62. fundur 18. desember 2018 kl. 17:00 - 20:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Rannveig Lena Gísladóttir forseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  • Lee Ann Maginnis varamaður
  • Jón Örn Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá
Rannveig Lena Gísladóttir, forseti sveitarstjórnar, óskaði eftir í byrjun að bæta við tveimur málum á dagskrá sem verða mál nr. 12 og 13
Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun 2019 - síðari umnræða, ásamt þriggja ára áætlun 2020-2022

1812015

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2019 var unnin af byggðaráði og hefur verið góð samvinna milli meirihluta og minnihluta um áherslur við fjárhagsáætlunargerð. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að tekjur vaxi um 119 milljónir miðað við árið 2018 en gjöld um 80 milljónir.
Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 81 milljón.

Fjárfestingar eru áætlaðar 215 m.kr. sem ætlaðar eru fyrst og fremst til viðhalds eigna Blönduósbæjar. Stærstu einstöku framkvæmdirnar eru framkvæmdir við Blönduskóla og veitumál á gagnaverssvæði.

Lögbundið skuldaviðmið sveitarfélaga er 150%. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðunnar verði 109% í lok árs 2019.

Fjárhagsáætlun Blönduóbæjar fyrir 2019 ber þess merki að góður árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins. Stórar framkvæmdir eru þó framundan á næstu árum og því mikilvægt halda áfram öruggri fjármálastjórn sveitarfélagsins.

Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað um 40 frá síðasta ári og voru íbúar 935 í byrjun desember 2018.

Sveitarstjórn vill þakka byggðaráði og starfsmönnum Blönduósbæjar fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki gerð fjárhagsáætlunnar. Sveitarstjórn hefur átt gott samstarf við alla aðila við vinnu og þá stefnumörkun sem felst í fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2019.

Forseti sveitarstjórnar bar fjárhagsáætlun 2019 upp til samþykktar og var hún samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 17:50

2.Gjaldskrár Blönduósbæjar 2019

1812013

Útsvar
Útsvarshlutfall 14,52%

Gæludýrahald
Skráningargjald - eingreiðslugjald gildir bæði um hunda og ketti 3.100 kr.
Hundar og kettir - handsömun 1. skipti 10.000 kr.
handsömun 2. skipti 18.000 kr.
handsömun 3. skipti 27.700 kr.
handsömun ekkert leyfi 21.750 kr.
Hundaleyfisgjald, árgjald 9.950 kr.
Kattaleyfisgjald, árgjald 3.550 kr.
Vikugjald á hross í hagagöngu í Vatnahverfi og Kúagirðingu 400 kr.

Leikskólinn Barnabær
Hver klst. á mánuði 3.385 kr.
Systkinaafsláttur 35% 2.205 kr.
Forgangshópur 40% 2.035 kr.
4 klst. - Dvalargjald 13.555 kr.
Systkinaafsláttur 35% 8.815 kr.
Forgangshópur 40% 8.135 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 5.285 kr.
5 klst. - Dvalargjald 16.945 kr.
Systkinaafsláttur 35% 11.020 kr.
Forgangshópur 40% 10.170 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 6.610 kr.
6 klst. - Dvalargjald 20.330 kr.
Systkinaafsláttur 35% 13.215 kr.
Forgangshópur 40% 12.200 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 7.925 kr.
7 klst. - Dvalargjald 23.685 kr.
Systkinaafsláttur 35% 15.420 kr.
Forgangshópur 40% 14.240 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 9.250 kr.
8 kst. - Dvalargjald 27.115 kr.
Systkinaafsláttur 35% 17.620 kr.
Forgangshópur 40% 16.265 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 10.565 kr.
3ja barn, dvalargjald 0 kr.
Morgunmatur 1.950 kr.
Hádegismatur 4.600 kr.
Síðdegishressing 1.950 kr.
Hálftímagjald 1.695 kr.
Systkinaafsláttur 35% 1.180 kr.
Forgangshópur 40% 1.360 kr.
Systkinaafsláttur forgangshópa 715 kr.
Systkinaafsláttur er á milli leikskóla og skóladagheimilis. Hæsti afsláttur reiknast af lægsta dvalargjaldinu. Afsláttur reiknast eingöngu af dvalargjaldi, ekki af fæði eða öðrum gjöldum.

Blönduskóli
Skólastofa, stór - leiga í eina nótt 5.600 kr.
Stólar pr. stk. - allt að 24 klst 185 kr.
Skólastofa til fundarhalda 4 klst 4.100 kr.
Skólastofa til fundarhalda, hver viðbótar klst. 875 kr.
Tölvaleiga - hver klst. 465 kr.
Tölvuver 5 klst námskeið 22.150 kr.
Myndvarpi (úr skóla) allt að 24 klst 3.000 kr.
Skjávarpi (úr skóla) allt að 24 klst 5.900 kr.
Ljósritun pr. stk. - hámark 100 stk. 19 kr.
Leiga á skólamötuneytissal - 40.000 kr.
Leiga á skólamötuneytissal án eldhúss - 20.000 kr.

Skólamáltíðir
Yngri börn (1.-4. bekkur), 395 kr.
Eldri börn (5.-10. bekkur), 435 kr.

Skóladagheimili
Vistun - pöntuð fyrirfram klst. 240 kr.
Aukatími hver klst. 295 kr.
Síðdegishressing, hvert skipti 110 kr.
Systkynaafsláttur - 35%
Forgangshópar - 40 %

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi
einstakt gjald fullorðnir (18 ára og eldri) 1.100 kr.
10 miða kort fullorðnir (18 ára og eldri) 7.000 kr.
30 miða kort fullorðnir (18 ára og eldri) 13.000 kr.
Árskort fullorðnir (18 ára og eldri) 30.000 kr.
Stakt gjald börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) 350 kr.
10 miða kort börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) 2.000 kr.
30 miða kort börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) 5.000 kr.
Árskort börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) 15.500 kr.
Leiga per braut 3.600 kr.
Leiga fyrir alla sundlaugina 13.500 kr.
Leiga á handklæði 650 kr.
Leiga á sundfatnaði 650 kr.
Leiga á sundfatnaði og handklæði 1.000 kr.
Þrek/sund stakur tími 1.900 kr.
Þrek/sund stakur tími skólaverð (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar 900 kr.
Þrek/sund 10 tíma kort - gildir í eitt ár 10.000 kr.
Þrek/sund 10 tíma kort börn(15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar - gildir í eitt ár 6.000 kr.
Þrek/sund mánaðarkort 11.000 kr.
Þrek/sund mánaðarkort börn (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar - gildir í eitt ár 7.500 kr.
Þrek/sund 3 mánaða kort 17.500 kr.
Þrek/sund 3 mánaða kort Börn (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar - gildir í eitt ár 12.500 kr.
Þrek/sund 6 mánaða kort 25.000 kr.
Þrek/sund 6 mánaða kort Börn (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar - gildir í eitt ár 18.000 kr.
Árskort þrek/sund 45.000 kr.
Gullkort (Gildir í þrek/sund og alla tíma í íþróttasal á vegum IMB) 52.000 kr.
Árskort þrek/sund Börn (15-18 ára)/eldri borgarar/öryrkjar 32.000 kr.
25% afsláttur af árskortum fyrir starfsmenn Blönduósbæjar
Leiga á sal 1/1 klst. 8.500 kr.
Leiga á sal 1/3 klst. 4.200 kr.
Leiga á sal 2/3 klst. 5.600 kr.
Leiga á norðursal klst. 5.000 kr.
Afmælisveisla fyrir börn. Norðursalur/íþróttasalur 2 klst. 10.000 kr.
Oldboys stakir tímar klst. 1.000 kr.
Badminton stakir tímar 800 kr.
Badminton fyrirframgreitt. Tvisvar í viku 15.000 kr.
Körfubolti stakir tímar 800 kr.
Körfubolti fyrirframgreitt. Tvisvar í viku 15.000 kr.
10 skipti tímar í íþróttasal (1 1/2 klst.) 7.500 kr.
10 skipti tímar í íþróttasal (1 klst.) 5.000 kr.
Eldri borgarar og öryrkjar með lögheimili á Blönduósi fá frítt í þrek og sund.
Börn á Blönduósi að 18 ára aldri fá frítt í sund og þrek þau sem hafa aldur til.

Akstursþjónusta fatlaðra
Gjaldskrá tengd strætisvagnagjaldi fatlaðra og öryrkja

Félagsstarf aldraðra
Álagning vegna efnissölu 50%

Gjaldskrá sorps
Sorpeyðningargjald vegna sumarhúsa innan sveitarfélagsins 21.500 kr.
Tæmingar rotþróa í sveitarfélaginu, 0 - 2000 ltr., árgjald - ein tæming 10.150 kr.
2001 - 4000 ltr. ein tæming 12.900 kr.
4001 - 6000 ltr. ein tæming 13.900 kr.
stærri en 6000 ltr. hver rúmm. 17.500 kr.
Aukatæming hvert skipti 10.200 kr.

Sorpgjald heimila
sorphirða 22.150 kr.
sorpförgun 22.150 kr.
alls íbúðahúsnæði 44.300 kr.

Endurvinnslustöð - gjaldskyldur úrgangur
0,25 m³ 1.000 kr.
0,50 m³ 2.000 kr.
0,75 m³ 3.000 kr.
1 m³ 4.000 kr.
Stærri farmar eftir magni að 5 m³

Þjónustumiðstöð og vinnuskóli
Vörubíll með krana, hver klst. 9.785 kr.
Dráttarvél Case, hver klst. 7.725 kr.
Haugsuga, hver klst. 3.090 kr.
Kerrur, daggjald 5.150 kr.
Jarðvegsþjappa, daggjald 8.755 kr.
innri leiga - tækjaleiga ekki heimil

Sláttuorf, daggjald 4.635 kr.
Sláttuvél með drifi, 4.635 kr.
Vinnuskóli, sleginn garður, lítill
hvert skipti 8.240 kr.
Vinnuskóli, sleginn garður, meðalstór
hvert skipti 10.300 kr.
Vinnuskóli, sleginn garður, stór
hvert skipti 14.420 kr.
Verkamaður, útseld dagvinna
hver klst. 5.474 kr.
Verkamaður, útseld yfirvinna
hver klst. 9.854 kr.
Vinnuskóli, útseld vinna
hver klst. 1.906 kr

Gjaldskrár Blönduósbæjar bornar upp og samþykktar með 7 atkvæðum samljóða.

3.Gjaldskrá Blönduósbæjar 2019 - fasteignagjöld

1812012

Álagning fasteignagjalda:
Fasteignaskattur - A flokkur 0,50%
Fasteignaskattur - A flokkur - hesthús 0,50%
Fasteignaskattur - B flokkur - opinberar stofnanir 1,32%
Fasteignaskattur - C flokkur - annað húsnæði 1,65%
Vatnsgjald - íbúðarhúsnæði 0,275%
Vatnsgjald - selt eftir mæli hver rúmmeter (20. kr./m3 - bvísit.119,3 - des 2013) 23,74 kr.
Holræsagjald 0,25%
Lóðaleiga - af fasteignamati lóðar 2%
Lágmarks lóðarleiga - ræktunar- og beitilönd 9.100 kr.
Leiga á ræktunarlandi, hektari. 6.800 kr.

Gjaldskrá fasteignagjalda Blönduósbæjar bornar upp og samþykktar með 7 atkvæðum samljóða.

4.Gjaldskrá Blönduóshafnar 2019

1812014

Jón Örn Stefánsson vakti athygli á að endurskoða þyrfti gjöld vegna hafnsögumanns með tilliti mögulegs kostnaðarþáttar og ólíkra aðstæðna miðað við viðmiðunarhafnir.

Gjaldskrá Blönduóshafnar borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

5.Gjaldskrá stofngjalda Blönduósbæjar 2019

1812017

Gjaldskrá stofngjalda vatnsveitu og fráveitu borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

6.Regur um hagsmunaskráningu

1812016

Afgreiðslu er frestað.

7.Byggðaráð Blönduósbæjar - 129

1812001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 129 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mætti undir þessum lið.

    Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2019. Farið yfir minnisblað um þær ákvarðanir og breytingar sem þarf að gera milli umræðna um fjárhagsáætlun.

    Samþykkt að fresta síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2019 til þriðjudagsins 18. desember 2018.

    Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 19:10
  • 7.2 1804028 Enni
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 129 Fyrir fundinum liggur fyrir, frá fasteignasölunni Domus, drög að söluyfirliti fyrir Enni einbýlishús, 541 Blönduósi.
    Til greina kemur að selja einbýlishús með eða án útihúsa.

    Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram til auglýsingar á grundvelli umræðu á fundinum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 129 Fyrir fundinum lá boð frá Velferðarráðuneytinu um mótttöku flóttafólks frá Sýrlandi ásamt útskýringum á kostnaði sem ríkissjóður greiðir fyrir fyrsta árið eftir komu flóttafólks til landsins.

    Byggðaráð tekur jákvætt í erindið með þeim fyrirvörum sem settir hafa verið varðandi húsnæði og aðra þætti.
    Mikilvægt er að kynna verkefnið vel fyrir stjórnsýslu, stofnunum og öllum þeim sem koma þurfi að málum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 129 Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur fjallað um umsókn Blönduósbæjar um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. Niðurstaða ráðuneytisins er 86 þorskígildistonn.

    Sveitarstjóra falið að svara erindinu, með tilliti til afgreiðslu fyrri ára.

8.Byggðaráð Blönduósbæjar - 130

1812003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 130 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar og Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar mættu á fundinn.

    Farið var yfir fjárfestingar fyrir árið 2019 og umræður sköpuðust í kringum þær.

    Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2019 er vísað til seinni umræðu sveitarstjórnar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 130 Ágúst Þór kynnti tillögu að nýrri gjaldskrá Blönduóshafnar.

    Umræður urðu um forsendur gjaldskrár.

    Framlögð gjaldskrá samþykkt.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 130 Ágúst Þór kynnti tillögu að nýrri gjaldskrá tengigjalda fyrir vatnsveitu og fráveitu í Blönduósbæ.

    Umræður urðu um forsendur gjaldskrár ásamt samanburði.

    Framlögð gjaldskrá samþykkt.


    Ágúst Þór Bragason vék af fundi kl.18:15.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 130 Erindi frá SSNV um kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Danmerkur í mars 2019.

    Sveitarstjóra falið að kanna þáttöku sveitarstjórnarmanna Blönduósbæjar og vinna áfram að málinu.

9.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 49

1812002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 49 Zophonías Ari Lárusson vek af fundi við umræðu og afgreiðslu erindins vegna skyldleika. Nefndin samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu í Brautarhvammi. Þessi breyting er gerð skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að ekki þurfi að grendarkynna breytinguna í samræmi við 3. málsgrein í grein nr. 44. í skipulagslögum þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.
    Nefndin vekur athygli á að breyting á skipulagi er á kostnað umsækjanda.
    Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og samþykktur með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 49 Nefndin staðfestir stærð og afmörkun fyrir lóðina. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og samþykktur með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 49 Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að heimila skipulagsfulltrúa að afgreiða framkvæmdaleyfi vegna umsóknarinnar enda fellur leyfið að öllu leiti að gildandi aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Við afgreiðslu skipulagsfulltrúa á umsókninni skal leita álits Skipulagsstofnunar um það hvort framkvæmdin sé matsskyld eða ekki samkvæmt lögum nr. 106/2000 áður en leyfið verður gefið út. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og samþykktur með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 49 Nefndin samþykkir lóðarblöð fyrir Húnabæ 2 og Húnabæ 4. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og samþykktur með 7 atkvæðum samhljóða.

10.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 14

1811010F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 14 Jafnréttisnefnd lauk við gerð draga að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.

    Formanni falið að senda drögin til Jafnréttistofu til yfirferðar.

    Að því loknu verður áætlunin send sveitarstjórn til staðfestingar, eftir atvikum með breytingum sem Jafnréttisstofa kann að leggja til.

11.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - afgreiðsla á byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019 - sérreglur

1812001

Arnrún Bára Finnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Rannveig Lena Gísladóttir tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla.

Valdimar O. Hermannsson kynnti sérreglur um afgreiðslu á byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019
Talsverðar umræður urðu um reglurnar og stöðu byggðakvóta á svæðinu.

Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum samhljóða (GHJ, LAM, AMS, BÁ, JÖS).

12.Textílsetur Íslands ses - fundargerð aðalfundar 31. okt 2018

1811019

Miklar umræður sköpuðust um rekstrarumhverfi og starfsemi Textílseturs Íslands og Þekkingarseturs á Blönduósi.

Að loknum umræðum var stofnskrá Textílseturs Íslands samþykkt með 4 atkvæðum (RLG, GHJ, LAM, ABF). Einn greiddi atkvæði á móti (JÖS), Tveir sátu hjá (AMS, BÁ)

Jón Örn Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að ekki var komið til móts við óskir sveitarstjórnar á síðasta fundi sveitarstjórnar höldnum 27. nóv get ég ekki undir neinum kringumstæðum samþykkt þetta erindi.

13.Þekkingarsetur á Blönduósi - framhaldsaðalfundur 19. nóvember 2018

1811018

Miklar umræður sköpuðust um rekstrarumhverfi og starfsemi Textílseturs Íslands og Þekkingarseturs á Blönduósi.

Að loknum umræðum var stofnskrá Þekkingarseturs á Blönduósi samþykkt með 4 atkvæðum (RLG, GHJ, LAM, ABF). Einn greiddi atkvæði á móti (JÖS). Tveir sátu hjá við afgreiðslu málsins (AMS, BÁ).

Jón Örn Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að ekki var komið til móts við óskir sveitarstjórnar á síðasta fundi sveitarstjórnar höldnum 27. nóv get ég ekki undir neinum kringumstæðum samþykkt þetta erindi.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?