171. fundur 23. september 2020 kl. 12:00 - 14:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson Ritari
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson óskaði eftir því við upphaf fundar að bæta inn liðnum Blöndósbær - Sala eigna. Var það samþykkt með þremur atkvæðum og mun verða liður 15 í dagskrá

1.Skrifstofu- og fjármálastjóri - staða mála 2020

2005002

Skrifstofu- og fjármálastjóri Blönduósbæjar Sigrún Hauksdóttir fer yfir stöðu fjármála sem og undirbúningsvinnu fjárhagsáætlunar
Sigrún Hauksdóttir fór yfir stöðu fjármála hjá sveitarfélaginu og undirbúning fyrir fjárhagsáætlun 2021

2.Stjórn Kirkjugarðs Blönduóss

2009024

Erindi frá stjórn Kirkjugarðs Blönduósbæjar er varðar fjármál
Byggðaráð samþykkir tilfærslu á styrkfjármagni ársins milli verkefna

3.Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra - Beiðni um þátttöku í kostnaði

2009025

Erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra er varðar beiðni um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Einn einstaklingur frá Blönduósbæ dvaldi í 2 vikur sumarið 2020. Samkvæmt því yrði framlag sveitarfélagsins 109.000 krónur
Byggðaráð samþykkir erindið, tekið af lið 0259-4990

4.Fimleikastarf á Blönduósi - Styrkbeiðni vegna fimleikanámskeiða á haustönn 2020

2009015

Erindi frá Ingibjörgu Signýju Aadnegaard og Auði Ingimundardóttur um rekstrarstyrk að upphæð 278.928 fyrir tvö sex vikna fimleikanámskeið á haustönn 2020 fyrir börn fædd 2012-2015.
Byggðaráð samþykkir að styrkja erindið um 117.000 vegna tækjakaupa og húsaleigu. Tekið af lið 0689-9919

5.Athugasemdir við samninga Blönduósbæjar sem varða samvinnu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög

2008013

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem gerðar eru athugasemdir við samninga Blönduósbæjar sem varða samvinnu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög. Frestur er veittur til 15. nóvember til þess að bregðast við athugasemdum og upplýsa ráðuneytið er varðar endurskoðun samninga, þá sem ráðuneytið telur upp
Lagt fram til kynningar, málið verður unnið áfram á næstu vikum

6.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur um úthlutun byggðakvóta

2009018

Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu fyrir 15.október

7.Samtök íslenskra handverksbrugghúsa - Áskorun

2009012

Erindi frá stjórn Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa er varðar áskorun til dómsmálaráðherra, alþingismanna og sveitarstjórnarfólks til að leggja fram frumvarp og styðja netverslun með áfengi og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum.
Byggðaráð styður áskorun Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa

8.Flugklasinn Air 66N - Starf Flugklasans Air 66N 1. apríl - 15. september 2020

2009031

Stöðuskýrsla frá Flugklasanum 66N frá 1. apríl - 15. september 2020
Lagt fram til kynningar

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - úttekt á stöðu tæknilegra innviða sveitarfélga - Niðurstöður

2009013

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar niðurstöður á úttekt á stöðu tæknilegra innviða sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

10.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66

2009004F

Teknir fyrir liðir 9 og 10 í fundargerð Skipulags-,umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar frá 16. september 2020 Málsnr. 2009023 Listasýning í Hrútey og Málsnr. 2009026 Sunnubraut 13-17 Umsókn um lóð
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Nefndin tekur jákvætt í erindið og lýsir vilja sínum fyrir sitt leyti til þess að koma að listasýningunni. Nánari útfærslu er vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir erindið
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 66 Búið er að skila inn umræddri lóð. Lóðin er ætluð fyrir 3 íbúða raðhús allt að 390 fm. Ef byggja á 5 íbúða raðhús þarf að grendarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins fyrir eigendum húsa við Sunnubraut. Húsið fer ekki yfir leyfilegt byggingarmagn á lóðinni. Skipulagsfulltrúa falið að grendarkynna breytinguna ef byggja á 5 íbúða raðhús á lóðinni. Frekari afgreiðslu vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir lóðarúthlutunina og felur sveitarstjóra að undirrita samning við umsækjendur

11.Markaðsstofa Norðurlands - Fundargerð stjórnar frá 8.september 2020

2009030

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 8. september 2020
Lagt fram til kynningar

12.Samtök orkusveitarfélaga - Fundargerð 42. fundar stjórnar

2009029

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 4. september 2020. Auk þess sem óskað er eftir framboðum fyrir aðalfund samtakanna
Lagt fram til kynningar

13.SSNV - Fundargerð 58.fundar stjórnar frá 1. september 2020

2009014

Fundargerð 58. fundar stjórnar SSNV frá 1. september 2020
Lagt fram til kynningar

14.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 886. fundar stjórnar

2009011

Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. ágúst 2020
Lagt fram til kynningar

15.Blönduósbær - Sala eigna

2009034

Sala íbúða í eigu Blönduósbæjar
Byggðaráð fór yfir stöðu eigna hjá sveitarfélaginu, með vísan til fjárhagsáætlunar 2020 þar sem ákveðið var að selja tvær leiguíbúðir. Sveitarstjóra falið að koma með tillögur að söluferli

Fundi slitið - kl. 14:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?