14. fundur 08. september 2015 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 32

1508004F

Fundargerð 32. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • 1.1 1508013 Þjóðarsáttmáli um læsi
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 32 Byggðaráð samþykkir að taka þátt í Þjóðarsáttmála um læsi og felur sveitarstjóra að undirrita hann f.h. Blönduósbæjar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.2 1508007 Fundargerð 65. stjórnarfundar Norðurár bs
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 32 Fundargerð 65. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 15. apríl 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.3 1508008 Fundargerð 66. stjórnarfundar Norðurár bs
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 32 Fundargerð 66. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 22. apríl 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.4 1508009 Fundargerð 67. stjórnarfundar Norðurár bs.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 32 Fundargerð 67. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 27. apríl 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.5 1508010 Fundargerð 68. stjórnarfundar Norðurár bs.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 32 Fundargerð 68. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 27. apríl 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.6 1508011 Fundargerð 69. stjórnarfundar Norðurár bs.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 32 Fundargerð 69. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 29. apríl 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.7 1508012 Fundargerð 70. stjórnarfundar Norðurár bs.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 32 Fundargerð 70. stjórnarfundar Norðurár bs, frá 7. maí 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 1.8 1505027 Framkvæmdir við Blönduskóla
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 32 Rætt var um stöðu framkvæmda við Blönduskóla og er verið að ljúka framkvæmdum við gluggaskipti og endurnýjun lagna í nýja skóla. Framkvæmdir við sal og eldhús eru langt komnar og verður lokið við þær í byrjun september. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 33

1508008F

Fundargerð 33. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • 2.1 1508019 Rekstraryfirlit fyrstu 6 mánuði ársins 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 33 Jens P. Jensen aðalbókari Blönduósbæjar mætti á fundinn undir þessum lið. Rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrstu 6 mánuði ársins 2015 lagt fram til kynningar. Jens fór yfir rekstur Blönduósbæjar fyrstu 6 mánuði ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundur byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 2.2 1508020 Bréf frá sýslumanni norðurlands vestra dags. 18. ágúst 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 33 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Valgerðar Hilmarsdóttur, kt. 141277-4439, f.h. Sölufélags A-Húnvetninga um leyfi til að reka veitingastað í flokki II (Gistiskáli)Hafnarbraut 6, 540 Blönduósi.
    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag
    sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundur byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 2.3 1508021 Kennslumagn Blönduskóla fyrir skólaárið 2015 - 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 33 Lagt fram kennslumagn fyrir Blönduskóla skólaárið 2015-2016.

    Byggðaráð samþykkir kennslumagna Blönduskóla fyrir skólaárið 2015-2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundur byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 2.4 1508023 Laxá á Ásum - fundarboð
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 33 Boðað er til félagsfundar í Laxá á Ásum laugardaginn 5. september kl. 13:00. Eina málið á dagskrá verður ákvörðun um hvernig markaðssetningu og sölu verði háttað á komandi árum.

    Lagt fram til kynningar.


    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundur byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.

    Bókun: Óheppilegt er að enginn hafi mætt fyrir hönd sveitarfélagsins á þennan fund. Anna Margrét Jónsdóttir, Hörður Ríkharðsson, Oddný María Gunnarsdóttir, Valdimar Guðmannsson.
  • 2.5 1508022 Framkvæmdir 2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 33 Ágúst Þór Bragason mætti á fundinn. Farið yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundur byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 2.6 1509005 Móttaka flóttafólks
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 33 Rætt var um möguleika sveitarfélagsins að taka á móti flóttamönnum.

    Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla upplýsinga um málið þ.á.m. Rauða Krossinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundur byggðaráðs staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.

    Blönduósbær lýsir sig reiðubúinn til viðræðna við stjórnvöld um móttöku flóttamanna. Samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 7

1508005F

Fundargerð 7. fundar landbúnaðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 7 Gauti Jónsson lagði fram drög að gangnaseðli fyrir haustið 2015. Einnig lagði hann fram fjárhagsáætlun vegna gangna- og réttarstarfa. Lagt er til að fjallskilaeining hækki um 20 kr,. landgjald um 1 kr., og dagsverk um 500 kr. Lagt er til að greitt verði 1,5 dagsverk fyrir hjólagöngur. Fjárhagsáætlun lítur þá svona út.

    Tekjur fj. verð

    Fjallskilaein. hross 1.720 320 550.400
    Fjallskilaein hross Bl.ós 75 426 31.992
    Fjallskilaein. fé 3.149 320 1.007.680
    Landgjald 14.271 23 328.233
    veiðiarður 418.000
    2.336.305

    Gjöld

    Fjallsk.kostnaður 1.662.700
    Flutningur fénaðar 250.000
    Girðingarviðh. o.fl. 260.000
    Kaffi 40.000
    2.212.700

    mismunur 123.605 kr.

    Dagsverk í Tröllabotnum og Laxárdal eru á 11.500 kr., alls 73 dagsverk
    Dagsverk í Langadalsfjalli og Skarðsskarð eru á 10.500 kr., alls 66 dagsverk.

    Hirðing í útréttum er á 11.500., alls 3 dagsverk.
    Rekstur frá Þverá er á 3.600 kr., alls 17 dagsverk.

    Fyrri göngur á Laxárdal verða 4. sept, í Tröllabotnum og Langadalsfjalli 5. sept og fyrri réttir í Skrapatungurétt 6. september. Furri göngur í Skarðsskarði verða 12. september. Seinni göngur í Tröllabotnum verða 18. sept á Laxárdal 19. sept. seinni réttir 20. september.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundur landbúnaðarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • 3.2 1509006 Skrapatungurétt
    Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 7 Landbúnaðarnefnd lýsir ánægju sinni yfir þeim viðgerðum sem búnar eru við Skrapatungurétt. Nefndin leggur áherslu á að þeim viðgerðum verði að fullu lokið á 60 ára afmæli réttarinnar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundur landbúnaðarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 11

1508006F

Fundargerð 11. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 11 Þar sem byggingin er á iðnaðarsvæði þá samþykkir nefndin byggingaráformin og skilyrta breytta notkun við tímabundna notkun sem verbúð fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 11 Nefndin samþykkir nafnbreytinguna sem sótt er um og byggingarleyfi til niðurrifs á matshluta 01. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.

5.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 8

1508007F

Fundargerð 8. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar lögð fram til afgreiðslu á 14. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 8 Erindisbréf samþykkt án athugasemda. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 8 Umræða um íþróttir og forvarnarstarf eldri borgara. Nefndin leggur til að sveitarfélagið bjóði uppá 1 - 2 tíma í viku í íþróttasal íbúum 60 ára og eldri að kostnaðarlausu. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
    Erindinu vísað til byggðaráðs.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 8 Nefndin fór yfir bréf skólastjórnenda frá 20. júní 2013, þar sem fram koma tillögur frá skóla að bættri skólalóð. Margt hefur komið til framkvæmda en nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gera ráð fyrir fjármagni til jarðvegsskipta á skólalóð í næstu fjárhagsáætlun, svo hægt sé að ljúka uppbyggingu leiksvæðis. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 8 Bréf frá taflfélagi Blönduóss lesið yfir, ekki talin ástæða til frekari umfjöllunar. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar 8. september 2015 með 7 atkvæðum.

6.Tilnefning til öldungaráðs Blönduósbæjar

1509002

Á fundi stjórnar félags eldri borgara í Austur - Húnavatnssúýlu þann 1. september sl. voru eftirtaldir tilnefndir sem fulltrúar í öldungaráð Blönduósbæjar:

Aðalmenn: Sigurjón Guðmundsson og Bóthildur Halldórsdóttir

Til vara: Ragnheiður Þorsteinsdóttir og Magnús Ólafsson.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu Félags eldri borgara til öldungaráðs Blönduósbæjar og tilnefnir jafnframt sem fulltrúa Blönduósbæjar, Önnu Margréti Jónsdóttur sem aðalamann og Zophonías Ara Lárusson sem varamann. Skipan Öldungaráðs er samþykkt með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?