78. fundur 21. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson forseti
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 159

2004001F

Fundargerð 159. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 78. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Erindi frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vegna ályktunar Landsambands eldri borgara (LEB), þar sem skorað er á bæði ríkisvaldið og sveitarfélög um aðgerðir vegna COVID-19 sem snerta eldri borgara. Sveitarstjóri upplýsti um þær aðgerðir sem Félagsstarf aldraðra hjá Blönduósbæ annars vegar og Félags- og skólaþjónustan í A-Hún. hins vegar er að gera við núverandi aðstæður og hefur því verið komið á framfæri við Félag eldri borgara í Húnaþingi. Einnig var vísað til: ,,Aðgerðir til viðspyrnu."



  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Rannveig Lena Gísladóttir sem hafði fengið ótímabundið leyfi frá setu í sveitarstjórn á 141. fundi byggðaráðs 25. júní 2019, hefur nú óskað eftir lausn frá setu í sveitarstjórn út kjörtímabilið. Byggðaráð samþykkir erindið.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Á 76. fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar var málið á dagskrá undir 2. lið, og eftirfarandi bókað:

    ,,Sveitarstjórn fór yfir samþykktir þeirra byggðasamlaga sem lágu fyrir fundinum. Umræður urðu um samþykktirnar og þróun kostnaðarþátttöku undanfarinna ára í byggðarsamlögunum og framtíð þeirra."

    ,,Sveitarstjórn vísar málinu til Byggðaráðs til frekari umfjöllunar og eftirfylgni."

    Sveitarstjóri upplýsti um þá rýni sem farið hefur fram um samþykktirnar þar sem eftirfarandi kom fram:


    Í stjórnsýsluskoðun KPMG við gerð ársreikninga sveitarfélagsins hefur komið fram að þörf sé á: ,,Yfirferð samþykkta og samninga um samstarfsverkefni sveitarfélaga eða við einkaaðila." En í sömu skýrslum hafa komið fram ,,Athugasemdir / ábendingar" og ,,Tillögur KPMG um útbætur"


    Eins og fram hefur komið í fréttum á undanförnum vikum, m.a. í Morgunblaðinu 5. febrúar 2020, þá hefur borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt að farið verði yfir skipulag og stjórnunarhætti byggðarsamlaganna á höfuðborgarsvæðinu. Horft verði bæði til inntaks, stofnsamninga og framkvæmdar eigendastefnu byggðasamlaganna. Upplýst var um stöðu á þessari endurskoðun.


    Óskað hefur verið eftir minnisblaði eða lögfræðiáliti á samþykktum 4 byggðarsamlaga í A-Hún.

    Byggðaráð ásamt sveitarstjóra mun halda áfram að vinna að málinu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 159 Lagt fram til kynningar

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 160

2004002F

Fundargerð 160. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 78. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.1, 2.2, 2.7 og 2.9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 160 Byggðaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við Torg ehf. Tekið af lið 1380-4913 ásamt öflun styrkja. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 160 Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands um hugmyndir er varðar átak í merkingum gönguleiða á Norðurlandi.
    Byggðaráð tekur undir mikilvægi þess að merkja gönguleiðir í sveitarfélaginu en Skipulags- umhverfis- og umferðanefnd er einnig með málið á dagskrá til frekari úrvinnslu. Þá mælist byggðaráð eindregið til þess að tímabundinni lokun fyrir aðgengi að Fólkvanginum í Hrútey verði aflétt sem allra fyrst en um leið aukið við merkingar gönguleiða og bætt við upplýsingaskiltum. Málið verði unnið með upplýstu samþykki þeirra aðila sem að að málinu þurfa að koma.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 160 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 160 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Sveitarstjórn Blönduósbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir því að hafa ekki fengið úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, nú í annari úthlutun sjóðsins á þessu ári.

    Áður hafði byggðaráð bent á það hróplega ósamræmi, sem var við fyrri úthlutun sjóðsins á milli landshluta, þar sem til Norðurlands vestra komu aðeins 34 milljónir af rúmlega 500 milljónum.

    Nú hefur verið úthlutað 200 milljónum til viðbótar við fyrri úthlutun og ekkert af því kemur í heilan landshluta. Mikil þörf er á skipulagðri uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu, og á Blönduósi hefur eitt verkefni fengið úthlutun á undanförnum árum, sem er Fólkvangurinn í Hrútey, en þar er aðeins lokið við fyrsta áfanga af þremur, og því mikilvægt að það verði unnið áfram, fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem fara um landshlutann.
  • 2.5 1901018 Húnavaka
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 160 Vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að hefja undirbúningsvinnu vegna Húnavöku 2020.

    Við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar verði tekið mið af tilmælum stjórnvalda um samkomur.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 160 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 160 Afskriftabeiðnir frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, samtals 38.334 krónur vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda vegna dánarbús. Fært í trúnaðarbók. Samþykkt með þremur atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 160 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 160 Hjálmar Björn vék af fundi undir þessum lið og Sigurgeir Þór tók hans sæti á fundinum.

    5. Liður í fundargerð er ,,Ákvörðun um sölu á núverandi húsnæði að Norðurlandsvegi 2."
    Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti að hefja sölumeðferð á húsnæðinu, að undangengnu samþykki Blönduósbæjar sem eiganda að 1/3 húsnæðisins og núverandi leigutaka að því bili.
    Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti sölumeðferð á húsnæðinu og felur sveitarstjóra að upplýsa leigutaka Blönduósbæjar um þær fyrirætlanir, en ekki er gert ráð fyrir því að salan hafi áhrif á leigutaka.
    Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 6 atkvæðum samhljóða.

    Hjálmar Björn Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 62

2004003F

Fundargerð 62. fundar Skipulags-, umhverfis- og umfeðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 78. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 62 Nefndin samþykkir erindið.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 62 Byggingaráform samþykkt.
  • 3.3 2004017 Gönguleiðir
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 62 Umræður urðu um gönguleiðir og áherslu á uppbyggingu þeirra á næstu 3 árum. Bæði er um að ræða einfaldi stígagerð og fullfrágengna stíga með góðu yfirborði. Samþykkt að taka saman kostnaðarmat við nokkur verkefni og leggja fyrir næsta fund.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 62 Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?