58. fundur 11. september 2018 kl. 17:00 - 19:51 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Rannveig Lena Gísladóttir forseti
 • Sigurgeir Þór Jónasson 1. varaforseti
 • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
 • Jón Örn Stefánsson varamaður
 • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Starfsmenn
 • Elfa Björk Sturludóttir ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir, ritari
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit Blönduósbæjar 2018

1806003

Sigrún Hauksdóttir aðalbókari Blönduósbæjar mætti undir þennan lið og fór yfir rekstur Blönduósbæjar fyrstu 6 mánuði ársins 2018.

2.Samþykkt fyrir Öldungaráð Blönduósbæjar

1510069

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar lagði fram tillögu að breytingu á 4.gr. samþykkta fyrir Öldungaráð Blönduósbæjar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktir fyrir Öldungaráð Blönduósbæjar.

3.Samþykktir Jafnréttisnefndar

1809007

Jafnréttisnefnd lagði fram breytingar á erindisbréfi Jafnréttisnefndar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingar á erindisbréfi Jafnréttisnefndar.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 119

1808008F

Fundargerð 119. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 58. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 4.1,4.4 og 4.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leyti lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 119 Fyrir liggur beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í kennslukostnaði við miðnám í Tónlistarskóla Sigursveins.

  Byggðaráð samþykkir ofangreinda umsókn og mun sækja um endurgreiðslu frá Jöfnunarsjóði á móti þeim greiðslum eins og reglur kveða á um.

  Sveitarstjóra falið að útbúa viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn þegar endanlegur kostnaður liggur fyrir.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðni um greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarskóla.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 119 Fyrirhugaður er samtalsfundur með stjórn Landsnets 13. september nk. á B&S restaurant kl. 15:00 um málefni flutningskerfis raforku í nútíð og framtíð, með áherslu á þau verkefni sem eru á döfinni í landshlutanum.

  Byggðaráð hvetur kjörna fulltrúa til þess að mæta á þennan fund.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 119 Fyrir liggur bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga til framkvæmdarstjóra og félagsmálastjóra sveitarfélaga um ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi þann 1. október 2018. Meðal nýmæla er að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópur aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Gert er ráð fyrir að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi eða á grundvelli samvinnu milli sveitarfélaga.

  Á aðalfundi Félags eldri borgara í Húnaþingi þann 10.apríl sl. voru fjórir aðilar, tveir aðalmenn og tveir til vara kosnir í Öldungaráði Blönduósbæjar til næstu fjögurra ára.

  Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma með tillögu að breytingu á 4.gr Samþykkta fyrir Öldungaráð Blönduósbæjar á grundvelli meðfylgjandi gagna fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 119 Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 13. ágúst 2018 var tekin fyrir umsókn um lóðir að Smárabraut 7 og 9 og afgreiðslum þeirra vísað til byggðaráðs.

  Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umræddum lóðum. Byggðaráð samþykkir að úthluta Mýrarbraut 23 ehf lóðunum skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðirnar falla aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 119 Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 13.ágúst 2018 var tekin fyrir umsókn um lóð að Garðabyggð 10 og afgreiðslu hennar vísað til byggðaráðs. Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umræddri lóð.

  Byggðaráð samþykkir að úthluta Mýrarbraut 23 ehf lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar. Byggðaráð vekur athygli á að úthlutunarreglur um ívilanir vegna gatnagerðagjalda miða við að lögaðilar fái að hámarki 2 lóðir samkvæmt þeim reglum, því er ekki mögulegt að fella niður gatnagerðargjöldin af þessari lóð.


  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 119 Fyrir liggur að fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018 fari fram á Hilton Reykjavík Nordica 11. og 12. október.

  Byggðaráð samþykkir að kjörnir fulltrúar eða varamenn þeirra mæti á fjármálaráðstefnuna. Staðfesting óskast í síðasta lagi fyrir lok mánaðar.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 119 Guðmundur Haukur, formaður byggðaráðs, lagði til að tekin yrði fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem Aðalbjörg Valdimarsdóttir sækir um tækifærisleyfi fyrir hönd Refsborg menningarfélag kt. 581111 - 0530.

  Samþykkt samhljóða að taka þetta mál fyrir.

  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 45

1809001F

Fundargerð 45. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 58. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 5.1,5.2,5.4,5.5, 5.6 og 5.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Fundargerðin er að öðru leyti lögð fram til kynningar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 45 Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 fellur framkvæmdin í flokk C þar sem heildarlengd strengsins er undir 10 km að lengd. Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar samþykkir að þessi framkvæmd skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.
  Nefndin samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að afgreiða framkvæmdaleyfi vegna strenglagnarinnar þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um framkvæmdaleyfi.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 45 Skipulagsstofun óskar eftir að Blönduósbær veiti umsögn um tillögu Vegagerðarinnar að matsáætlun fyrir Þverárfjallsveg í Refasveit. Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar hefur kynnt sér tillögu að matsáætlun og telur að hún geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar. Blönduósbær gerir ekki athugasemdir þá umhverfisþætti sem matið tekur til né hvernig staðið sé að gagnaöflun og mati á einstaka þáttum sem fram koma í frummatsskýrslunni. Blönduósbær mun á síðari stigum veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar á grundvelli þeirra gagna sem lögð verða fram þegar til framkvæmda kemur. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðni um umsögn.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 45 Lóðin er byggingarhæf og byggingaráform falla að deiliskipulagsskilmálum. Nefndin vísar afgreiðslu á erindinu um úthlutun lóðar til byggðarráðs. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 45 Nefndin telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem heildarbyggingarmagn á lóðunum mun ekki aukast. Nefndin samþykkir að grenndarkynna breytingu vegna lóðanna Smárabraut 7-9 þar sem lóðunum er breytt úr tveimur einbýlishúsalóðum í 4-5 íbúða raðhúsalóð, Smárabraut 18-20 þar sem lóðunum er breytt úr tveimur einbýlishúsalóðum í 3-4 íbúða raðhúsalóðir, og Smárabraut 19-25 þar sem lóðinni er breytt úr 4 íbúða raðhúsi í 6-8 íbúða raðhúsalóð. Grenndarkynningin nái til húseigenda við Smárabraut. Kostnaður vegna skipulagsbreytinga er greiddur af umsækjendum um breytinguna. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á deiliskipulagi.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 45 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um byggingarleyfi.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 45 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um byggingarleyfi.
 • 5.7 1803001 Skipulagsmál
  Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 45 Nefnin fór yfir næstu skref í skipulagsmálum og telur að hraða þurfi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir ný íbúðarhverfi. Einnig er brýnt að hefja vinnu við deiliskipulag gamla bæjarins sem fyrst. Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir kostnaði við deiliskipulagsvinnu í fjárhagsáætlun 2019. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða áformin.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 45 Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Byggingarfulltrúi fór yfir og kynnti einstaka afgreiðslur. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

6.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 29

1808006F

Fundargerð 29. fundar Fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 58. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • 6.1 1807023 Kosningar
  Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 29 Valdimar O Hermannsson sveitastjóri setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fram kom tillaga um Önnu Margréti Jónsdóttir sem formann, Zophonías Ara Lárusson varaformann og Valgerði Hilmarsdóttir sem ritara.
  Tillaga samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 29 Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri fór yfir starfsmannamál Blönduskóla.

  Katrín Benediktsdóttir var ráðinn í stað Ragnheiðar Ólafsdóttir sem hætti við að koma til starfa hjá Blönduskóla.
  Ágústa Hrönn Óskarsdóttir var ráðin tímabundið í stað starfsmanns sem er í ársleyfi frá Blönduskóla.


  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 29 Jóhanna G Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir starfsmannamál í leikskólanum, í dag eru 19,4 stöðugildi. Fjöldi barna í vetur verða 70. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 29 Jóhanna G Jónasdóttir leikskólastjóri kynnti skóladagatal Barnabæjar. Skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 29 Bréf frá Mennta-og menningarmálaráðuneyti kynnt varðandi eftirfylgni á úttekt á Blönduskóla. Þuríður fór yfir stöðuna á umbótaáætlun fyrir Blönduskóla sem unnin var síðasta vetur í tengslum við bókun 1 í kjarasamningi kennara 2016.

  Skólasóknarkerfi, viðbragðsáætlun vegna fjarvista nemenda Blönduskóla kynnt og samþykkt samhljóða af nefnd.
  Snjalltækjasamningur nemanda kynntur.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 29 Anna Margrét Jónsdóttir kynnti námskeið sem að Samband Íslenskra sveitarfélaga ætlar að bjóða upp fyrir skóla- og fræðslunefndir, aðra nefndarmenn og áheyrnarfullrúa. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

7.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 11

1808002F

Fundargerð 11. fundar Jafnréttisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 58. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 11 Erindisbréfi jafnréttisnefndar vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 11 Unnið að gerð nýrrar jafnréttisáætlunar. Nefndin kynnti sér jafnréttisáætlanir annarra sveitarfélaga og lagði drög að uppsetningu nýrrar áætlunar fyrir sveitarfélagið.
  Verður vinnu við áætlunina haldið áfram á næsta fundi.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

8.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 17

1808007F

Fundargerð 17. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 58. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • 8.1 1807023 Kosningar
  Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Ákveðið var að Anna Margrét Jónsdóttir yrði formaður, Rúnar Örn Guðmundsson ritari og Þórarinn Bjarki Benediktsson meðstjórnandi. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Formaður lagði fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingaverð verður 400 kr. og dagsverkið 14.000 kr. Fjárhagsáætlun verður í viðhengi við fundargerð. Farið verður í þrennar göngur í Tröllabotna en tvennar á önnur svæði. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 8.3 1806007 Réttarbygging
  Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 17 Ákveðið hefur verið að hefja framkvæmdir við réttarbyggingu í Hvammi í haust. Verkið verði síðan klárað næsta sumar og tekið i notkun haustið 2019. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

9.Fyrirspurn varðandi smíðastofu í Blönduskóla

1809008

Gunnar Tr. Halldórsson setti fram fyrirspurn um stöðu mála varðandi smíðastofu í Blönduskóla.

Almennar umræður sköpuðust um málið. Stefnt er að því að taka málið fyrir á næsta fundi byggðaráðs.

Fundi slitið - kl. 19:51.

Var efnið á síðunni hjálplegt?