSNV í október 2017 var eftirfarandi ályktun samþykkt.
  "Haustþing SSNV, haldið á Hvammstanga 20. október 2017, samþykkir að stjórn SSNV láti taka saman yfirlit um stöðu örnefnaskráningar í hverju aðildarsveitarfélagi og skipi valinkunna einstaklinga í vinnuhóp ef þess telst þörf. Vinnuhópur þessi mun í samstarfi við skipulagsfulltrúa og Landmælingar Íslands, vinna að skráningu örnefna á hverju svæði fyrir sig. Nauðsynlegt er að ráðast í þessa skráningu nú, svo að örnefni tapist ekki. Örnefni er stór hluti af menningarsögu landsins.

  Í ljósi ofangreindar samþykktar er hér með óskað eftir eftirtöldum upplýsingum:
  "Óskað er eftir upplýsingum um stöðu örnefnaskráningar í sveitarfélaginu. Ef sveitarfélagið samanstendur af fleiri en einum hreppi, skv. skipulagi fyrri tíma, þá er óskað eftr upplýsingum um stöðuna í hverjum hreppi fyrir sig. Ef örnefnaskráning er hafin eða jafnvel lokið er óskað eftir upplýsingum um form skráningar. (Er skráningin textaskjal eða er skráð inn á kort, myndir eða eru örnefni hnitsett?)
  Einnig er óskað eftir mati hvers sveitarfélags fyrir þörf á frekari skráningu örnefna í sveitarfélaginu.

  Byggðaráð felur tæknideild að taka saman framagreindar upplýsingar.

2.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 39

1803001F

Fundargerð 39. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 47. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 39 Deiliskipulagið er til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og verður auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þegar það liggur fyrir.
  Nefndin leggur til að gatan heiti Gagnagerði.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 39 Nefndin telur að æskilegt sé að reitir nr. 43 og nr. 44 verða einnig lengdir á sama tíma til suðurs og að reit nr. 41 verði hliðrað til suð-austurs svo að reitur nr. 43 rúmist betur. Reitur nr. 45 er stækkaður úr 56m2 í 117m2 skv. umsókn. Þessi breyting er gerð skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að ekki þurfi að grendakynna breytinguna í samræmi við 3. málsgrein í grein nr. 44. í skipulagslögum þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins. Bókun fundar Staðfest á 47. fundi sveitarstjórnar 20.03.2018 með 6 atkvæðum.
 • 2.3 1803001 Skipulagsmál
  Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 39 Nefndin telur brýnt að unnið verði deiliskipulag af gamla bænum og að hafist verði handa við undirbúning þess. Það er mikilvægt að hraða þeirri vinnu þannig að hægt sé að vinna að framkvæmdum á svæðinu og skoða mögulega aðkomu sveitarfélagsins að þeirri vinnu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samið verði við ráðgjafa um þá vinnu. Bókun fundar Sveitarstjórn telur nausynlegt að flýta deiliskipulagsvinnu í gamla bænum. Leitað verður til ráðgjafa um verð og tímaramma á verkefninu.
  Samþykkt með 6 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 39 Tillagan var lögð fram og gerir nefndin ekki athugasemdir við hana. Bókun fundar Staðfest á 47. fundi sveitarstjórnar með 6 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 39 Nefndin samþykkir stöðuleyfi til 8. mánaða. Bókun fundar Staðfest á 47.fundi sveitarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 39 Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Uppbygginu ehf. lóðinni samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir verða ekki hafnar innan 6 mánaða frá lóðarúthlutun og þeim lokið 12 mánuðum síðar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 39 Húsið er sýnt innan byggingarreits og nær ekki hámarksnýtingarhlutfalli lóðar. Nefndin samþykkir bygginaráformin.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 39 Farið yfir tillögu að reglum um umferð á Blönduósi. Fram kom tillaga um að setja biðskyldumerki á götur sem liggja að Mýrarbraut. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, einn greiddi atkvæði gegn breytingunni og einn var fjarverandi við afgreiðsluna. Samþykkt að fela byggingarfulltrúa að uppfæra skjalið og senda tillöguna til staðfestingar í sveitarstjórn og í framhaldi af því mun lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra auglýsa tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda. Afgreiðslan var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Einn var fjarverandi. Bókun fundar Staðfest á 47.fundi sveitarstjórnar 20.03.2018 með þeirri breytingu að bætt er við gangbraut og hraðahindrun á Hólabraut við gatnamót Melabrautar.Samþykkt með 6 atkvæðum.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 111

1803003F

Fundargerð 111. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 47. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 111 Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Blönduskóla óskar eftir námsleyfi frá störfum 1. ágúst 2018 til 31. júlí 2019 en hún ætlar að stunda nám við HÍ næsta vetur. Byggðaráð samþykkir námsleyfi skólastjóra. Bókun fundar Staðfest á 47. fundi sveitarstjórnar 20.03.2018 með 6 atkvæðum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 111 26. ársþing SSNV verður haldið í Skagabúð þann 6. apríl nk. Blönduósbær á fjóra fulltrúa en kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra. Aðalfulltrúar Blönduósbæjar eru Valgarður Hilmarsson, Anna Margrét Sigurðardóttir, Hörður Ríkharðsson og Oddný María Gunnarsdóttir. Til vara eru Anna Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Haukur Jakobsson, Sindri Páll Bjarnason og Valdimar Guðmannsson.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 111 Fundargerð stjórnar Veiðifélags Blöndu og Svarár var lögð fram til kynningar. Fram kemur í fundargerð að kanna á með að halda aðalfund veiðifélagsins þann 7. apríl nk.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 111 Lagt fram bréf Vegagerðarinnar vegna kynningar á drögum að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Refasveit og um Laxá en stefnt er að því að vinna nýjan Þverárfjallsveg sem verður um 8,5 km langur frá stofnvegi við Hringveg(1) austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi(744) auk 3,3 km langs vegar með nýrri brú á Laxá sem verður að framkvæmdum loknum hluti Skagastrandarvegar(74). Frestur til að koma með athugasemdir er til 10. mars 2018. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 111 Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar mælti með því við byggðaráð á fundi sínum þann 7. mars sl. að úthluta Uppbyggingu ehf. lóðinni að Hnjúkabyggð 29 fyrir fjölbýlishús samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Uppbyggingar ehf. enda hafi skilyrtum gögnum og upplýsingum fyrir lóðarveitingu verið skila inn til byggingarfulltrúa innan 3ja mánaða og er úthlutunin háð því að framkvæmdir hefist innan 6 mánaða og verði lokið 12 mánuðum síðar.

4.Eftirlitshlutverk með stjórnsýslu sveitarfélaga

1802006

Drög að svari lögð fram og samþykkt.
Staðfest á 47. fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar með 6 atkvæðum.

5.Kosningar forseta sveitarstjórnar og ráðningarsamningur sveitarstjóra

1803013

L-Listinn gerir tillögu um að Anna Margrét Jónsdóttir verði forseti sveitarstjórnar. Og að Zophanías Ari Lárusson verði 1 varaforseti sveitarstjórnar.
Samþykkt mótatkvæðalaust.
Ráðningarsamningur sveitarstjóra kynntur og samþykktur með smávægilegum breytingum. Samþykkt með 3 atkvæðum HR og OMG sitja hjá.

J-listinn lagði fram eftirfarandi bókun:
J-listinn telur ástæðulaust að ráða sveitarstjóra. Starfsmenn sveitarfélagsins eru fullfær að annast þau störf sem annast þarf fram yfir kostningar.
Undir þetta rita Oddný María Gunnarsdóttir og Hörður Ríkarðsson.

6.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór fór yfir helstu verkefni í sveitarfélaginu.
Að því loknu var Arnari þakkað fyrir vel unnin fyrir sveitarfélagið síðustu 11 ár.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?