60. fundur 13. nóvember 2018 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
 • Sigurgeir Þór Jónasson 1. varaforseti
 • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Jón Örn Stefánsson varamaður
 • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
 • Zophonías Ari Lárusson varamaður
 • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit Blönduósbæjar 2018

1806003

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar, fór yfir rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins.

Rekstur sveitarfélagsins er að mestu leiti á áætlun.

Sigrún vék af fundi að þessum lið loknum.

2.Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra - síðari umræða

1710005

Nokkrar umræður sköpuðust um samþykktina.

Að umræðum loknum var samþykktin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 121

1810002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Lisa Hälterlein og Skafti Vignisson óska eftir að leigja part af jörðinni Enni sem er í eigu Blönduósbæjar.

  Sveitarstjóra falið að svara erindinu, en stefnumótandi ákvörðun um meðferð jarðarinnar Enni verður tekin í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2019.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir og Elmar Sveinsson, íbúar að Hólabraut vilja vekja athygli sveitarfélagsins á því að öryggi gangangi og hjólandi vegfarenda við Hólabrautina sé verulega ábótavant vegna hraðaksturs bifreiða sem fara um götuna.

  Byggðaráð tekur undir mikilvægi þess að huga að öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og vísar erindinu til Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar til frekari útfærslu með sérstaka áherslu á umferðarhraða í íbúðagötum með tilliti til samþykktar frá 7. mars 2018 þar sem meðal annars var lögð áhersla á hraðahindrun á Hólabraut.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Stjórn golfklúbbsins Óss leggur fram tillögur að framtíðarsýn golfvallarins þar sem lagt er til að Blönduósbær komi meira að rekstrarumhverfi golfvallarins.

  Málinu er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun og frekari skoðunar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Blönduósbær óskaði eftir tilboðum í snjómokstur og hálkueyðingu á Blönduósi 2018-2021. Samkvæmt fundargerð voru tilboðin opnuð 1. október 2018 kl. 11:00.
  Tilboð barst frá tveimur aðilum; annars vegar frá Ósverk ehf. sem lagði inn tilboð í snjómokstur gatna og hins vegar frá Gámaþjónustunni hf. sem lagði inn tilboð í snjómokstur og söndun gangstétta og söndun/hálkueyðingu.

  Byggðaráð staðfestir tilboðin sem bárust í snjómokstur á Blönduósi.

  Bókun fundar Þessi liður var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Fyrir liggur drög að samningi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um Ræsingu Húnaþinga.
  Verkefnið hefur að markmiði að efla nýsköpun á landsbyggðinni með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir og er í raun samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna nýsköpunarmiðstöðvar. Samstarfsaðilar sem koma að þessu verkefni leggja til fjármuni í þróunarsjóð sem nýttur verður fyrir þátttakendur.

  Byggðaráð samþykkir fyrir hönd Blönduósbæjar að taka þátt í verkefninu og leggja til þess 500.000 kr. framlag. Tekið af liðnum 9520 um atvinnumál.
  Bókun fundar Þessi liður var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

  Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að Gunnar Tryggvi Halldórsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn ræsingu Húnaþinga.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.

  Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn fyrir hönd Blönduósbæjar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Bréf frá MBB lögmannsstofa ehf fyrir hönd Gistiheimilisins Kiljan ehf, kt. 540409 - 0640 er varðar fráveitulögn frá Garðabyggð 1.

  Sveitarstjóra falið að svara erindinu með tilliti til forsögu og fyrirliggjandi gagna.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Erindi frá Velferðarráðuneytinu þar sem óskar er eftir upplýsingum um stöðu og framkvæmd sveitarfélaga í húsnæðismálum utangarðsfólks.

  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Erindi frá Snjólaugu M. Jónsdóttir vegna námssamnings.

  Sveitarstjóra falið að ræða við viðkomandi og svara erindinu.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Erindi frá Sigþrúði Sigfúsdóttir, formanni íbúa- og hollvinasamtaka gamla bæjarins á Blönduósi er varðar verkefnið Verndasvæði í byggð.

  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 10. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16:00.

  Byggðaráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Sveitartjóri fór yfir uppfærða tímaáætlun er varðar vinnu við fjárhagsáæltun 2019 og upplýsti um þá undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 863. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 89. fundargerð stjórnar Norðurá bs. lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Fundargerð aðalfundar Norðurá bs. 2018 lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A-Hún lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A - Hún lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 121 Erindi frá Lögmenn Árbæ slf. fyrir hönd þremenninganna Gríms, Ara og Evalds er varðar Brimslóð 12.

  Sveitarstjóra falið að svara erindinu og afla frekari upplýsinga um málið.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 122

1810004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 122 Farið var yfir hvernig vinnu við fjárhagsáætlun verður hagað á næstu vikum með tilliti til fyrirliggjandi viðmiðunardagssetninga í október og nóvember.
  Rætt var um þær styrkbeiðnir sem borist hafa samkvæmt auglýsingu, fyrirliggjandi samninga um styrki og aðra smærri styrki á mismunandi málaflokka.
  Yfirfarið samanburðar skjal um uppfærðar gjaldskrár og rætt um forsendur fyrir gjaldskrárbreytingum á ýmsum málaflokkum.
  Farið var yfir minnispunkta og beiðnir frá mismunandi deildum og upplýst um þá fundi sem haldið var með deildarstjórum.

 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 122 864. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 122 Fundargerð 42. fundar stjórnar byggðasamlags Tónlistarskóla A-Hún lögð fram til kynningar

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 123

1810007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 123 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar, mætti undir þessum lið.

  Róbert Daníel Jónsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi, mætti á fundinn kl. 16:30 og gerði grein fyrir tillögum sínum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
  Róbert yfirgaf fundinn kl. 17:00.

  Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri Barnabæjar og Sigríður Helga Sigurðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri Barnabæjar mættu á fundinn kl. 17:00 og gerðu grein fyrir tillögum sínum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
  Jóhanna og Helga yfirgáfu fundinn kl. 17:30

  Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður tæknideildar Blönduósbæjar og Páll Ingþór Kristinsson, eftirlitsmaður eigna, mættu á fundinn kl. 17:30 og gerðu grein fyrir tillögum sínum að fjárhagsáætlun 2019.
  Ágúst Þór og Páll Ingþór yfirgáfu fundinn kl. 19:00.

  Sigrún yfirgaf fundinn kl. 19:15.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 123 Félags- og skólaþjónusta A-Hún hefur lagt fram frumdrög af afstöðumynd vegna hugmynda um byggingu húsnæðis fyrir sjálfstæða búsetu sem tæki við hlutverki sambýlisins að Skúlabraut 22.

  Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd mælir með því að staðsetja íbúðakjarna við Flúðabakka enda hentar staðsetningin núverandi þjónustuþegum. Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd vísar afgreiðslunni til byggðaráðs.

  Byggðaráð veitir vilyrði fyrir lóðinni með vísan til greinar 3.2.1 í samþykktum við úthlutun byggingarlóða á Blönduósi.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 123 Þórdís Rúnarsdóttir, ferðamálafulltrúi Austur Húnavatnssýslu og íbúi í Gamla bænum leggur til að settar verði upp jólaskreytingar á ljósastaura í Gamla bænum. Meðfylgjandi var hugmynd að útfærslu.

  Byggðaráð felur tæknisviði að útfæra hugmyndina er varðar jólaskreytingar við Aðalgötu í Gamla bænum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 123 Steinunn Stefánsdóttir frá Starfsleikni ehf. hefur nú lokið við áætlaða vinnu á leikskólanum Barnabæ. Lögð fram samantekt um vinnuna þar sem fram kemur jákvæð umsögn um þá vinnu sem fram hefur farið og stöðuna í dag.

  Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 123 Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögur til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019 - 2033.

  Byggðaráð getur alls ekki tekið undir þær athugasemdir sem fram komu í erindinu enda alfarið á móti því efnislega sem þar kemur fram.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 123 Á síðasta aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ var samþykkt að áfram skuli hagnaður af starfsemi félagsins árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.

  Hlutdeild Blönduósbæjar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,009% og greiðsla ársins þann 30. október verður þá hlutfall af kr. 50 mkr. eða kr. 504.500.- Blönduósbær hefur í dag móttekið greiðsluna.

  Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 123 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vesta óskar eftir afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum að upphæð 28.492 kr.

  Bókun færð í trúnaðarbók.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 123 Fundargerð Fjölbrautaskóla NV frá 9.10.2018 lögð fram til kynningar.

6.Byggðaráð Blönduósbæjar - 124

1811002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 124 Sigrún Hauksdóttir aðalbókari Blönduósbæjar, Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri og Anna Margét Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri mættu á fundinn.

  Þuríður og Anna Margrét gerðu grein fyrir tillögum sínum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

  Kl. 17:00 bættust inn á fundinn Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar, Þorgils Magnússon byggingarfulltrúi, Ágúst Hafsteinsson arkitekt, Anna Margrét Jónsdóttir formaður fræðslunefndar og Zophonías Ari Lárusson formaður Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar.

  Farið var yfir þau gögn sem þegar liggja fyrir um uppbyggingu og viðbyggingu grunnskólans og sköpuðust miklar umræður og hugmyndir um framtíðarsýn hans. Ákveðið var að kalla eftir uppfærðri kostnaðaráætlun vegna verkefnisins svo hægt sé að taka ákvörðun um uppbyggingu á þremur til fimm árum áður en vinnu við fjárhagsáætlun lýkur.

7.Byggðaráð Blönduósbæjar - 125

1811003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 46

1810003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 46 Nefndin samþykkir byggingaráfromin þar sem þau falla að deiliskipulagi svæðisins.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 46 Nefndin samþykkir byggingaráformin þar sem þau falla að deiliskipulagi svæðisins.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 46 Nefndin samþykkit lóðarblaðið.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 46 Nefndin óskar eftir að skipulagsfulltrúi fái frekari upplýsingar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 46 Nefndin ræddi málið og tekur undir mikilvægi þess að bæta úr umferðaröryggi á Hólabrautinni. Afgreiðslu er frestað og byggingarfulltrúa falið að leggja fram frekari gögn á næsta fundi.

9.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 47

1810006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 47 Gestir undir þessum lið eru Valdimar O. Hermannsson, Magnús B. Jónsson framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu A-Hún. og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir frá Svf. Skagafirði. Svf.Skagafjörður rekur málaflokkinn sem leiðandi sveitarfélag. Farið var yfir hugmyndir um byggingu húsnæðis fyrir sjálfstæða búsetu. Til stendur að byggja húsið á næsta ári ef lóð er fyrir hendi. Miklar umræður urðu um málið. Magnús og Gréta Sjöfn véku af fundi eftir umræðuna. Nefnin mælir með því að staðsetja íbúðarkjarna við Flúðabakka enda hentar staðsetningin núverandi þjónustuþegum. Grenndarkinna þarf staðsetninguna þegar gögn liggja fyrir. Nefndin vísar afgreiðslunni að öðru leyti til byggðaráðs.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 47 Nefndin leggur til að umferðarhraði í þéttbýli Blönduósbæjar skuli vera annarsvegar 35 km og hins vegar 50 km. samkvæmt teikningu sem unnin var á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu og lista upp í hvaða götum hvor hraði á við. Farið var yfir aðrar merkingar á götum og staðsetningu hraðahindranna og gangbrauta. Skipulagsfulltrúa falið að uppfæra gögn í samræmi við tillöguna. Tæknideild var falið að kostnaðarmeta breytingarnar fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2019. Bókun fundar Þessi liður var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 47 Skipulagsfulltrúi fór yfir forsendur frá báðum aðilum og kostnaðarmat þeirra. Nefndin leggur til að ganga til samninga við Landmótun í gerð á deiliskipulagi í gamla bænum. Lagt er til að ráðgjafinn mæti á fund með nefndinni og komi málinu af stað. Valdimar O. Hermannsson vék af fundi kl. 18:05. Bókun fundar Þessi liður var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 47 Nefndin telur ekki ástæðu til að endurskoða aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030 að svo stöddu. Bókun fundar Þessi liður var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 47 Lagt er til að vinna við deiliskipulag á íbúasvæði C samkvæmt skilgreiningu í aðalskipulagi hefjist sem fyrst og lögð verði áhersla á rað- og parhúsalóðir. Bókun fundar Þessi liður var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 47 Nefndin samþykkir húsakönnunina eins og hún kemur fyrir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda húsakönnunina til Minjastofnunar Íslands. Bókun fundar Þessi liður var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 47 Ein ábending barst þar sem lagt er til að hæðarmunur í landi verði tekinn upp í gólfkótum raðhúsanna. Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og samþykkir að bæta í deiliskipulagið að taka skuli upp hæðamunin í gólfkótum húsanna við Smárabraut 7a-9c og 18-24 eins og fram kemur í núgildandi deiliskipulagi og gildir fyrir lóð 19-33.

  Bókun fundar Þessi liður var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða

10.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 30

1810001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 30 Fræðslulnefnd leggur til að athugað verði með að samræma kaup á máltíðum í leik- og grunnskóla. Fræðslunefnd vísar erindi til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 30 Fræðslunefnd leggur til að farið verði í að gera leiksvæði fyrir yngstu börnin í Barnabæ. En með breytingu á bílastæði núna í september 2018 missti leikskólinn það leiksvæði sem var fyrir yngstu börnin. Fræðslulnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir breytingum í fjárhagsáætlun 2019.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 30 Fræðslunefnd leggur til að skólastefna Blönduósbæjar verði endurskoðuð. Í starfshóp verða fræðslustjóri, skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Blönduskóla, leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri Barnabæjar og 2 nefndarmenn úr fræðslunefnd. Fræðslustjóra er falið að boða til fyrsta fundar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 30 Fræðslunefnd krefst úrbóta í smíðakennslu við Blönduskóla. Nefndin leggur til að unnin verði 3-5 ára áætlun um uppbyggingu skólahúsnæðis með tilliti til þeirrar aðstöðu sem vantar í skólann og/eða þarf að bæta. Um er að ræða aðstöðu til smíðakennslu og heimilisfræði, auk þess sem koma þyrfti upp betri aðstöðu fyrir textílmennt og myndmennt. Jafnframt væri rétt að skoða samhliða frekari viðbætur við eldhús m.t.t. að þar yrði rekið fullbúið mötuneyti og stækkun skóladagheimili.
  Samhliða þessari áætlun krefst fræðslunefnd þess að komið verði upp kennsluaðstöðu í smíðum til bráðabirgða svo hægt verði að kenna smíðar meðan á uppbyggingu fyrrgreindar aðstöðu stendur.
  Minnt er á að Blönduósbær hefur nú þegar fengið áminningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna skorts á smíðakennslu. Á síðasta ári var lofað úrbótum sem ekki hefur enn verið staðið við.

11.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 12

1811001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • 11.1 1809018 Almenn málefni
  Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 12 Nefndin tók á móti skólastjórnendum Blönduskóla og fór yfir málefni Félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins og skóladagheimilisins.
  Nefndin hefur mikinn áhuga á að Félagsmiðstöðin fari á nýjan stað, með betra aðgengi fyrir hreyfihamlaða einstaklinga, sem að hafi í sér fleiri notkunarmöguleika fyrir samfélagið í heild sinni, sbr. frístundahús. Núverandi húsnæði er verulega óhentugt, ábótavant og þarfnast mikilla lagfæringa til að vera í góðu standi. Einnig er Félagsmiðstöðin staðsett í sama húsnæði og Félagsheimili bæjarins sem hefur skemmtanaleyfi og starfsemi þeirra fer ekki saman. Þannig verði aðstaða barna og unglinga bætt í Félagsmiðstöðinni til muna, m.t.t. forvarnargildis og í góðu samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig verði unnið að því að efla tómstundastarf allra íbúa Blönduósbæjar með þessum breytingum. Skólastjórnendur eru sammála nefndinni um að húsnæði Félasmiðstöðvarinnar sé ábótavant og skoða þurfi möguleika í kringum það. Mikil umræða skapaðist um Félagsmiðstöðina og starfsemi hennar. Nefndin mun boða forstöðumann Félagsmiðstöðvarinnar á fund sinn.
  Skólastjórnendur leggja áherslu á endurbætur á húsnæði skóladagheimilisins, sem er sprungið utan af sér. Taka verður tillit til fólksfjölgunar í þeim málum. Nefndin tekur undir þessa umræðu og leggur til að farið verði í að skoða möguleika og úrbætur í kringum það.
 • 11.2 1811002 Ungmennaráð
  Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 12 Nefndin leggur til að ungmennaráð samanstandi af þremur aðilum af unglingastigi og tveimur aðilum úr dreifnámi. Nefndin vill koma ungmennaráðinu á laggirnar sem fyrst.
 • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 12 Erindi lagt fram til kynningar á fundinum. Nefndin tekur undir mikilægi þess að sveitarfélagið standi vel að þessum málum.

12.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 13

1810005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 13 Jafnréttisnefnd vann áfram að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Vinnu við áætlunina miðar vel og stefnt er að því að koma áætluninni til yfirlestrar hjá Jafnréttisstofu eftir næsta fund nefndarinnar.

  Þá fór nefndin yfir kostnað við verkefni sín vegna komandi fjárhagsáætlunargerðar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?