148. fundur 17. október 2019 kl. 16:00 - 20:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá

1.Vinna við fjárhagsáætlun 2020

1901005

Vinna við fjárhagsáætlun 2020
Vinna við fjárhagsáætlun 2020. Sveitarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2020.
Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og aðalbókara fóru í Blönduskóla þar sem skólastjóri fór yfir áherslur sínar og tillögur er varðar fjárhagsáætlunargerð. Eftir heimsókn var unnið áfram í fjárhagsáætlunargerð er varðar grunnskólann, Skjólið, skóladagheimilið, styrki, gjaldskrár og framkvæmdasvið.

Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar mætti undir þennan lið kl. 17:45 og fór yfir framkvæmdaáætlun Blönduósbæjar. Ágúst Þór vék af fundi kl. 18:35.

2.Búgreinahátíð búgreinasambanda og Neista - styrkbeiðni

1910011

Búgreinahátíð - Styrkbeiðni vegna búgreinahátíðar búgreinasambandanna í Austur Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Neista.
Byggðaráð getur ekki orðið við beiðninni.

3.Körfuboltaæfingar - styrkbeiðni

1910009

Körfuboltaæfingar á Blönduósi - styrkbeiðni. Mál tekið upp að nýju frá fundi byggðaráðs þann 15.10.2019.
Byggðaráð samþykkir styrk að upphæð 100.000 kr. vegna körfuboltaæfinga til reynslu fram að áramótum.

4.Þroskahjálp - Afrit af bréfi vegna málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.

1910012

Afrit af bréfi frá Landsamtökunum Þroskahjálp er varðar málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?