71. fundur 12. nóvember 2019 kl. 17:00 - 18:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
 • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
 • Lee Ann Maginnis varamaður
 • Jón Örn Stefánsson varamaður
Starfsmenn
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði Guðmundur Haukur eftir að fundargerð 60. fundar Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar verði bætt við á dagskrá og verður það mál nr. 8.

Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

1.Samþykkt fyrir Öldungaráð Blönduósbæjar

1510069

Valdimar O. Hermannsson fór yfir nýja samþykkt Öldungaráðs og þær breytingar sem hafa orðið vegna nýrrar lagasetningar um Öldungaráð sveitarfélaga.

Að loknum umræðum samþykktina var hún borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Samþykkt fyrir ungmennaráð Blönduósbæjar

1911014

Umræður urðu um nýja samþykkt Ungmennaráðs.

Ábending kom fram um að efri aldursmörk ættu að vera 25 ár í stað 18 ára og hefur það áhrif á 1. og 6. gr. samþykktarinnar.

Jafnframt kom tillaga um að í 8. gr. samþykktarinnar verði lágmarksfjöldi funda á ári tveir í stað fjögurra.

Að loknum umræðum samþykktina var hún borin upp og samþykkt með áorðnum breytingum með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 147

1910002F

Fundargerð 147. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 71. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Vinna við fjárhagsáætlun 2020. Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og aðalbókara fóru á leikskólann Barnabæ og Íþróttamiðstöðina þar sem leikskólastjóri og staðgengill forstöðumanns ÍMB fóru yfir áherslur sínar og tillögur er varðar fjárhagsáætlunargerð. Eftir heimsóknir var unnið áfram í fjárhagsáætunargerð er varðar leikskóla, Íþróttamiðstöð, bókasafn og félagsstarf aldraðra.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Fundarbókanir frá sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps 25. september lagðar fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.


  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa óskar eftir 50.000 kr fjárstuðningi vegna helgarnámskeiðs fyrir stúlkur á 12. aldurs ári í Austur-Húnavatnssýslu og Húnaþingi vestra. Verkefnið heitir "stelpur geta allt" og er markmið þess að styrkja sjálfsmynd ungra stelpna.

  Byggðaráð samþykkir 50.000 kr sem færist á lið 0589-9995
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Byggðaráð frestar afgreiðslu málsins og mun kalla eftir frekari upplýsingum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Byggðaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2020.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 147 Lagt fram til kynningar.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 148

1910003F

Fundargerð 148. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 71. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 148 Vinna við fjárhagsáætlun 2020. Sveitarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2020.
  Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og aðalbókara fóru í Blönduskóla þar sem skólastjóri fór yfir áherslur sínar og tillögur er varðar fjárhagsáætlunargerð. Eftir heimsókn var unnið áfram í fjárhagsáætlunargerð er varðar grunnskólann, Skjólið, skóladagheimilið, styrki, gjaldskrár og framkvæmdasvið.

  Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar mætti undir þennan lið kl. 17:45 og fór yfir framkvæmdaáætlun Blönduósbæjar. Ágúst Þór vék af fundi kl. 18:35.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 148 Byggðaráð getur ekki orðið við beiðninni.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 148 Byggðaráð samþykkir styrk að upphæð 100.000 kr. vegna körfuboltaæfinga til reynslu fram að áramótum. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 148 Lagt fram til kynningar.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 149

1910004F

Fundargerð 149. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 71. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 5.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

6.Byggðaráð Blönduósbæjar - 150

1911002F

Fundargerð 150. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 71. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

7.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 35

1911001F

Fundargerð 35. fundar Fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 71. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 35 Þórhalla skólastjóri fór yfir starfsáætlun Blönduskóla 2019-2020.
  Þórhalla fór með nefndarmenn í vettfangsskoðun um skólann.

  Einnig urður almennar umræður um öryggismál í skólaakstri.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 35 Þórhalla skólastjóri Blönduskóla fór yfir starfsmannamál og ráðningar.
  Eftirfarandi starfsmenn voru ráðnir í haust.

  Katrín Benediktsdóttir fastráðinn sem kennari.
  Auður Ingimundardóttir ritari Blönduskóla.
  Anna Margret Sigurðardóttir verkefnastjóri í upplýsinatækni.
  Ásta María Bjarnadóttir, Unnar Árnason og Hulda Birna Vignisdóttir ráðnir sem stuðningsfulltrúar.
  Alexandra Berndsen, Unnar Árnason og Sonja Hafsteinsdóttir ráðnir á skóladagheimili.
  Guðrún Kristófersdóttir og Sigrún Óskarsdóttir deila stöðu húsvarðar.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 35 Jóhanna leikskólastjóri Barnabæjar kynnti starfsáætlun Barnabæjar fyrir árið 2020.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 35 Jóhanna leikskólastjóri Barnabæjar fór yfir starfsmannamál og ráðningar í Barnabæ. Eftirfarandi starfsmenn voru ráðnir í haust Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir og Agnieszka Magdziak. Katarzyna Mickiewicz mun hefja störf frá og með næstu áramótum.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 35 Jóhanna leikskólastjóri fór yfir ytra mat Barnabæjar sem fór fram í október. Skýrsla með niðstöðum úr ytra mati kemur út í janúar 2020.

8.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 60

1910005F

Fundargerð 60. fundar Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 71. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 8.1, 8.2, og 8.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Umræður urðu um leyfisskyldar framkvæmdir í sveitarfélaginu og mikilvægi þess að verklagsreglum þar um sé fylgt.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 60 Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki landeigenda. Umsóknaraðili ber kostnað af skipulagsbreytingunni. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 60 Nefndin samþykkir erindið. Umsóknaraðili ber kostnað af skipulagsbreytingunni. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 60 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Húsbyggingin fellur að skipulagi svæðisins og nefndin samþykkir byggingaráformin.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 60 Ágúst Þór Bragason vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Nefndin samþykkir erindið
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 60 Nefndin samþykkir að breyta umferðarhraða á götum sem hafa 35 km hraða í 30 km hraða. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags- umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 60 Byggingarfulltrúi kynnti og fór yfir hvernig sótt er um rafrænt byggingarleyfi vegna framkvæmda á heimasíðu Mannvirkjastofnunar. Almennar umræður urðu um störf byggingarfulltrúa og málsmeðferð byggingarleyfa.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 60 Umræður urðu um vinnu við deiliskipulagið og nýtingu svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir aukafund sveitarstjórnar þann 26.11.2019 vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Var efnið á síðunni hjálplegt?