Galdranámskeið með Einari Mikael

Einar Mikael hefur sérhæft sig í mismunandi töfranámskeiðum fyrir börn síðastliðinn 8 ár núna er Galdraskólinn að opna aftur eftir 3 ára pásu.
Einar hefur kennt yfir 12.000 krökkum töfrabrögð á Íslandi.
Börn sem voru feimnir, óöruggir og með lítið sjálfstraust hafa tekið gríðarlegum breytingum eftir töfranámskeið með Einari Mikael.

Á námskeiðinu læra börnin ótrúlega galdra og magnaðar sjónhverfingar. Þau fá innsýn inní hinn dularfulla heim töframanna. Þau læra undirstöðuatriði í töfrabrögðum, einfalda og skemmtilega spilagaldra, hugsanalestur og sjónhverfingar.
Námskeiðið veitir börnunum aukið sjálfstraust, styrkir mannleg samskipti og þau læra að gera ótrúlega hluti. Í lok námskeiðsins þá setja börnin upp sýningu ásamt Einari Mikael þar sem þau sýna afrakstur námskeiðsins.
Allt Galdradót innifalið.

Staðsetning: ÖmmuKaffi
Dagssetning: Helgarnámskeið 23 og 24 mars
Tími: 13:00 til kl. 14:30 tvö skipti
Aldur: 6 til 12 ára
Verð: 6.000 kr. allt námskeiðsefni innifalið
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á galdranamskeid@gmail.com með nafni og aldri greiða þarf fyrir námskeiðið fyrir fyrsta tíma.
Það er 10% systkina afsláttur.

Hér er hægt að skoða myndbrot frá námskeiði
https://www.youtube.com/watch?v=qHcLQyxy5kA

Var efnið á síðunni hjálplegt?