90. fundur 23. mars 2021 kl. 17:00 - 18:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
 • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
 • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
 • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Fundurinn hófst á skoðunarferð sveitarstjórnar og fræðslunefndar á viðbyggingu Blönduskóla.

1.Skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar

2103013

Seinni umræða og afgreiðsla
Í októbermánuði 2020 samþykktu sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 8. mars.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 9 bókuðum fundum. Samstarfsnefnd skipaði 6 starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins og hefur verkefnið verið kynnt á tveimur íbúafundum.

Það er álit Samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 5. júní 2021 í öllum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Samstarfsnefndin leggur einnig til við sveitarstjórnirnar að þær lýsi því yfir að þær muni ekki nýta heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna tillögu um sameiningu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningarviðræður og kosið að nýju.

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að atkvæðagreiðsla fari fram 5. júní 2021 og felur samstarfsnefnd að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Sveitarstjórn lýsir því yfir að hún mun ekki nýta heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að fylgt verði þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum samstarfsnefndar með þingmönnum og ráðherrum varðandi brýn verkefni í atvinnu- og byggðamálum í Austur-Húnavatnssýslu. Svo sem stuðningi við stofnun Umhverfisakademíu, uppbyggingu ferðamannastaða, og fjölgun starfa við innheimtuþjónustu sýslumanns á Blönduósi og Vinnumálastofnunar á Skagaströnd.

Þá er að mati sveitarstjórnar mikilvægt að átak verði gert í viðhaldi héraðs- og tengivega með það fyrir augum að tryggja greiðar samgöngur innan nýs sveitarfélags.

Þannig samþykkt af sveitarsjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 185

2103005F

Fundargerð 185. fundar Byggðaráðs Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 90. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 185 Þorgils greindi frá fundinum. Byggðarráð felur honum og sveitarstjóra að vinna að málinu áfram
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 185 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 185 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 185 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 185 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 185 Lögð fram til kynningar tilkynning frá Jafnréttisstofu þar sem bent er á að nú hafa tekið gildi tvenn lög sem lúta að jafnréttismálum og leysa þau af hólmi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnanrétt kvenna og karla. Annars vegar er um að ræða lög nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála og hins vegar lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála er fjallað um skyldur sveitarfélaga, en um tölverðar breytingar er að ræða frá því að lög nr. 10/2008 voru í gildi. Áætlanir sveitarfélaga í jafnréttismálum skulu nú vera víðtækari en að horfa eingöngu til kyns, m.a. skal horfa til laga nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Með hinum nýju lögum er ekki lengur kveðið á um skipun sérstakra jafnréttisnefnda heldur skal sveitarstjórn fela byggðarráði eða annarri fastanefnd sveitarfélagsins að fara með jafnréttismál. Að lokum hvetur Jafnréttisstofa sveitarfélögin til að nýta vel tímann fram að næstu sveitarstjórnarkosningum til að undirbúa gerð nýrra áætlana í jafnréttismálum.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 185 Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarsjóra að vinna að málinu
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 185 Byggðarráð þakkar fyrir aðsent minnisblað. Sveitarstjóra falið að vinna með stjórn Kirkjugarðsins er varðar þann þátt sem talað er um í minnsblaði stjórnar er viðkemur samstarfi sveitarfélagsins og stjórnar Kirkjugarðsins

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 186

2103007F

Fundargerð 186. fundar Byggðaráðs Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 90. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 186 Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir eftirfarandi atriði:
  -Staða framkvæmda við Blönduskóla ásamt sundurliðun verkþátta
  -Mögulegar lausnir á húsnæðisvanda Barnabæjar, úttekt og skoðun á stækkun og bráðabirgðalausnir. Áfram verður unnið að málinu
  -Sparkvöllur, fyrir fundinum liggur endurnýjuð tilboð varðandi endurnýjun á gervigrasinu á sparkvellinum. Áfram verður unnið að málinu og lagt fyrir aftur
  - Snjómokstur í sveitarfélaginu, farið yfir verklagsreglur varðandi forgangslista snjómoksturs og vinnulag
  -Rarik, farið yfir samskipti við Rarik er varðar breytingu á verðskrá, málið er komið í réttan farveg og verður fylgt eftir
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 186 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur eigna- og framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 186 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 186 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 186 Sveitarstjóra falið að endurskoða sérreglur Blönduósbæjar og senda á ráðuneytið, með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 186 Byggðarráð óskar eftir rökstuðningi Ferðamálastofu vegna ítrekaðra synjunar á verkefni sem þegar hefur hlotið viðurkenningu og styrk til fyrsta áfanga Bókun fundar Sveitarstjórn Blönduósbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum með synjun frá Ferðamálastofu vegna verkefnis sem þegar hefur hlotið viðurkenningu og tekur undir ósk byggðaráðs um rökstuðning fyrir synjuninni.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?