51. fundur 14. maí 2018 kl. 16:05 - 16:07 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir forseti
  • Zophonías Ari Lárusson 1. varaforseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Sigurðardóttir aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri
  • Valdimar Guðmannsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018

1805008

Fyrir fundinn liggur kjörskrárstofn í Blönduósbæ vegna sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí 2018. Kjörskrárstofn byggir á íbúaskrá þjóðskrár þ.e. eru skráðir með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Sveitarstjórn yfirfór kjörskrárstofninn. Á kjörskrá eru alls 643 einstaklingar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá og leggja hana fram á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og útskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram á kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí nk. í samræmi við III kafla laga um kosningar til sveitarstjórnar.
Afgreiðsla: Staðfest á 51. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2018 með 7 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:07.

Var efnið á síðunni hjálplegt?