91. fundur 13. apríl 2021 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
 • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
 • Hjálmar Björn Guðmundsson forseti
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
 • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá

1.Brunavarnir Austur-Húnvetninga - Fundargerð stjórnar frá 24. mars 2021

2104020

Fundargerð stjórnar Brunavarna Austur-Húnvetninga frá 24. mars 2021
Fundargerð stjórnar Brunavarna Austur-Húnvetninga frá 24. mars lögð fram til staðfestingar á 91. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 72

2104001F

Fundargerð 72. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnar lögð fram til staðfestingar á 91. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Sveitarstjórn fagnar sérstaklega þeim áformum sem uppi eru um nýbyggingu á atvinnuhúsnæði í sveitarfélaginu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 72 Nefndin samþykkir lóðaryfirlitið og felur skipulagsfulltrúa að útbúa lóðarblöð til samræmis við það.
  Nefndin leggur til að gatan verði nefnd Miðholt.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 72 Húsið er á deiliskipulögðu svæði. Byggingaráformin eru samþykkt.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 72 Umrætt svæði er iðnaðarsvæði I1 skv. aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Á svæðinu er gert ráð fyrir matvælaiðnaði þar sem svigrúm er fyrir breytingar á núverandi húsnæðum og nýbyggingum sem falla að nýtingu svæðisins.
  Nefndin telur að nýbygging undir þessa starfsemi styrki svæði og bæti götumynd þess. Lagt er til að ný lóð fái nafnið Ægisbraut 2.
  Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá lóðarbreytingunum.
  Nefndin vísar þessum lóðarbreytingum til byggðarráðs til staðfestingar.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 72 Vísað er í 3ja lið þessa fundar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðunum að Ægisbraut 3 og 6. Eigendur Ægisbrautar 4 og Húnabrautar 29 og 33 eru málsaðilar. Blönduósbær er eigandi að Ægisbraut 1.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 72 Samþykkt er að skipta fasteigninni upp í tvær fasteignir. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 72 Nefndin samþykkir byggingaráformin.
 • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 72 Nefndin samþykkir að veita skipulagsfulltrúa þessa heimild.

3.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 21

2104003F

Fundargerð 21. fundar Menningar-, tómstunda-, og íþróttanefndar lögð fram til staðfestingar á 91. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 21 Nefndin býður Kristínu Ingibjörgu, Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa velkomna á sinn fyrsta formlega nefndarfund og óskar henni velfarnaðar í starfi. Nefndin er spennt fyrir þessu framfaraskrefi í stjórnsýslu Blönduósbæjar og fyrir samfélagið í heild sinni og hlakkar til samstarfsins með Kristínu. Kristín Ingibjörg fór svo yfir helstu verkefnin sem unnið hefur verið að síðan á áramótum.
 • 3.2 2001029 Skjólið
  Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 21 Kristín Ingibjörg, Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. Mikið og gott starf hefur verið unnið í starfsemi Skjólsins undanfarið og er nefndin ánægð að sjá og heyra umbæturnar sem hefur verið náð fram. Kristín Ingibjörg vakti sérstaka athygli á ástandi á húsnæði Skjólsins sem að er verulega ábótavant. Nefndin vill leggja áherslu á hversu mikilvægt það er að aðstaða félagsmiðstöðvarinnar sé viðunnandi fyrir starfsemina. Brýnt er að finna hentuga tímabunda lausn á húsnæðisvanda Skjólsins og hvetur sveitarstjórn til þess að leggja áherslu á þetta málefni.
 • 3.3 2104017 Ungbarnaleikvöllur
  Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 21 Ungbarnaleikvöllur er efst á verkefnalista nefndarinnar að þessu sinni og er verið að vinna í því að finna leikvellinum staðsetningu innan bæjarfélagsins og velja leiktæki. Nefndin ræddi mögulegar staðsetningar fyrir leikvöllinn og fór yfir leiktækjalista. Nefndin felur formanni og Menningar,- íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna betur að málinu
 • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 21 Kristín kynnir stöðu verkefnisins og mögulegar staðsetningar fyrir nefndinni. Nefndin telur Frisbígolfvöll vera frábæra viðbót við tómstundaafþreyingu Blönduósbæjar og hvetur íbúa til þess að nýta sér völlinn vel þegar að uppsetningu er lokið í fyrri hluta sumars.
 • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 21 Kristín Ingibjörg, Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála og hugmyndir varðandi sumarstarf Blönduósbæjar. Illa gengur að manna starf umsjónarmanns sumarnámskeiðs. Nefndin vill leggja áherslu á að meira fjármagn verði sett í málaflokkinn til þess að hægt sé að standa vel að sumarnámskeiði Blönduósbæjar og mögulega að hægt sé að auka úrval af tómstundum fyrir breiðari aldurshóp barna yfir sumartímann.
 • 3.6 2104019 UMFí - Vertu með
  Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 21 Erindi beint til Menningar,- íþrótta- og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar til áframhaldandi úrvinnslu
 • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 21 Nefndin vill koma nokkrum ábendingum á framfæri við sveitarstjórn og sveitarstjóra. Fjölda ruslatunna er verulega ábótavant innan bæjarfélagsins en það er mikilvægt að hafa þær með reglulegu millibili til að halda bænum snyrtilegum. Annað atriði er viðhald og myndun göngustíga bæjarfélagsins. En það er einmitt mikilvægt á tímum sem þessum að stuðla að hreyfingu íbúa með því að hafa gott viðhald og aðgengi að gönguleiðum og stígum. Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að leggja áherslu á góðu viðhaldi á göngustígum Blönduósbæjar. Í þriðja lagi vill nefndin taka undur með fyrri bókunum frá Skipulags-, umhverfis- og umferðanefnd og myndi endilega vilja sjá gönguleiðir og hjólreiðastíga kortlagða og aðgengilega fyrir bæði heimamenn og ferðalanga sem eiga leið um Blönduósbæ. Það myndi bæði stuðla að frekari hreyfingu heimamanna og vera góð afþreying fyrir þá sem að heimsækja bæjarfélagið. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir ábendingar Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar og óskar eftir því að fá framkvæmda- og verkáætlun sumarsins frá eigna- og framkvæmdasviði og þjónustumiðstöð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 187

2104002F

Fundargerð 187. fundar Byggðaráðs Blönduósbæjar lögð fram til staðfestingar á 91. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri Blönduósbæjar fór yfir stöðu fjármála og svaraði spurningum fulltrúa. Sigrún vék af fundi 17:30
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Ágúst Þór Bragason fór yfir stöðu framkvæmda hjá Blönduósbæ. M.a tengingar á lögnum við nýja götu Miðholt og gatnagerð. Ágúst Þór kynnti kostnaðarmat. Byggðarráð veitir eigna- og framkvæmdasviði heimild til að bjóða út verkin í samráði við tengda aðila. Farið yfir teikningar af innviðum verknámsstofa í Blönduskóla. Brú yfir í Hrútey, Ágúst Þór greindi frá því að steypt var í dag fyrir fyrri brúarstólpa. Ágúst Þór fór yfir sumarstörf á vegum Blönduósbæjar og umsóknir sem borist hafa. Unnið verður áfram að málinu. Ágúst Þór vék af fundi 18:05.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu vegna fjölda umsókna um sumarstörf
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi kauptilboð í eignina Mýrarbraut 22 og felur sveitarstjóra að klára málið fyrir hönd Blönduósbæjar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Byggðarráð samþykkir að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses. lóðina Hnjúkabyggð 29 til byggingar 15-20 íbúða fjölbýlishúss á 2. hæðum (í tveimur áföngum) með stofnframlagi sveitarfélagins, ásamt stofnframlagi ríkisins og leiguíbúðaláni HMS samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og samþykktur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Byggðarráð staðfestir lóðarbreytinguna á Ægisbraut 4 og Húnabraut 33 og sameina hluta þeirra lóða undir nýja lóð sem fær heitið Ægisbraut 2
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Byggðarráð staðfestir námsleyfi Magdalenu Berglindar Björnsdóttur og óskar henni velfarnaðar í sínu námsleyfi
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Lagt fram til kynningar
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 187 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Sveitarstjórn Blönduósbæjar tekur heilshugar undir bókun SSNV í lið 8c varðandi staðsetningu starfa hjá RARIK.
  Sveitarstjóra er falið að óska eftir samtali við stjórn RARIK um starfsstöð RARIK á Blönduósi.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?