Gamla Blöndubrúin, sem nú er göngubrú yfir Hrútey er lýst með bleikum lit þessa dagana til stuðnings árvekniátaki vegna krabbameins hjá konum.

Við hvetjum fólk til að gera sér ferð í Hrútey þegar farið er að dimma og líta brúnna augum.

 

Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1. Góð bifreiðastæði eru við árbakkann. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum. Þá er stutt til sjávar frá Hrútey eftir göngustíg meðfram ánni. Gestum er bent á að fara um með sérstakri gát við árbakkana. 

 Svæðið er opið almenningi en fylgja ber reglum um umferð og afnot.

 

Hrútey er umlukin jökulánni Blöndu. Hrútey skartar fjölbreyttum gróðri. Mest ber á trjágróðri og lyngmóum. Birki og stafafura er áberandi en ýmsar aðrar trjátegundir þrífast ágætlega. Fjöldamargar aðrar tegundir plantna eru í eyjunni. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum.

mynd

Var efnið á síðunni hjálplegt?