79. fundur 19. maí 2020 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
 • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
 • Sigurgeir Þór Jónasson forseti
 • Zophonías Ari Lárusson varamaður
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
 • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson
Dagskrá

1.Ársreikningur Blönduósbæjar 2019

2005007

Ársreikningur Blönduósbæjar 2019 - fyrri umræða
Ársreikningur Blönduósbæjar og undirfyrirtækja fyrir árið 2019 tekinn til fyrri umræðu. Arnar Árnason endurskoðandi hjá KPMG mætti til fundarins og fór yfir samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók og skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2019. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna. Að loknum umræðum þá lagði forseti sveitarstjórnar fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að vísa ársreikningi 2019, fyrir Blönduósbæ og undirfyrirtæki, til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Arnar Árnason og Sigrún Hauksdóttir véku af fundi klukkan 18:15.

2.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 37

2004005F

Fundargerð 37. fundar Fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 79. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 37 Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri Blönduóskóla lagði fram tillögur að skólastarfi í maí nk.

  Nefndin samþykkir tillögur frá skólastjóra.

  Skólastjóri mun senda foreldrum tölvupóst með nánari upplýsingum í vikunni.
 • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 37 Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri kynnti skóladagatal Blönduóskóla fyrir næsta vetur.

  Var skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða.

  Fræðslunefnd vill koma á framfæri þakklæti og hrósi til starfsmanna bæði grunn- og leikskóla fyrir óeigingjart starf við erfiðar aðstæður á undanförnum vikum. Það er aðdáunarvert hvað tekist hefur að halda úti miklu og góðu skólastarfi í sveitarfélaginu á tímum samkomubanns.
  Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun Fræðslunefndar um þakklæti og hrós til starfsmanna grunn- og leikskóla fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður undanfarið.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 161

2005001F

Fundargerð 161. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 79. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 63

2005002F

Fundargerð 63. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðanefndar lögð fram til staðfestingar á 79. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 63 Nefndin samþykkir áformin.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 63 Nefndin tekur jákvætt í erindið, enda samræmist það aðalskipulagi Blönduósbæjar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 63 Nefndin samþykkir skipulags- og matslýsinguna. Skipulagsfulltrúa er falið að leita umsagna og auglýsa lýsinguna í samræmi við 30 gr. og 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest með 7 atkvæðum samhljóða.
 • 4.4 2004017 Gönguleiðir
  Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 63 Nefndin hefur gert tillögu að forgangsröðun á lagfæringum á göngustígum í sveitarfélaginu fyrir sumarið, samkvæmt fjárhagsáætlun 2020.
  Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir hvernig hægt er að gera gönguleiðir aðgengilegar fyrir almenning á vefsíðu sveitarfélagsins.
  Nefndin leggur til að gerð verði úttekt á gönguleiðum og göngustígum sem hægt er að vinna eftir fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð.
  Nefndin felur tæknideild að setja færanlega umferðareyju á Holtabraut yfir sumartímann til að hægja á umferð við Heiðarbraut.

5.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 19

2005003F

Fundargerð 19. fundar Jafnréttisnefndar lögð fram til staðfestingar á 79. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 19 Janfréttisáætlun sveitarfélagsins yfirfarin. Lee Ann Maginnis fór yfir verk- og tímaáætlun jafnréttisáætlunar. Ljóst er að tímaáætlunin hefur raskast umtalsvert vegna aðstæðna í samfélaginu.

  Nefndin fór yfir og uppfærði tímasetningar í verk- og tímaáætlun jafnréttisáætlunar.

  Jafnréttisnefnd óskar eftir því að sveitarstjóri taki saman upplýsingar um kynjahlutföll í störfum á vegum sveitarfélagsins í samræmi við jafnréttisáætlun.

  Nefndin ræddi jafnframt stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem unnin verður í haust.

6.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 18

2005004F

Fundargerð 18. fundar Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar lögð fram til staðfestingar á 79. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • 6.1 1901018 Húnavaka
  Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 18 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir hefur verið ráðin sem viðburðarstjórnandi Húnavöku 2020. Nefndin óskar henni velfarnaðar í starfi og verður henni innan handar ef þess er óskað. Kristín Ingibjörg kom inn á fundinn undir þessum lið og nefndin fór yfir áherslupunkta og ábendingar varðandi hátíðina. Kristín upplýsti nefndina um gang mála og hugmyndir varðandi hátíðina. Húnavaka 2020 miðast við þær reglur og takmarkanir sem að verða í gildi varðandi Covid-19 þegar að hátíðin fer fram.
 • 6.2 2005006 Leikjanámskeið
  Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 18 Nefndin fór yfir plön varðandi Leikjanámskeiðið sem að á að vera í sumar. Vegna umræðna og ábendinga sem að nefndinni hefur borist vegna Leikjanámskeiðs vill hún leggja áherslu á að aldursskipta hópnum vegna ólíkra þarfa barnanna ef möguleiki er á því. Auk þess að þjónustan verði ekki skert í ár og að námskeiðið verði haldið í 6 vikur. Einnig vill nefndin brýna fyrir mikilvægi þess að hafa einn umsjónarmann með Leikjanámskeiðinu svo að skipulag fari sem best fram.

  Nefndin vill vekja athygli á mikilvægi þess að hafa Tómstunda- og íþróttafulltrúa starfandi í Blönduósbæ til að skipuleggja hluti eins og Leikjanámskeiðið svo eitthvað sé nefnt.
 • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 18 Nefndin tilnefnir einn fulltrúa úr Menningar-, tómstunda og íþróttanefnd í stýrihóp Heilsueflandi samfélags sem samanstendur af fulltrúum lykilstofnanna í samfélaginu. Aðrir fulltrúar í stýrihóp koma frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduskóla, Leikskólanum Barnabæ og loks Öldungaráði. Nefndin felur sveitarstjóra að tilkynna það inn til embætti Landlæknis, ásamt öðrum fulltrúum í stýrihóp.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?