55. fundur 12. júlí 2018 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Rannveig Lena Gísladóttir forseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson 1. varaforseti
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson varamaður
  • Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Ráðning sveitarstjóra Blönduósbæjar

1806011

Rannveig Lena kynnti ráðningarsamning við Valdimar O Hermannsson.
Ráðningarsamningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur með 4 atkvæðum (RLG,GHJ,HBG,SÞJ) 3 sátu hjá (GTH, JÖS,BÁ).
Gunnar Tryggvi lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Óslistans:
Vegna takmarkaðrar aðkomu sinnar að ráðningarferli því er liggur til grundvallar framlögðum drögum að ráðningarsamningi við nýjan sveitarstjóra Blönduósbæjar, þrátt fyrir ríkan og yfirlýstan vilja til samstarfs við fulltrúa meirihlutans, telja fulltrúar Óslistans sér nauðugur sá kostur að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um málið.
Eftir bókun Óslistans óskaði L-listinn eftir fundarhléi. Fundarhlé hófst kl. 17:15
Fundur hófst að nýju kl. 17:25
Guðmundur Haukur lagði fram eftirfarandi bókun:
L-listinn leggur fram eftifarandi bókun.
Fulltrúar Óslistans tóku þátt í viðtali við umsækjanda og á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða að vinna áfram að viðræðum við tiltekinn aðila. Sami fulltúi Óslistans tók þátt í ferlinu að hluta með öflun meðmæla. Fulltrúar L-listans lýsa yfir vonbrigðum með að Óslistinn skuli ekki staðfesta framlagðan ráðningarsamning.
Eftir bókun Guðmundar óskuðu fulltrúar Óslistans eftir fundarhléi. Fundarhlé hófst kl. 17:30
Fundur hófst að nýju kl. 17:45
Óslistinn lagði fram eftirfarandi bókun:
Líkt og fundargerð 54. fundar sveitarstjórnar Blönduósbæjar ber með sér var þar bókað um afgreiðslu málsins að sveitarstjórn myndi halda áfram að vinna að málinu og fara yfir umsóknir umsækjenda. Vissulega var fulltrúum Óslistan boðið að vera viðstaddir atvinnuviðtal við einn úr hópi umsækjenda, eftir að tímasetning þess viðtals hafði verið ákveðin, en Óslistinn hafði að öðru leyti litla sem enga aðkomu að mati á umsækjendum, því hverjir skyldu boðaðir til viðtals né undirbúningi ráðningarsamnings. Telja fulltrúar Óslistans afstöðu sína til málsins eðlilega í ljósi þessa en í henni felst hins vegar ekki neikvæð afstaða til nýráðins sveitarstjóra.
Rannveig Lena bar upp tillögu um að skrifað yrði undir ráðningarsamning við Valdimar.
Tillagan var borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum (RLG,GHJ,HBG,SÞJ) 3 sátu hjá (BÁ,GTH,JÖS).
Rannveig Lena bauð Valdimar velkominn til starfa.

2.Tillaga um atvinnumálanefnd

1807003

Kjör 5 aðalmanna og 5 varafulltrúa í Atvinnumálanefnd Blönduósbæjar til 1 árs:
Sigurgeir Þór Jónasson af L-lista
Valgarður Hilmarsson af L-lista
Rannveig Lena Gísladóttir af L -lista
Jón Örn Stefánsson af Ó-lista
Valgerður Hilmarsdóttir af Ó-lista
Varamenn:
Sara Lind Kristjánsdóttir af L-lista
Lee Ann Maginnis af L-lista
Guðmundur Haukur Jakobsson af L-lista
Gunnar Tryggvi Halldórsson af Ó-lista
Birna Ágústsdóttir af Ó-lista

Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Ráðning persónuverndarfulltrúa

1807026

Ráða þarf persónuverndarfulltrúa fyrir Blönduósbæ.
Tillaga um að Valgarði Hilmarssyni verði falið að ganga frá tímabundinni ráðningu persónuverndarfulltrúa.
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 117

1807002F

Fundargerð 117. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 55. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 4.5,4.7,4.8,4.9,4.11,4.13,4.14,4.15 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leiti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkti á fundi með öðrum eignaraðilum í Rótum bs. þann 27.janúar 2017 að slíta félaginu. Sama dag var skipuð skiptastjórn í Rótum bs. Skiptastjórn hefur nú lokið störfum og úthlutun hennar á eignum Róta bs.liggur fyrir.
    Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkir úthlutun skiptastjórnar og samþykkir að starfsemi Róta bs. verði hætt og félagið lagt niður og afmáð úr firnaskrá við afskráningu félagsins.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðaráðs staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar 12. júlí 2018 með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Byggðaráð hafnar ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda á Ennisbraut þar sem gatnagerðargjald eru ekki felld niður á atvinnuhúsnæði.
    Byggðaráð samþykkir 3 mánaða frest vegna lóða á Sunnubraut 13-17 og Smárabraut 19-25 en að þeim tíma liðnum falla lóðirnar til sveitarfélagsins séu framkvæmdir ekki hafnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar Byggðaráðs staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar 12. júlí 2018 með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Byggðaráð samþykkir að skólamáltíðir verði boðnar út til eins árs. Bókun fundar Sveitarstjórn ítrekar að lögð verði aukin áhersla á lýðheilsumarkmið í útboðsgögnum en gert hefur verið í undanförnum útboðum.
    Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
    Sveitarstjóra falið að framkvæma útboðið.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Skólastjóri Blönduskóla óskar eftir aukningu á kennslumagni fyrir skólann skólaárið 2018-2019 úr 380 á síðasta skólaári í 397 og auknum stuðningi úr 200% í 350%.
    Byggðaráð samþykkir umsókn skólastjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðaráðs staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar 12. júlí 2017 með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Erindi frá stjórnendum Barnabæjar þar sem gerð er grein fyrir húsnæðiþrengslum skólans.
    Byggðaráð vísar málinu til frekari athugunar tæknideildar.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Skólaakstur var boðinn út og voru tilboð opnuð kl. 10:00 3. júlí sl. Samkvæmt útboðsgögnum liggja fyrir tilboð frá þremur aðilum, þeir eru Ingþór Kristmundsson, Ágústa H. Óskarsdóttir og Ben og félagar.
    Allir buðu í báðar leiðir auk þess barst frávikstilboð frá Ágústu H. Óskarsdóttur.
    Byggðaráð samþykkir að leita eftir samningi á grundvelli frávikstilboðs Ágústu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðaráðs staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar 12. júlí 2018 með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Lagt fram erindisbréf fyrir atvinnumálanefnd. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn frá Jolanta Tomaszewska kt. 271161 - 2129, Aðalgötu 2 540 Blönduósi f.h. Gistiheimilið Kiljan ehf , kt. 540409-0640, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Garðabyggð 1 Blönduósi.
    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðaráðs staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar 12. júlí 2018 með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Hönnu Bjargar Konráðsdóttur kt. 200583-7289,
    Guðnýjarbraut 22 260 Reykjanesbæ f.h. Sleipnisoffshore eh , kt. 470314-0600, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Sólbakka Blöndubyggð 3 á Blönduósi.
    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðaráðs staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar 12. júlí 2018 með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 117 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Katrínar Sifjar Rúnarsdóttur kt. 240787-3699, Aðalgötu 10 540 Blönduós f.h. Gistiheimilið Tilraun ehf , kt. 470617-1870, um leyfi til að reka gististað í flokki II í að Aðalgötu 10 á Blönduósi.
    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 117. fundar byggðaráðs staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar 12. júlí 2018 með 7 atkvæðum samhljóða.

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43

1807003F

Fundargerð 43. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 55. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 5.4, 5.5,5.7,5.8 og 5.10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 5.1 1807023 Kosningar
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri bauð fundarmenn velkomna og lagði fram tillögu um að formaður væri Zohonías Ari Lárusson. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.
    Fram kom tillaga um Arnrúnu Báru Finnsdóttur sem varaformann. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.
    Valgarður Hilmarson vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Nefndin samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti. Bókun fundar Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með fyrirsvarsmönnum grunnskóla og tæknideildar til upplýsingar og stefnumótunar um málefnið.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Nefndin samþykkir niðurrifið. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar Skipulags-,umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar 12. júlí 2018 með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Stíganda ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælir með óverulegi breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðunum verði breytt úr 2 einbýlishúsalóðum í eina raðhúsalóð. Skipulagsbreytingin verði með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin þarf að ná til eiganda húsa við Smárabraut. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Stíganda ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
    Nefndin vekur athygli á að breyting á skipulagi er á kostnað umsækjanda.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir vinnu að breytingu á deiliskipulagi með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í 6-8 íbúða raðhús sem verði með tvö bílastæði við hverja íbúð. Skipulagsbreytingin verði með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin þarf að ná til eiganda húsa við Smárabraut sem og húseiganda við Skúlabraut 22. Nefndin vekur athygli á að breyting á skipulagi er á kostnað umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar Skipulags-,umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar 12. júlí 2018 með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu og senda það til Skipulagsstofnunar til samþykktar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Nefndin þakkar Steinunni fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að gera úrbætur fyrir gangandi vegfarendur á milli hverfanna og að gerðar verði lagfæringar á blindhorni á gatnamótum Holtabrautar og Sunnubrautar. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs. Bókun fundar Sveitastjórn tekur undir mikilvægi erindisins og beinir þeim tilmælum til tæknideildar að leita lausna á vandamálinu með tilliti til þeirra malbikunarframkvæmda sem munu eiga sér stað í ágúst.
    Þá er þeim tilmælum jafnframt beint til tæknideildar að gera úrbætur á blindhorni á gatnamótum Holtabrautar og Sunnubrautar með því að stytta mönina til að auka útsýni vegfarenda.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 43 Nefndin fór í vettvangsferð til að skoða garða og verða tillögur nefndarinnar bókaðar á næsta fundi. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?