103. fundur 08. febrúar 2022 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson 1. varaforseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Við upphaf fundar óskaði Guðmundur Haukur Jakobsson eftir því að 2 málum verði bætt á dagskrá og verða þau mál nr. 3 og 4.

Samþykkt samhljóða.

1.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 78

2202001F

Fundargerð 78. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 102. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 78 Nefndin staðfestir lóðarblaðið.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 78 Nefndin staðfestir stofnun lóðarinnar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 78 Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu og byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 78 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar. Frestur til athugasemda rennur út í dag 7. febrúar. Engar athugasemdir hafa borist enn, en ein ábending um að hæðarsetja og staðsetja húsið verði í samræmi við önnur hús á svæðinu.
    Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu ef frekari athugasemdir koma ekki fram.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 78 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
    Lóðirnar eru skipulagðar sem einbýlishúsalóðir en hægt er að gera óverulega breytingu á skipulagi lóðanna þar sem byggingarmagn fer ekki upp fyrir það sem kemur fram í skipulagi. Grenndarkynna þarf breytinguna þegar fullnæjandi gögn liggja fyrir. Úthlutun lóðanna vísað til byggðarráðs.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 78 Zophonías Ari Lárusson vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
    Lóðirnar eru skipulagðar sem einbýlishúsalóðir en hægt er að gera óverulega breytingu á skipulagi lóðanna þar sem byggingarmagn fer ekki upp fyrir það sem kemur fram í skipulagi. Grenndarkynna þarf breytinguna þegar fullnæjandi gögn liggja fyrir. Úthlutun lóðanna vísað til byggðarráðs.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 208

2201002F

Fundargerð 208. fundar byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 103. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2.2. þarfnst sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 208 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og þau áform sem þar koma fram. Byggðaráð felur jafnframt sveitarstjóra ásamt skipulags- og byggingafulltrúa að vinna áfram að málinu og fara í formlegar viðræður við Vistbyggð ehf., og upplýsa byggðaráð um þróun mála.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 208 Um síðustu áramótum tóku gildi nýjar reglur frá HMS um að sveitarfélög ættu að leggja fram stafrænar Húsnæðisáætlanir sem síðan yrðu uppfærðar árlega á heimasíðu HMS.
    Fyrir fundinum liggur fyrsta húsnæðisáætlun Blönduósbæjar sem unnin er með þessum hætti og lýsir hún stöðu húsnæðismála um síðustu áramót, og það sem vitað er um þróun þeirra næstu 10 ár. Byggðaráð samþykkir húsnæðisáætlun 2022 fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun Blönduósbæjar fyrir 2022 með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 208 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 208 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 2.5 2201007 Hundahreinsun
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 208 Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi hundahreinsunar hjá Blönduósbæ, en það mun verða auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins í vikunni og kynnt fyrir hlutaðeigandi.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 208 Sveitarstjóri kynnti fram komnar fyrirspurnir frá foreldrum, um mögulegan akstur næsta skólaár til og frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, vegna nemenda á starfsbraut.
    Málinu vísað til frekari skoðunnar og kostnaðarmats ásamt vinnu við fjárhagsáætlun.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 209

2202003F

Fundargerð 209. fundar byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 103. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.2, 3.6 og 3.11 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Byggðaráð vísar málinu til kynningar og staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir áframhaldandi samstarf um málefni fatlaðs fólks með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Sveitarstjóri upplýsti um að málið væri til skoðunnar hjá sveitarfélögum á svæðinu, og viðræður í gangi um það hvaða sveitarfélög myndu ná saman um þessar breytingar.
    Mun verða tekið fyrir aftur og kynnt þegar það liggur fyrir.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Lagt fram til kynningar, en málið verður skoðað frekar með öðrum valkostum á þessu sviði.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Byggðaráð fór yfir kjörskárstofn Blönduósbæjar vegan kosninga um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps sem fram fer laugardaginn 19. febrúar n.k.
    Kjörskrárstofn byggir á íbúaskrá Þjóðskrár 31.janúar 2022. Á kjörskrá eru 638 einstaklingar, 323 karlar og 315 konur. Byggðaráð samþykkir kjörskrárstofn sem kjörskrá í sveitarfélaginu með fyrirvara um hugsanlegar breytingar.
    Sveitarstjóra falið að ganga frá kjörskrárstofni og undirrita kjörskrá.
    Kjörskrá sveitarfélagsins mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hnjúkabyggð 33 á opnunartíma hennar til kjördags.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Fyrir fundinum liggja samkomulagsdrög á milli eiganda jarðarinnar Breiðavaðs, annars vegar og Blönduósbæjar sem eiganda jarðarinnar Enni hins vegar, um skipti á landspildu úr landi Enni og uppkaupa á leigusamningi sem verið hefur í gildu um vatnsréttindi í svonefndum Laugarhvammi sem áður hafði verið seldur Blönduóshreppi.

    Byggðaráð samþykkir samkomulagsdrögin fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra, ásamt skipulags- og byggingafulltrúa að ganga frá samningi um það efni sem fram kemur í samkomulagsdrögunum, og felur sveitarstjóra jafnframt að undirrita samning þar um.
    Málinu vísað til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samkomulagsdrögin með 7 atkvæðum samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita samning á grundvelli þeirra.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Sveitarstjóra falið að ræða við stjórn Kirkjugarðsins í Blönduósi, um erindið, og koma með tillögu um afgreiðslu málsins fyrir næsta fund byggðaráðs.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Dagskráliðir nr 8. og 9. á dagskrá fundarins voru teknir saman til afgreiðslu að viðstöddum Sýslumanninum á Norðurlandi vestra og Skipulags- og byggingafulltrúa.
    Þar sem tveir aðilar höfðu sótt um sömu lóðirnar, að Smárabraut 7 og 9, þá framkvæmdi Sýslumaður hlutkesti þar sem nöfn beggja umsækjenda voru sett á miða í skál og dró sýslumaður nafn Lárusar B Jónssonar upp úr skálinni og er því lóðunum úthlutað til hans, að uppfylltum öðrum almennum skilyrðum sveitarfélagsins, um úthlutun lóða.
    Meðferð málsins var færð í fundargerðarbók og undirrituð af þeim sem viðstaddir voru.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Dagskráliðir 8. og 9 voru teknir saman til afgreiðslu, að viðstöddum Sýslumanni og Skipulags- og byggingafulltrúa. Sjá sameiginlega bókun undir 8. lið á dagskrá.
    Sveitarstjóra og skipulag- og byggingafullttrúa falið að tilkynna GC verk ehf.,um meðferð og afgreiðslu á erindinu, og jafnframt að kynna aðra mögulega kosti í stöðunni.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 209 Byggðaráð samþykkir gagntilboð sveitarfélagsins í fasteignina að Hnjúkabyggð 27., að upphæð kr 13,9 mkr., og selst því íbúðin í núverandi ástandi sem tilboðsgjafi hefur kynnt sér. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir sölu eignarinnar með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Skýrsla sveitarstjóra um ýmis mál er varðar sveitarfélagið.
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, fór yfir stöðu ýmissa mála í sveitarfélaginu.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins undir "aðrar skýrslur".

Fundi slitið - kl. 18:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?