66. fundur 09. apríl 2019 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
 • Sigurgeir Þór Jónasson 1. varaforseti
 • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
 • Zophonías Ari Lárusson varamaður
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá
Sigurgeir Þór Jónasson, varaforseti sveitarstjórnar, óskaði eftir í upphafi fundar að bæta við einu máli á dagskrá sem verður mál nr. 7
Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 134

1903001F

Fundargerð 134. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 66. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 135

1903007F

Fundargerð 135. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 66. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 135 Erindi frá Veiðifélögum Víðidals-, og Vatnsdalsár, þar sem meðal annars er óskað eftir fundi með sveitarstjórn og opinberri afstöðu sveitarfélagsins. Sveitarfélögin Blönduósbær, Húnavatnshreppur og Húnaþing vestra, munu funda með fulltrúum veiðifélaganna, föstudaginn 22. mars, í Félagsheimilinu Víðihlíð, kl 14:00, þar sem farið verður yfir öll sjónarmið í málinu.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 135 Byggðaráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna áforma um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélga komi hún til framkvæmda.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 135 Valdimar O. Hermansson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning móttöku flóttafólks. Borist hefur listi um samsetningu fjölskyldna, fjórar fjölskyldur samtals 21 einstaklingur. Einnig er verið að vinna í öflun húsnæðis fyrir þessar fjölskyldur.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 135 Byggðaráð samþykkir styrk að upphæð 45.000 kr., vegna fræðslu um samkipti ungs fólks. Færist af lið 0481-9991 Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 135 Þórdís Rúnarsdóttir ferðamálafulltrúi A- Hún hefur sagt upp störfum frá og með 30. apríl. Verið er að skoða með fyrirkomulag starfsins til framtíðar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 135 Lagt fram til kynningar.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 54

1903008F

Fundargerð 54. fundar Skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefndar lögð fram til kynningar á 66. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.1, 3.2, 3.3, 3.4, 3.5, 3.6 og 3.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 54 Tvær athugasemdir bárust og snéru þær báðar að bílastæðinu.
  1. Færa bílastæðið og aðkoma væri að suðvesturhlið hússins.
  Nefndin getur ekki fallist á þá athugasemd þar sem það þarf að fara í gegnum aðra lóð til að komast að suðvesturhlið hússins.
  2. Athugasemd kom fram um stærð og staðsetningu bílastæðisins. Nefndin fellst ekki á þessa athugasemd þar sem bílastæði þurfa að vera innan lóðar og er þetta eina aðkomuleiðin að húsinu. Nefndin telur að staðsetning þeirra hafi ekki áhrif á sjónlinu nálægra húsa. Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdunum.
  Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar um athugasemd 1 staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.

  Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar um athugasemd 2 staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 54 Engar athugasemdir bárust við grendarkynningunni. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 54 Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi skv. umsókn. Byggingarreitur verður færður og byggingarmagn aukið um 280 m2 og er það neðanjarðar. Grendarkynna þarf breytinguna eigendum Hnjúkabyggðar 27. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 54 Nefndin samþykkir byggingaráform. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 54 Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillöguna eins og hún er lögð fram. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 54 Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagslýsinguna skv. 30-32 gr. skipulagslaga nr. 122/2010. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 54 Nefndin samþykkir byggingaráformin, viðbyggingin er ekki talin hafa áhrif á aðra en sveitarfélagið sjálft og því fallið frá grendarkynningu. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32

1903006F

Fundargerð 32. fundar Fræðslunefndar lögð fram til kynningar á 66. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir stöðu mötuneytismála Barnabæjar. Matráður Barnabæjar hefur sagt starfi sínu lausu.
  Umræður sköpuðust um mögulegar lausnir og tillögur frá leikskólastjóra um mötuneytismál.
  Leikskólastjóra falið að vinna áfram að málinu.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri Barnabæjar lagði fram drög að skóladagatal Barnabæjar.
 • 4.3 1903018 Persónuverndarlög
  Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri skýrði frá vinnu á leikskólanum vegna nýrra persónuverndarlaga.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir viðbragðsáætlun vegna manneklu.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri fór yfir reglur vegna niðurfellingu á leikskólagjöldum ef um langvarandi veikindi barna er um að ræða.
  Leikskólastjóra falið að endurskoða reglurnar og koma með tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.

 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Sveitarfélagið sótti um fyrir hönd leikskólastjóra að taka þátt í ytra mati á vegum Menntamálastofnunar á starfsemi leikskólans.
  Menntamálastofnun samþykkti umsóknina og mun matið fara fram haustið 2019.

 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla lagði fram skóladagatal Blönduskóla, nefndin samþykkir skóladagatalið.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla fór yfir stöðuna á skóladagheimilinu.
  Miklar umræður urðu um framtíðarsýn skóladagheimilisins.
  Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skoðaðir verði möguleikar á því að
  samþætta starf umsjónarmanns skóladagheimilis við tómstundastarf barna yfir
  sumartímann. Þá gæti þetta einnig farið saman við hugmyndir menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar um nauðsyn þess að ráða fulltrúa sem hefur yfirumsjón með málaflokki íþrótta og tómstunda hjá sveitarfélaginu sbr. bókun nefndarinnar á síðasta fundi sínum 7. mars sl.


 • 4.9 1903013 Merki Blöndskóla
  Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla kynnti fyrir fræðslunefnd merki Blönduskóla.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla kynnti fyrir fræðslunefnd breyttar áherslur í Blönduskóla sem felast meðal annars í aukinni teymiskennslu, áherslu á list- og verknámskennslu ofl.

 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 32 Þuríður Þorláksdóttir skólastjóri Blönduskóla fór yfir matarmál í Blönduskóla.
  Samningur um skólamáltíðir rennur út í lok yfirstandandi skólaárs.

  Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðinn verði matráður við Blönduskóla og maturinn verði matreiddur í eldhúsi skólans frá og með næsta skólaári.

  Tillagan samþykkt samhljóða.

5.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 14

1903002F

Fundargerð 14. fundar Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar lögð fram til kynningar á 66. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

6.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri lagði fram skýrslu um stöðu helstu mála í sveitarfélaginu.
Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

7.Byggðaráð Blönduósbæjar - 136

1904002F

Fundargerð 136. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 66. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?