105. fundur 24. mars 2022 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Lee Ann Maginnis varamaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson 1. varaforseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson óskaði eftir því að einu máli verði bætt á dagskrá og verður það mál númer 6.

Samþykkt samhljóða.

1.Skipan í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2022

2203017

Vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk. ber sveitarstjórnum Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps að skipa yfirkjörstjórn sem mun annast framkvæmd sveitarstjórnarkosninga sameinaðs sveitarfélags.
Skal nefndin skipuð þremur fulltrúum og jafn mörgum til vara.
Samkomulag er um að sveitarstjórn Blönduósbæjar skipi 2 fulltrúa og jafn marga til vara, og sveitarstjórn Húnavatnshrepps skipi 1 fulltrúa og jafn marga til vara.

Fram kom tillaga um skipun í yfirkjörstjórn

Fulltrúar í yfirkjörstjórn verði:
Lee Ann Maginnis
Erla Ísafold Sigurðardóttir

Varamenn í yfirkjörstjórn verði:
Hjálmar Björn Guðmundsson
Þuríður Þorláksdóttir

Tillagan borin upp og samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Samkomulag um undirbúning á breyttu skipulagi skólastofnana vegna sameiningar sveitarfélaga

2203018

Tillaga að samkomulagi milli Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps um undirbúning á breyttu skipulagi skólastofnana vegna sameiningar sveitarfélaga lögð fram.

Samkomulagið varðar framkvæmd nauðsynlegra ákvarðana og undirbúnings í starfsmannamálum skólastofnana sveitarfélaganna, þannig að sameining grunnskóla og leikskóla sveitarfélaganna geti komið til framkvæmda fyrir næst komandi skólaár. Stefna sveitarfélaganna er að Blönduskóli og Húnavallaskóli verði sameinaðir í nýjan grunnskóla, og að Barnabær og Vallaból verði sameinaðir í nýjan leikskóla. Sú stefnumörkun var kynnt íbúum og starfsfólki í aðdraganda sameiningarkosninga og mun koma til framkvæmda þegar sameinað sveitarfélag tekur til starfa. Af því leiðir að nauðsynlegt er að taka eftirfarandi ákvarðanir:

-Hjá Blönduósbæ verða lagðar niður stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Blönduskóla. Jafnframt verða stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Barnabæjar lagðar niður.

-Hjá Húnavatnshreppi verður lögð niður staða skólastjóra Húnavallaskólaskóla, en stofnunin rekur jafnframt leikskóla.

Sveitarfélögin munu hvort tilkynna starfsmönnum viðkomandi sveitarfélags um niðurlagningu staðanna og uppsagnir á grundvelli þess fyrir 1. apríl 2022.

Öðrum starfsmönnum en þessum tilgreindum stjórnendum verða boðin störf í nýjum skóla, án auglýsingar.

Í samræmi við stefnu sveitarfélaganna um skipulag skólastofnana í sameinuðu sveitarfélagi skulu eftirfarandi störf auglýst:
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri grunnskóla sameinaðs sveitarfélags.
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri leikskóla sameinaðs sveitarfélags.

Húnavatnshreppi er falið, fyrir hönd sveitarfélaganna, að annast auglýsingu starfanna og skal auglýsing koma fram eigi síðar en 15. apríl og gert ráð fyrir að umsóknarfrestur verði a.m.k. til 15. maí 2022. Sveitarstjórar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar skulu sameiginlega undirbúa auglýsingu og leita ráðgjafar hjá Hagvangi í ráðningarmálum varðandi efni auglýsingar.

Val á milli umsækjanda skal fara fram á vegum sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags. Val á milli umsækjenda um störf aðstoðarskólastjóra skal vera á hendi skólastjóra nýrra skólastofnana.

Tillagan borin upp og samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Starfsmannamál Blönduósbæjar

2112026

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir samhljóða að segja, skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Blönduskóla sem og leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra Barnabæjar, upp störfum frá og með 1. apríl 2022 í samræmi við samkomulag um undirbúning á breyttu skipulagi skólastofnana vegna sameiningar sveitarfélaga.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 211

2203001F

Fundargerð 211. fundar byggðaráðs lögð fram á 105. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 4.2, 4.4 og 4.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, og hefur skipað tengilið við Fjölmenninngarsetur, samkvæmt beiðni þar um,og mun kanna alla möguleika á þáttöku með fyrirvara um húsnæði.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Erindi lagt fram til upplýsingar og kynningar en byggðaráð vísar frekari afgreiðslu og bókun til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn Blönduósbæjar harmar þá stöðu sem fram kemur í bréfinu og lýsir yfir stuðningi við Úkraínu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Lagt fram til kynningar en byggðaráð Blönduósbæjar vísar til afgreiðslu og bókunnar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið, fyrir hönd sveitarfélaga.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Byggðaráð samþykkir umbeðinn styrk, að upphæð 35.000-, með vísan til afgreiðslu fyrir ára, og verði hann tekinn af liðum 0589-9991 í fjárhagsáætlun 2022. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggðaráðs með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Byggðaráð fagnar áformuðum fundi um Fólkvanginn Hrútey, og hvetur til þátttöku íbúa.
    Þá óskar byggðaráð eftir að fundurinn verði auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Byggðaráð felur Valdimar O. Hermannssyni, sveitarstjóra að mæta á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga föstudaginn 1. apríl 2022 og fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Sveitarstjóri greindi frá því að hann hefði tekið þátt í upphafsfundi verkefnisins, sem haldinn var á Teams þann 16. mars s.l., og hefði skráð þátttöku Blönduósbæjar í verkefninu í næstu 3 skrefum, en nýjir tengiliðir yrðu staðfestir eftir sameiningu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Erindi sem boðar Endurskipulagningu sýslumannsembætta á landinu, dagsett 21. mars 2022. Byggðaráð óskar eftir frekari kynningu á erindinu, og viðræðum við Dómsmálaráðuneytið um mögulegar útfærslur á boðuðum breytingum.

    Að öðru leyti vísað til sveitarstjórnar Blönduósbæjar, til frekari umfjöllunar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu byggðaráðs og áréttar að unnið verði eftir markmiði breytinganna sem er að efla núverandi starfsemi.
    Sveitarstjórn vísar málinu til frekari umfjöllunar á næsta fundi.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 211 Lagt fram til kynningar.

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 79

2203002F

Fundargerð 79. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram á 105. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 5.2 og 5.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • 5.1 2203016 Skipulagsfulltrúi
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 79 Umræður um Skipulags- og byggingarmál.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 79 ZAL vék af fundi undir þessum lið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum skv. 1 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar eru Brimslóð 10b, 12 og 14, Aðalgata 6 og 8 og gamla kirkjan. Bókun fundar Zophonías Ari Lárusson vék af fundi undir þessum lið.

    Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að grendarkynna byggingaleyfið fyrir eigendum Brimslóðar 10b, 12 og 14, Aðalgötu 6 og 8 auk gömlu kirkjunnar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 79 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum skv. 2 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar eru Norðurlandsvegur 2 og 4 ásamt Melabraut 1-25. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að grendarkynna erindið fyrir eigendum Norðurlandsvegar 2 og 4 ásamt eigendum Melabrautar 1-25.

6.Önnur mál

1506021

Tekin voru til umræðu málefni leikskólans Barnabæjar og sú staða sem komin er upp varðandi tafir á inntöku nýrra barna á leikskólann.

Sveitarstjórn hefur unnið að því síðustu ár að fjölga hér íbúum og störfum í þeim tilgangi að stækka og efla samfélagið. Einn mikilvægasti hlekkurinn í þjónstu samfélagsins er að aðgengi barna að leikskólavist sé tryggt. Sveitarstjórn telur mikilvægt að leysa þessa stöðu sem fyrst, til skemmri og lengri tíma.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?