95. fundur 29. júní 2021 kl. 17:00 - 18:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
 • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
 • Þórarinn Bjarki Benediktsson varamaður
 • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
 • Hjálmar Björn Guðmundsson 1. varaforseti
 • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
 • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
 • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Atli Einarsson ritari
 • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Við upphaf fundar óskaði Guðmundur Haukur Jakobsson eftir því að 2 málum verði bætt á dagskrá og verða þá mál númer 5 og 6.

Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

1.Framkvæmdanefnd Blönduósbæjar - Erindisbréf

2106019

Lagt fram erindisbréf nýrrar framkvæmdanefndar
Fyrir fundinum lá erindisbréf fyrir nýja framkvæmdanefnd Blönduósbæjar.

Eftir umræður um erindisbréfið var það borið upp til samþykktar og samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Sameiningarmál

2106020

Lagt fram bréf frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu
Með vísan til bókunar frá síðasta fundi sveitarstjórnar, undir lið 2.12 2007007 - Húnvetningur - sameiningarmál í Austur - Húnavatnssýslu, þar sem hvatt var til viðræðna hið fyrsta um sameiningu þeirra tveggja sveitarfélaga sem samþykktu sameiningu í íbúakosningu, þá óskar sveitarstjórn Blönduósbæjar eftir formlegum viðræðum við sveitarstjórn Húnavatnshrepps um sameiningu sveitarfélaganna byggt á þeirri miklu undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram og til þess að nýta þau augljósu tækifæri sem felast í sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar.
Þess er óskað að Sveitarstjórn Húnavatnshrepps taki afstöðu til málsins eins fljótt og auðið er.

Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Byggðarsamlög - samþykktir

2003001

Rætt verður um stöðu byggðarsamlaga
Sveitarstjórn Blönduósbæjar felur sveitarstjóra að undirbúa uppsögn á þeim samstarfssamningi sem gerður var þann 6. júní 2008, á milli Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, undir vinnuheitinu "Samstarfsverkefni sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu" og þar með allar þær "Samþykktir um byggðasamlög" sem fylgja þeim samningi og dagsettar eru 3. júní 2008.

Meðal annars er vísað til erindis frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettu 24. ágúst 2020, þar sem gerðar eru athugasemdir við samþykktir byggðasamlaga, þeirrar vinnu sem unnin var á vettvangi samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu, fyrirliggjandi breytinga á barnaverndarnefndum og fyrri ályktana/bókana Blönduósbæjar um sama efni.

Sveitarstjórn áréttar fullan vilja til áframhaldandi samstarfs sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um þau málefni sem nú eru í byggðasamlögum samkvæmt samstarfssamningi.

Er þessi ákvörðun tekin með fyrirvara um endurskoðun, komi til frekari sameininga í Austur-Húnavatnssýslu.

Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Framkvæmdanefnd - Fundargerð frá 23. júní 2021

2106021

Fundargerð 1. fundar nýrrar framkvæmdanefndar Blönduósbæjar frá 23.júní 2021
Fundargerð 1. fundar Framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar á 95. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 193

2106007F

Fundargerð 193. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 95. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 5.1 þarfnast sértakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 193 Borist hefur tilboð í fasteignina að Garðabyggð 14a, að upphæð kr 25,2 mkr., og byggðaráð hafði samþykkt með tölvupósti. Byggðaráð staðfestir söluna. Þá heimilar byggðaráð einnig að næsta eign sem var á sölulista, verði sett í söluferli. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 193 Sveitarfélagið hafði verið í viðræðum við fasteignafélagið Bríet um möguleg kaup á eigninni að Húnabraut 42, með núverandi leigusamningum í heilu lagi, en hún er með 4 íbúðum. Bríet kynnti matsvirði sitt á eigninni í dag, sem er umtalsvert lægra en eignir sem nýlega hafa verið seldar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu miðað við þær umræður sem voru á fundinum.
 • 5.3 2001029 Skjólið
  Byggðaráð Blönduósbæjar - 193 Sveitarstjórn fór í tengslum við maífund, í vettvangsskoðun í húsnæði félagsstarfs aldraðra í Þverbraut 1, og í Félagsmiðstöðina Skjólið í Félagsheimili Blönduósbæjar. Byggðaráð samþykkir að færa til fjármagn sem sett var í fjárhagsáætlun til viðhalds við Félagsheimilið til lagfæringar á Félagsmiðstöðinni Skjólið með klæðningu á vegg og nýjum gluggum á bakhlið. Nánari útfærsla er á dagskrá framkvæmdanefndar. Þá mun starfsemi Skjólsins verða áfram í Félagsheimilinu og félagsstarf aldraðra halda aðstöðunni að Þverbraut 1, a.m.k. næsta vetur. Að öðru leyti er málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2022.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 193 Lagt fram til kynningar.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 193 Byggðaráð fagnar fengnum styrk í þetta mikilvæga verkefni, sem nú er í vinnslu. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu Byggðaráðs.
 • Byggðaráð Blönduósbæjar - 193 Byggðaráð felur Guðmundi Hauki Jakobssyni að fara með umboð/atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.

6.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 22

2106008F

Fundargerð 22. fundar Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar lögð fram til staðfestingar á 95. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
 • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 22 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir fór yfir þau mál sem hún hefur unnið í að undanförnu:

  - Nýútkominn frístundabæklingur Blönduósbæjar hefur hlotið góðan hljómgrunn í samfélaginu. Þar er að finna yfirlit yfir fjölbreytt frístundastarf á svæðinu.

  - Metþáttaka er í Sumarfjöri, en þar sækja u.þ.b. 40 börn fjölbreytta dagskrá í hverri viku.

  - Unnið er að skipulagningu heilsudaga á haustdögum.

  - Framundan eru viðgerðir á aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Skjólsis, þar sem skipta á um glugga og annað smálegt til að bæta aðstöðuna.


  Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar þeirri góðu þróun sem hefur orðið á vettvangi menningar-, tómstunda- og íþróttamálum undanfarið.
 • 6.2 1901018 Húnavaka
  Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 22 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir dagskrá og fleiri atriði tengd Húnavöku sem haldin verður daganna 15. til 18.júlí. Nefndin hvetur íbúa Blönduósbæjar og nærsveitunga til þess að nýta sér flotta og skemmtilega dagskrá Húnavöku í júlí nk.
 • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 22 Menningar- tómstunda- og íþróttanefnd Blönduósbæjar vill taka undir eftirfarandi bókun Sveitarstjórnar Húnaþings vestra frá því 12.maí 2021.

  „Öll börn á Íslandi eiga rétt á að stunda íþróttir við hæfi og uppbygging á viðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar eykur til muna lífsgæði þeirra og styrkir búsetu á landsbyggðinni. Það er ljóst að bilið á milli stærri þéttbýliskjarna og landsbyggðarinnar hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og minni sveitarfélög hafa hreinlega setið eftir þegar kemur að uppbyggingu á íþróttaaðstöðu. Því miður hefur það sýnt sig að minni sveitarfélög hafa ekki burði til að ráðast ein og sér í stórar framkvæmdir við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Sveitarstjórn Húnaþings vestra telur mikilvægt að ríkið komi til móts við minni sveitarfélög þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja á landsbyggðinni. Með því væri verið að jafna búsetuskilyrði á landinu og styrkja byggðir sem margar hverjar eiga undir högg að sækja. Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem styrkir minni sveitarfélög á landsbyggðinni til uppbyggingar íþróttamannvirkja.“

  Nefndin telur þau atriði er nefnd eru í bókuninni afar mikilvæg og brýnt er að sveitarfélög standi vel að íþróttaiðkun og heilbrigðum lífstíl íbúa þeirra. Hlutverk stjórnvalda er veigamikið í þessum málum og vill nefndin hvetja ríkið til þess að leggja frekari áherslu á aðstöðu íþróttaiðkunnar á landsbyggðinni og þá sér í lagi á Norðurlandi vestra.
  Bókun fundar Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?