77. fundur 23. mars 2020 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
 • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
 • Sigurgeir Þór Jónasson forseti
 • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Zophonías Ari Lárusson varamaður
Starfsmenn
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði Sigurgeir Þór Jónasson, forseti sveitarstjórnar, eftir því að fundurinn færi fram í gegn um fjarfundarbúnað.
Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

1.Blönduósbær - Viðspyrna að hálfu sveitarfélaga

2003015

Erindi til sveitarfélaga þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga beinir atriðum til sveitarfélaga sem viðspyrna að þeirra hálfu.
Þar sem útbreiðsla COVID-19 veirunnar getur haft mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf og heimili, með fyrirsjáanlegu tekjutapi á næstu mánuðum, þá vill Sveitarstjórn Blönduósbæjar koma til móts við þá sem þess óska, með eftirfarandi fyrstu aðgerðum til þess að veita viðspyrnu:

1. Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir eftirfarandi breytingar á gjalddögum í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Mögulegt er að óska eftir því að gjalddagar sem áttu að vera 1. apríl, 1. maí og 1. júní 2020, frestist um allt að 7 mánuði, enda verði óskað eftir því með tölvupósti á sérstöku eyðublaði á blonduos@blonduos.is

2. Þar sem COVID-19 hefur valdið röskun á þjónustu stofnana sveitarfélagsins, svo sem hjá leikskóla, grunnskóla, skóladagheimili og mötuneyti, og fleira þess háttar, þá er sveitarstjóra falið að endurskoða innheimtu með tilliti til notkunar og/eða skerðingar þjónustunnar að lágmarki 5 virka daga samfellt.

3. Þar sem Íþróttamiðstöð Blönduósbæjar mun verða lokuð í óákveðinn tíma, þá er eðlilegt að tímalengd áskrifta að aðgagskortum sem nú er í gildi framlengist sem lokun nemur.

4. Sveitarstjórn Blönduósbæjar felur sveitarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra heimild til fullnaðarafgreiðslu á ofangreindum málum.

Sveitarstjórn Blönduósbæjar mun í framhaldinu skoða fleiri leiðir til þess að bregðast við ástandinu, fylgjast með aðgerðum ríkisstjórnar og annara sveitarfélaga ásamt því að fylgja leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Tillagan borin upp og samykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - leiðbeiningar vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum

2003014

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar fjarfundi.
Alþingi hefur samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara eftir leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fjarfundi og kaupa til þess þann búnað sem til þarf.

3.Önnur mál

1510017

Önnur mál.
Valdimar O. Hemannsson, sveitarstjóri, fór yfir samskipti við almannavarnir svæðisins og stöðuna hjá stofnunum sveitarfélagsins vegna COVID-19.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 158

2003002F

Fundargerð 158. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 77. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4.9 og þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 158 Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti skipan í vettvangsstjórn AST-NV sem staðsett er á Blönduósi.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 158 Byggðaráð vísar erindinu til sveitarstjóra til frekari skoðunar vegna fjárhagsáætlunar.
  Sveitarstjóri komi með tillögu fyrir næsta fund Byggðaráðs.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 158 Byggðaráð leggur fram eftirfarandi bókun:

  Byggðaráð Blönduósbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir því að umsókn sveitarfélagsins um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða skuli synjað, sérstaklega með tilliti til þess að mikil þörf er á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu. Þá er bent á það hróplega ósamræmi sem er í úthlutun þessa árs, á milli landshuta, þar sem til Norðurlands vestra kemur aðeins 34 milljónir af heildarfjárhæð sem er rúmlega 500 milljónir.
  Sveitarstjóra falið að óska eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni, samkvæmt þeim leiðbeiningum sem fram koma í erindinu.
 • 4.4 2003009 SSNV - framkvæmdir
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 158 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 158 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 158 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 158 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 158 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 158 Byggðaráð samþykkir Viðbragðsáætlun Blönduósbæjar við heimsfaraldri, 1. útgáfa.

  Byggðaráð beinir þeim tilmælum til allra nefnda og ráða sveitarfélagsins að ekki séu haldnir fundir nema brýn nauðsyn beri til og þá reynt að hafa þá í gegnum síma eða fjarfundabúnað.
  Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?