70. fundur 08. október 2019 kl. 17:00 - 18:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson forseti
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá

1.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 59

1909005F

Fundargerð 59. fundar Skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 70. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 59 Nefndin bendir á að umferðarhraði hefur verið lækkaður í götunni og sett biðskyldumerki á báða enda hennar síðan erindið barst. Nefndin mun skoða umferðarmál í götunni við næstu endurskoðun þeirra.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 59 Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grendarkynningu fyrir Blöndubyggð 3.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 59 Nefndin samþykkir byggingaráformin.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 59 Farið yfir verkefni sem nefndin leggur til að séu skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 59 Nefndin samþykkir stækkun lóðarinnar.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 146

1909006F

Fundargerð 146. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 70. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.5 og 2.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • 2.1 1901004 Lóðamál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Þorgils Magnusson, byggingarfulltrúi mætti undir þessum lið og fór yfir svör lóðahafa við fyrirspurn til þeirra varðandi fyrirætlan þeirra á úthlutuðum lóðum.
    Þeir sem svöruðu erindinu með fullnægjandi hætti fá frest til 1. febrúar 2020 að skila inn gögnum svo hægt sé að gefa út byggingarleyfi, ella falli lóðirnar aftur til sveitarfélagsins þann dag. Hjá þeim sem ekki svöruðu erindinu falla lóðirnar nú þegar til baka til sveitarfélagsins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Þorgils Magnússon, byggingarfulltrúi fór yfir áherslur Skipulags-, umhverfis og umferðarnefndar í komandi fjárhagsáætlunargerð.
  • 2.3 1903005 Framkvæmdir 2019
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Ágúst Þór Bragason, yfirmaður Tæknideildar mætti undir þessum lið og fór yfir framkvæmdir í sveitarfélaginu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu fjármála eftir 8 mánuði og vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Byggðaráð samþykkir að styrkja Jólasjóð A-Hún um 100.000 krónur. Tekið af 0285-9919. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Byggðaráð samþykkir að Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri fari fyrir hönd sveitarfélagsins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Sveitarstjóri kynnti Cloudfest 2020.
  • 2.8 1909030 Trúnaðarmál 2019
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að afskrifa samtals 635.042 kr. af þing- og sveitarsjóðsgjöldum samkvæmt afskriftarbeiðni þar um frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra. Fært í trúnaðarbók.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Byggðaráð sér sér ekki fært að þiggja boðið að þessu sinni.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Byggðaráð fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í erindinu og vísar til frekari umsagnar SSNV.
  • 2.11 1909026 Tré lífsins - bréf
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um erindið.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála. Málinu vísað til sveitarstjórnar til frekari afgreiðslu. Bókun fundar Sveitarstjóri fór yfir stöðu málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Frekari viðræður við sveitarfélögin í kring munu fara fram síðar í vikunni og á næstu vikum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Lagðar fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 146 Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?